Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 3

Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 3
FJARÐARFRÉTTIR 3 Magnús Jónsson: Hugleiðingar Nöfn í híbýlum Hafnfirðinga áður fyrr voru látlaus. Hóll, Klettur, Bali, o.s.frv. Það sem hvað ákveðnast bar Hóls-nafnið hérna i Firðinum, var Hverfisgata 13. Þar bjuggu um síðustu aldamót hjónin Guðmundur Einarsson og Vilborg Árnadóttir. Húsið sem þarna stendur er frá því um 1913 og þar býr, afkomandi áðurnefndra hjóna, Grétar og auðvitað „á Hól“. Ekki var nærri eins oft talað um Sigurð á Hólnum, nema þá þann landskunna garp og greiðamann Sigurð á Kolviðarhóli. En hér er átt við Sigurð Árnason beyki, sem kom sér um 1906 upp húsinu Linnetsstíg 6. Kona hans var Kristín Halls- dóttir. Þau voru barnlaus, en ólu upp pilt sem þau unnu mjög, og að vonum var harmurinn sár, er hann hlaut ungur hina votu gröf. Á eftir þessum hjónum bjuggu þarna önnur hjón með sömu nöfnum og loks hjónin Sófus Berthelsen og Sesselja Pétursdóttir. Eins og áður segir var ekki tekið oft svo til orða að fyrstnefndu hjónin væru „á Hólnum“, en þó kom það aðeins fyrir. Húsið var rifið um 1956 og varð þá bílfært upp að Fríkirkjukórn- um. Og þá er það Oddur, ekki á Hól, heldur alltaf í Hól. Hann var Pétursson, kom frá bænum Hól(i) í Garðahverfi, litlu eftir aldamótin og kom sér upp húsinu Austurgötu 24B. Dætur átti hann tvær, Margréti og svo Elínu, sem alltaf bjó í áðurnefndu húsi og var nefnd „Ella í Hól“. Húsið var rifið fyrir nokkrum árum. Margnefnt Hóls-heiti var nokkuð fast tengt húsinu Austur- götu 46. Það var byggt um 1902 og fáir muna þau hjón sem fyrst bjuggu þar, enda fluttust þau fljót- lega til Reykjavíkur. Fleiri muna eftir hjónunum Sigurjóni Jónssyni skipstjóra og Ingibjörgu Magnús- dóttur, sem þar bjuggu um skeið og ekki síður hjónunum Kristjáni Guðmundssyni og Laufeyju Sig- finnsdóttur. Húsið var flutt uppeftir, í nánd við Kaplakrika og var múrhúðað, en er nú ekki lengur til. Með- fylgjandi mynd af því er skýr, en svipmeira var það séð hinum megin frá. Vegna þess að til er mynd af Finnshúsi eða Finnshól, standandi á tunnum og trjábolum, látum við um HÓLANA hann fylgja hér með. Þetta er um 1963, þegar brottflutningur hússins stendur yfir. Á upphaflega staðn- um var það Reykjavíkurvegur 4 og þar bjuggu hjónin Finnur Gíslason og Sólveig Sveinsdóttir. Þau voru barnlaus, en ólu upp tvær stúlkur, Ragnhildi Egilsdóttur, sem giftist Birni Helgasyni skipstjóra, og Guðríði Guðmundsdóttur. Gíeðiíerj jóC' Farsœít nýár! Þökkum viðskiptín á árinu sem er að ííða. KÖKUBANKINIV HF. Miðvangi 41, sími 54040 - Hólshrauni 16, sími 54282 GCeðifeg jóf! Farsœft nýárl Þökkum viðskiptín á árinu sem er að líða. H F KAPLAHRAUN 20 222 HAFNARFJORÐUR P.O.BOX 61 ICELAND ® 354 1 54060 Óskum starfsfólki og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. HVALEYRI HF. Vesturgötu 11-13, sími 53366
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.