Fjarðarfréttir - 01.03.1985, Blaðsíða 40

Fjarðarfréttir - 01.03.1985, Blaðsíða 40
40 FJARÐARFRETTIR „Ég hef alltaf treyst almættinu" Rætt við Helgu vigfúsdóttur Það hlýtur að teljast nær eins- dæmi að fólk stundi vinnu þó komið sé vel yfir nírætt. Hildur Vigfúsdóttir er fædd árið 1892 og verður því 93 ára á þessu ári. Við heimsóttum Hildi að heimili hennar, Suðurgötu 55 hér í bæ. í för með okkur var Ester Magnúsdóttir sem hefur verið hald og traust Hildar og aðstoðar hana á ýmsan hátt. Okkur var vel tekið og boðið til stofu. Við hefjum síðan spjallið og látum Hildi hafa orðið: „Ég er fædd að Stað í Steingríms- firði en bjó í mörg ár ásamt eigin- manni mínum, ísak Sakaríassyni, að Klettakoti sem er skammt frá Drangsnesi. Við fluttum svo til Hafnarfjarðar 1955. Ekki var það nú vegna þess að ég vildi flytja suður og alltaf hef ég saknað minna fyrri heimkynna og dýranna sem ég átti þar. Við vorum með eina kú, nokkur hænsni og svo höfðum við hund, bráðskynsaman. Mér þótti ákaflega vænt um þau öll. Alltaf sápuþvoði ég kúnni mánðarlega enda var þetta afbragðs mjólkurkýr og fékk reyndar verðlaun frá Búnaðarfélaginu. Hænsnin voru svo hænd að mér að iðulega flugu þau upp á axlir mínar og kúrðu sig upp að mér. Ég sá mikið eftir hund- inum mínum og reyndi að fá hann til mín suður. Ég fékk loksins Ieyfi til þess að fá hann til mín en þá var búið að farga honum. Ég sá mikið eftir honum. Já, mér fannst sjálfsagt að hugsa vel um dýrin og það ættu allir að gera. Ég man það að þegar Ásgeir Ásgeirsson, sem þá var forseti sigldi fram hjá á leið sinni til Hólmavíkur þá stóð ég í fjöruborðinu og þvoði fjóshurðina. Þetta vakti víst nokkra athygli en mér fannst að aðbúnáður dýranna minna yrði að vera sem bestur. Nú, ég fer nær strax að vinna þegar ég kom suður og hóf störf við St. Jósefsspítala árið 1956, í þvotta- húsinu, og þar vinn ég enn. nánast ein í þvottahúsinu, en Eirík- ur heitinn Jóhannesson sá um að þvo þvottinn. Ég hengdi út á snúrur, steinkaði og straujaði þvottinn og braut síðan saman. Kjólar systranna voru oft erfiðir viðfangs. bænahald. Sátu þær þá oft úti á bekk og þuldu bænir. Ég hef því allan þennan tíma unnið á sama stað og líkað vel þó oft hafi verið erfitt, sérstaklega fyrstu árin. Miklar hafa breyting- arnar orðið og allt orðið mikið létt- ara en áður var og mín vinna minni en áður. Núna vinn ég aðeins frá klukkan 10 til 3 á daginn. Ég hef alltaf verið heilsuhraust, en nú hafa fæturnir gefið sig og heyrnin er farin að bila. Ég er orðin skelfing ónýt til gangs og ef hún Ester mín væri ekki alltaf boðin og búin að hjálpa mér þá ætti ég miklu erfiðara með allt. Jú, eitt og annað hefur nú komið fyrir á lífsleiðinni. Ég var ung þegar ég varð fyrir þungri raun. Þá missti ég fyrri manninn minn eftir aðeins 10 mánaða sambúð. Þá lá við að ég gæfist upp. En trúin var minn styrkur. Mig dreymdi draum. Mér fannst sem trúarskáldið mikla, Hallgrímur Pétursson sæti við rúm- ið mitt. Ég tók þetta þannig að ég gæti alltaf treyst almættinu og það hef ég gert ætíð siðaný Við stöldruðum við enn um stund hjá Hildi Vigfúsdóttur og margt fleira bar á góma. Greinilegt var þegar Hildur sýndi okkur myndir frá fyrri heimaslóðum að hugurinn hefur oft leitað þangað til dýranna hennar og alís sem henni var þar kærast. Þessi mynd er frá Steingrímsfirði norðanverðum. Bærinn nefndist Kletta- kot og er skasmmt frá Drangsnesi. Þar bjó Hildur í mörg ár. Vinnudagurinn var langur. Þá var oft unnið til 7 á kvöldin, en alltaf byrjað kl. 7 á morgnana. Ég var oft þreytt á kvöldin enda var ég Þá þurfti að pressa sérstaklega og steinka og seinlegt að ganga frá þeim. Ein systranna hjálpaði mér stundum, en þær voru oftast við Hildur hefur ávallt verið mikill dýravinur. Þessi kýr hennar fékk á sínum tíma verðlaun sem afburðagóð mjólkurkýr. „Hún Ester hefur alltaf verið boðin og búin að hjálpa mér“.

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.