Fjarðarfréttir - 01.03.1985, Blaðsíða 35

Fjarðarfréttir - 01.03.1985, Blaðsíða 35
FJARÐARFRÉTTIR 35 FÉKK AÐSTOÐ MÆTRA MANNA VIÐ GERÐ „PRÓGRAMMA*. Nú var ekki farið að setja islcnsk- an texta við kvikmyndir á þessum árum. Þurfti þá ekki að vanda til „prógramma“? Jú, ég reyndi að vanda til þeirra eins og kostur var. Efnisþráðinn varð að þýða og það gat verið vandaverk. Ég gerði það stundum sjálfur, en oftast leitaði ég þó til annara með það og jafnframt gáfu þeir myndunum íslenskt nafn. Það gat stundum verið snúið og tókst misjafnlega, en sem dæmi um vel heppnaða þýðingu er nafnið á mynd Bergmans, „Flísin í auga kölska“. Það nafn fann Björn Th. Björnsson út, að mig minnir, en hann var ásamt Sigurði Grímssyni, kvikmynda- og leiklistargagnrýn- anda, meðal helstu aðstoðarmanna minna á þessu sviði. „Prógrömmin“ voru sannarlega mikilvæg og flestir héldu þeim til haga og lásu þau bæði fyrir og eftir sýningar. Margir söfnuðu þeim og sjálfsagt eru viða til merkileg söfn „prógramma" frá þessum tíma. AÐSÓKNIN SÍFELLT AÐ DVÍNA Hvenær lauk þessu blómaskeiði? Þegar íslenska sjónvarpið hóf útsendingar um miðjan 7. áratug- inn dró talsvert úr aðsókn að kvik- myndahúsunum. Hún átti þó eftir að jafna sig nokkuð síðar, en ég sá mér ekki fært að flytja inn myndir lengur og hætti því 1967 að mig minnir. Annars tel ég áhrif sjón- varpsins á aðsóknina tiltölulega lítil miðað við þá öldu myndbanda sem nú flæðir yfir. Ég hef til dæmis orðið var við að myndir sem ég hef fengið til sýningar hafa verið komnar á myndbandaleigur áður. Hvað um framtíð Hafnarfjarð- arbíós? Aðsókn er orðin svo dræm að endar ná tæpast saman lengur. Eftir að stjúpsystir mín, Guðbjörg Guðjónsdóttir lést fyrir þremur mánuðum stend ég í þessu einn og sé varla tilgang í því að halda því áfram mikið lengur. Ég held meira að segja að ég sé sáttur við að fara að hætta. RÓMANTÍSKT RAFMAGNSLEYSI Við spyrjum nú Níels hvort hann hafi aldrei lent í einhverjum vandræðum með bíógesti eða bil- unum á tækjum, ruglingi á filmum o.þ.h. Ég man ekki eftir neinum meiri háttar óhöppum, ef undan er skilið rafmagnsleysið sem tiltölulega oft hefur háð okkur Hafnfirðingum. Þegar svo ber undir sæki ég venju- lega Ijósastiku og kveiki á nokkrum kertum. Áhorfendur láta sér það vel líka og bíða þolinmóðir. Oft skap- ast líka rómantískt andrúmsloft við slíkar aðstæður og þá vilja sumir helst ekki fá rafmagnsljósin aftur. Ég man heldur ekki eftir alvar- legum árekstrum við gestina. Meira að segja börnin og unglingarnir haga sér ætíð vel. Það er að vísu stundum svolítill galsi í þeim, en þau hafa alltaf sýnt mér „respekt“ og hlýtt mér ef ég hef þurft að hasta á þau. Umgengni gesta hefur líka verið góð og við höfum verið laus við skemmdir á húsinu. „HEF YNDI AF FALLEGUM MÁLVERKUM“ Málverk þekja veggina í íbúð Níelsar og mörg þeirra hefur hann sjálfur málað. Við vendum því okkar kvæði í kross og spyrjum hann um þann þátt sem málverkin hafa átt í lífi hans. Ég hef yndi af fallegum mál- verkum og hef frá barnæsku fengist við að mála í tómstundum. Ef til vill hef ég þetta að einhverju leyti frá föður mínum sem var mjög list- fengur. Hann teiknaði t.d. og skrif- aði með fallegri rithönd auglýs- ingar um kvikmyndirnar sem hann sýndi. Þær voru síðan hengdar upp á ákveðnum stöðum í bænum. Þessi áhugi minn á málaralist varð til þess að ég stundaði nám við myndlistadeild handíðaskólans ár- in 1946-7. Hins vegar hef ég ekki kært mig um að flíka þessari tóm- stundaiðju minni og aldrei sýnt mín verk opinberlega nema hvað ég var beðinn um nokkrar myndir á sýn- ingu hafnfirskra myndlistamanna á afmæli bæjarins vorið '83. Ég hef gripið í þetta þegar ég hef átt stund frá erli dagsins, en mér finnst maður þurfa gott næði til að fást við að mála, ef vel á að takast til. Þegar ég hætti að reka bíóið langar mig til að geta fengist við að mála og ég kvíði ekki elliárunum ef heils- an leyfir mér að halda á pensli. Hér slíðrar skrifarinn stílvopnið og við höldum í fylgd Níelsar niður í kvikmyndasalinn, skoðum sýn- ingarklefann og tækjakostinn. M.a. skoðum við handsnúna sýn- ingarvél frá bernskudögum biósins, en hana hyggst Níels í fyllingu tím- ans gefa kvikmyndasafni íslands. Margt ber á góma meðan við göng- um um sali þessa glæsilega húss, sem á sínum tíma hefur borið vott um stórhug og framsýni, en fleira var ekki fest á blað að sinni. Níelsi Árnasyni færum við þakkir fyrir góðar móttökur og fróðlegt spjall. I , iT'^w '' . í P r * rW l i f! r , w m i i\ Bílastiling með nýjustu og fullkomnustu stillitækjum Vid yfirförum 15 atriöi í vélastillingu 1. Skipt um kerti og platinur 2. Mæld þjappa 3. Stilltir ventlar 4 Hreinsuö eda skipt um loftsiu 5. Hreinsuö eöa skipt um bensinsíu 6. Hreinsuö geymasambond 7 Hreinsaöur öndunarventill 8 Atnuguö og stillt viftureim 9. Mældir kertaþræöir 10 Mældur startari 11 Mæld hleösla 12. Mældur rafgeymir 13 Stilltur blondungur og kveikja. 14 Mæld nýtm á bensini AUK ÞESS HJÓLA- OG LJÓSASTILLING VÉLASTILLING SÍMI 43140 Auðbrekku 16, Kópavogi

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.