Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 46

Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 46
46 FJARÐARFRÉTTIR „Þetta vil Rætt við Þorgerði M. Gísladóttur ég læra" í leikritunum var það oftast Hulda sem leikstýrði en Þorgerður samdi og æfði dansana. Hulda Runólfsdóttir og Þorgerður M. Gísladóttir. hraunhóll, þar sem nú er Austur- gata 33. Það var yndislegt að leika sér þar. Mamma hafði alltaf hænsni, marglit og falleg. Öðru- hvoru lágu hænurnar á. Einu sinni þegar ég var á 8. ári, drapst einn unginn og auðvitað varð að jarða hann með viðhöfn. Við settum sinn, þar fékk ég líka fyrstu viður- kenninguna, medalíu fyrir sund og íþróttir, það var 1938. Þá var ég 13 ára. Haustið 1943, fer ég svo á íþróttaskólann á Laugarvatni, Björn Jakobsson stýrði skólanum. Þessi tími á Laugarvatni var mjög skemmtilegur. Þarna rættist minn Mikil vinna var lögð í æfingar og leiksvið. Þessi mynd var tekin á einni skemmtuninni í Bæjarbíói, á fyrsta starfsári Þorgerðar í Barnaskóla Hafnarfjarðar. hann í skókassa og bjuggum vel um. Síðan settum við kassann með yfirsöng ofan í gjótuna, gengum frá leiðinu eins og vera bar og skreytt- um það með sóleyjum og fíflum. En morguninn eftir þegar við vitjuðum grafarinnar, var búið að brjóta upp gröfina og kistan horf- in! Seinna komust við að því, að lík- ræningjarnir voru krakkar af Hverfisgötunni, sem líka vildu hafa jarðarför, en höfðu ekkert líkið! — Nú langar mig að vita, hvenær áhugi þinn fyrir íþróttum vaknaði. Þegar ég var tíu ára, fór ég með mömmu upp að Álafossi og þar sá ég sundkennslu. Ég varð svo heilluð að ég sagði: „Þetta vil ég læra“ Þetta varð til þess, að sumarið eftir fór ég á sundnámskeið á Álafossi. Klara Klængsdóttir kenndi. Seinna fór ég í skóla Sigurjóns á Álafossi. Þar var ég 2 sumur, mánuð hvort stóri draumur. Við vorum 10 í skól- anum, 8 piltar og 2 stúlkur. Við vorum tvö frá Hafnarfirði, Guðjón Sigurjónsson og ég. Við útskrifuð- umst síðan 1. júlí 1944. — Hvað tók svo við að loknu prófi? Ég kenndi um sumarið í Sund- laug Hafnarfjarðar, sem opnuð hafði verið í ágúst sumarið áður, og það skemmtilega var, að fyrstu nemendur mínir voru fullorðnar hafnfirskar konur, s.s. Sigríður Sæland, Sigríður Erlends á Kirkju- veginum, Guðbjörg Breiðfjörð og hún Jóna hans Jóns Bergsveins. Mér þótti svo skemmtilegt að finna áhugann hjá þessum fullorðnu konum. Ég dáðist að þeim. Nú og svo um haustið byrjaði ég síðan að kenna við Barnaskóla Hafnarfjarð- ar, (nú Lækjarskóli). Þorgerður M. Gísladóttir lét af störfum sem kennari í sumar eftir rúm- lega 40 ára kennslustarf. Þeir eru því orðnir margir nemendur hennar þessi ár. En starfsvettvangur hennar var ekki aðeins tengdur skólanum. Hún var stofnandi Bjarkanna og eini þjálfari þeirra um fjölda ára. Segja má að Þorgerður hafi gert það sama fyrir fimleika hér í bæ og Hallsteinn heitinn Hinriksson fyrir handknattleikinn. í þessu stutta viðtali er það samkennari Þorgerðar til fjölda ára, Hulda Runólfsdóttir, sem heldur á pennanum. — Þú ert borinn og barnfæddur Hafnfirðingur, Þorgerður? Nei, ég er fædd í Stykkishólmi 9. sept. 1925. Foreldrar mínir, Sigríð- ur Guðmundsdóttir og Gísli Gísla- son, voru ættuð að vestan og bjuggu í Stykkishólmi, þegar ég fæddist. Faðir minn var skipstjóri og átti skipið með öðrum, en varð gjaldþrota. Hann varð að láta allt af hendi og þegar þau flytja til Hafnarfjarðar rétt fyrir jólin 1925, með dæturnar sínar tvær, ég þá þriggja mánaða, á hann aðeins 25 kr. (í peningum). Eini gripurinn, sem mamma fékk að halda, var prjónavél, og kom hún sér vel síðar. Þau fengu vont veður suður, og svo illt var í sjóinn að skipið varð að liggja 3 daga á ytri höfninni áður en það gæti lagst að bryggju. Móðir mín hafði þá ekki lengur mjólk handa mér, og mér var gefin mjólk, sem til var í skipinu, en hún var þá orðin súr, og veiktist ég af henni. Mamma sagði mér að ég hefði síð- an verið mesti kramaraumingi þangað til ég varð tveggja ára. — Áttuð þið víst húsnæði í Hafn- arfirði? Nei, fyrst vorum við í kjallaran- um á Hverfisgötu 65, Schevings- húsi. Það hús er nú horfið, en stóð á horni Hverfisgötu og Tjarnar- brautar. En kjallarinn var lágur og saggafullur, því þegar hækkaði í læknum, urðu gólfin blaut. — Þá var það að Sveinn Auðunsson kom til pabba og mömmu og sagði „Vilj- ið þið bara ekki flytja á loftið til okkar?“ Og á loftinu í Sveinsbæ, nú Lækjargata 6, hjá Sveini og Vig- dísi konu hans vorum við síðan tvö næstu ár. Á loftinu í Sveinsbæ leið okkur vel þó húsrými væri kannski ekki mikið. Kom prjónavélin nú í góðar þarfir því mamma fór að prjóna smávegis fyrir fólk, og veitti ekki af, því fjárráð voru naum. — En einhver skuld hefur verið van- greidd, því einn daginn kemur yfir- valdið að taka lögtak. Ekki var um auðugan garð að gresja. Yfirvaldið sér prjónavélina, bendir á hana og segir við skrifarann: „Prjónavél, skrifið þér Arndal!1 En Stígur sonur Sveins og Vigdísar var vitundar- vottur og segir: „Ég kaupi vélina“. Og hann borgar hana á staðnum. En við mömmu sagði hann. „Þú borgar mér svo vélina, bara ein- hverntíma þegar þú getur.“ Það má því með sanni segja að hann Stígur hafi stutt mig fyrstu sporin, svo eiginlega hef ég löngum verið undir lögregluvernd, því hann Jón Olafur var lögreglumaður þegar ég giftist honum! Lögreglu- verndin hefur reynst mér vel! — Hvert fariö þið svo af loftinu í Sveinsbæ? Þá heppnast pabba og mömmu að festa kaup á Hagakoti, nú Aust- urgata 31. — Hagakot? Hvernig stendur á því nafni? Sá, sem byggði það hét Bjarni og var frá Hagakoti, en það var býli í Vífilsstaðalandi. Rústirnar hafa sést til þessa. Bjarni byggði húsið fyrir aldamót, og auðvitað flutti hann nafnið með sér. Pabbi byggði svo við húsið seinna. — Hefur umhverfið kringum Hagakot ekki breyst mikið, síðan þú fluttist þangað? Jú, geysilega. Þá var til dæmis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.