Fjarðarfréttir - 01.03.1985, Blaðsíða 22

Fjarðarfréttir - 01.03.1985, Blaðsíða 22
22 FJARÐARFRÉTTIR Fylgst með Hjálparsveit skáta á æf ingu Fyrir nokkrum vikum lögðu Fjarðafréttamenn inn beiðni hjá formanni Hjálparsveitar skáta í Hafnarfirði þess efnis að fá að vera viðstaddir æfingu hjá sveitinni. Ólafur Proppé, formaður, brást vel við þessari beiðni. Fimmtudaginn 14. mars sl. kom svo kallið: Meiri háttar æfing átti að fara fram þá um kvöldið. Þegar við komum upp í Hjálparsveitarhús á tiisettum tíma hafði sveitar- mönnum verið afhent svohljóðandi tilkynning: „Tvœr þyrlur rákust saman á flugi yfir Hafnarfirði. Báðar þyrlurnar reyndu nauðlendingu á Hamrinum í miðjum Hafnarfirði. Vitað er að í annarriþyrlunni voru fjórir farþegar ásamt flugmanni, en ekki er vitað um fjölda manna í hinni vélinni, en vitað er að hún gat flutt 12 farþega. Farið á staðinn og gerið nauðsynlegar björgunaraðgerðir og flytjið hina slösuðu á sjúkrahús (hús. H.S.H.)“. Svavar Geirsson, sem stjórnaði aðgerðunum, skipaði nú hópnum fyrir verkum og síðan var haldið af stað í flýti upp á Hamar. Við slógumst í för með Ólafi Proppé sem fræddi okkur nánar um fyrir- hugaðar björgunaraðgerðir. Félagar úr Hjálparsveit skáta í Reykjavik höfðu tekið að sér að leika siasað fólk og höfðu komið sér fyrir víðs vegar utan í Hamrinum. Hafnfirðingarnir áttu svo að finna þá, greina hve alvar- lega þeir voru slasaðir, veita þeim fyrstu hjálp og koma þeim síðan í bílana, sem siðan áttu að flytja hina slösuðu á sjúkrahús (sem reyndar var Hjálpar- sveitarhúsið). Sérstakir eftirlitsmenn áttu svo að fylgjast með bjðrguninni til að meta hvernig til tækist. Við fylgdumst nú með leitinni. Tveir leitarflokkar skiptu með sér svæð- inu en þriðji flokkurinn, sjúkraflokkurinn, bjó sig undir að sinna hinum slösuðu. Leitarflokkarnir þustu af stað og voru fljótir að finna fólkið og koma því til hjálpar. Um Ieið og einhver fannst tilkynntu viðkomandi leitarmenn Svavari, leitarstjóra, það i talstöð og skýrðu jafnframt frá því hve alvarleg meiðsli hins slasaða voru. Að dómi okkar leikmanna gekk þessi svokallaða aðgerðaræfing mjög vel, og innan skamms voru allir fundnir og komnir í hlýjuna uppi í Hjálpar- sveitarhúsi ásamt leitarmönnum. Þegar við kvöddum og þökkuðum fyrir kvöldið sat Hjálparsveitarfólkið yfir rjúkandi kaffibollum og ræddi saman um árangur æfingarinnar. Hluti leitarmanna hlýðir á upplýsingar um „þyrluslysið“. Leitarmenn halda af stað. Aðstæður á „slysstað" voru mjög erfiðar. Hér er verið að huga að „sárurn" og kanna hversu alvarleg þau eru. „Sjúklingarnir" voru síðan fluttir í sjúkrabíl sveitarinnar á „sjúkrahús“.

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.