Fjarðarfréttir - 01.03.1985, Blaðsíða 36

Fjarðarfréttir - 01.03.1985, Blaðsíða 36
36 FJARÐARFRÉTTIR €f% ¥ SOLBOÐ OC NUDD Meö því aö nota sólböö hafa þau umfram brúna litinn mörg æskileg áhrif, t.d. örva framleiösiu D-vítamína og auka efnaskipti líkamans. Nudd fyrir allan líkamann, þarta-, megrunar-, vöövabólgu- og afslöþþunarnudd. Þú ert í góöum höndum reynds nuddara. Samvinnuferðir-Landsýn efndu fyrir nokkru til getraunar meðal Hafnfirð- inga. Fjöldi lausna barst og var nafn Óðins Sigurbjörnssonar dregið úr réttum lausnum. Vinningurinn var ferð fyrir tvo til Kaupmannahafnar. Óðinn, sem er nemandi í 6. bekk Öldutúnsskóla var að vonum kátur yfir að hafa hreppt vinninginn og kvaðst vera ákveðinn í að nota sér miðana. Þorgeir Björnsson, framkvæmdastjóri Hagsýnar, sem er umboðsaðili fyrir Samvinnuferðir-Landsýn, sagði að Hafnfirðingar gerðu sér í vaxandi mæli grein fyrir að ekki þyrfti að leita til Reykjavíkur til þess að fá bestu ferðaþjónustu sem völ væri á. Þegar væri uppselt í nokkrar ferðir og mikið spurt og leitað upplýsinga. Við höfum hér á skrifstofunni á að skipa úrvals- fólki sem gefur góð ráð og leiðbeinir um ferðir við allra hæfi. „Við leggjum áherslu á góða og umfram allt örugga þjónustu", sagði Þorgeir að lokum um leið og hann bað Fjarðarfréttir að flytja öllum þeim þakkir er þátt tóku í getrauninni. Laugardaginn 16. mars sl. flutti Tryggvi Ólafsson, úrsmiður, verslun sína og viðgerðarþjónustu að Strandgötu 17 (áður Sóley), en þessa starfsemi hefur hann rekið í 8 ár á loftinu að Strandgötu 25. Nýja húsnæðið er aðeins rúmbetra en það gamla, en hefur auk þess þann kost að vera í alfaraleið niðri við götuna, og ætti það að vera viðskiptavinunum til aukins hagræðis. Tryggvi hefur lagt mikla vinnu í innréttingar og fegrun nýju húsakynn- anna, sem nú eru björt og stílhrein. Sem fyrr hefur Tryggvi Ólafsson á boð- stólum allar algengustu tegundir af úrum og klukkum, auk gull- og silfur- skartgripa, og rekur í tengslum við verslunina viðgerðarþjónustu á þessu sviði. Fjarðarfréttir óska Tryggva til hamingju og velfarnaðar á nýja staðnum. verðlaun afhent í getraun Samvinnuferða-Landsýnar Tryggvi Ólafsson, úrsmiður fluttur aöStrandgötul7

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.