Fjarðarfréttir - 01.03.1985, Blaðsíða 24

Fjarðarfréttir - 01.03.1985, Blaðsíða 24
24 FJARÐARFRETTIR Safari um sahara Fjarðarfréttir komust á snoðir um það, að Birgir Pétursson (i Málm) hefði farið, ásamt nokkrum félögum, í mikla ævintýraferð um SAHARA eyðimörkina og aðliggjandi lönd. Birgir varð við þeirri ósk blaðsins að segja stuttlega frá ferðinni. Tilefni ferðarinnar var það, að í ferð um hálendi íslands hittum við félagar Þjóðverja sem þar var á ferð. Með okkur tókst kunningsskapur sem haldið var við með símtölum og bréfaskriftum eftir að hann fór aftur til Þýskalands. Hann hafði farið „Safariferðir“ og gerði okkur tilboð um að koma með í eina siíka. Hann lagði til bíl, sérútbúinn af Benz-verksmiðjun- um, og kostnaður ferðarinnar var allur fjármagnaður með greinaskrifum í þýsk ferðablöð. Kostnaður okkar íslendinganna var aðeins flug út til Lúxemburg og heim aftur. Félagar mínir í ferðinni, sem farin var 22. febrúar 1984 og stóð í 5 vikur, voru Daníel Sigurðsson og Guðlaugur Aðalsteinsson. Fyrir utan okkur voru tveir Þjóðverjar í ferðinni. Leiðin lá frá Þýskalandi gegnum Sviss til Ítalíu. Þaðan með ferju til Sardiníu og þaðan til Túnis og þar hófst hin raunverulega eyðimerkurferð eða safari. í ferðinni um heita sanda og hrjóstrug lönd kynntumst við ýmsu nýstár- legu. Fólkið sem flest var múhameðstrúar umgekkst okkur með varfærni t.d. var kvenfólk alltaf falið um leið og ferðalangarnir nálguðust þorpin. Ferðin var öll ævintýri líkust. Birgir segir frá ýmsu sem hér verður ekki rakið en hægt væri að gera úr miklar og góðar ferðasögur. Efst til vinstri Manfred Pepper frá Benz, Daníel Sigurðsson. Neðri röð Willi Khal eigandi bílsins, Birgir Pétursson og Guð- laugur Aðalsteinsson. Inn fæddur Saharabúi.

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.