Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 30

Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 30
30 FJARÐARFRÉTTIR „Okkur líður Ijómandí vel hérna" Sambýli fatlaðra við Klettahraun sótt heim Sunnudagsmorgun einn í síðasta mánuði knúðum við Fjarðarfrétta- menn dyra að Klettahrauni 17, en þar var nýlega opnað sambýli fyrir fatlað fólk. Til dyranna kom fjall- hress ungur maður, sem bauð okkur undir eins að ganga til stofu. Þar voru fyrir, auk starfsfólksins, Friðbjörg Proppé og Arngrímur Erlendsson, en ungi maðurinn sem tók á móti okkur heitir Ómar Björnsson. Fleiri voru ekki heima við af íbúunum, reyndar ekki alveg Friðbjörg Proppé allir fluttir inn ennþá, og Friðbjörg var að tygja sig til kirkjuferðar með ættingjum sínum þegar okkur bar að garði. En þeir Ómar og Arn- grímur vildu gjarnan gefa sér tíma til að rabba við okkur og buðu til sætis í forláta sófasetti sem hafn- firskir Lionsmenn gáfu sambýlis- fólkinu. Við spyrjum fyrst hvernig þeim líði á þessu nýja heimili. „Okkur líður ljómandi vel og stelpurnar eru stórfínarþ segir Arngrímur og hlær lágt. Stelpurnar sem hann á við eru starfsstúlkur sambýlisins, en fjórar þeirra eru viðstaddar og taka þátt í spjallinu. Nú viljum við vita hvað þeir félagar hafa fyrir stafni, bæði innan heimilisins og utan, og aftur gefum við Arngrími orðið: „Ég vinn á vinnustofu Kópavogs- hælis frá 9-4 alla virka daga og tek strætó í vinnuna. Tvisvar i viku fer ég svo í fullorðinsfræðslu og nýlega dreif ég mig á matreiðslunámskeið. Hér heima hjálpumst við öll að við heimilisstörfin og stundum elda ég matinní* Það kemur fram hjá starfsstúlkunum að Arngrímur er áhugasamur kokkur og sem dæmi um það nefna þær sunnudagsmál- tíðina viku áður, en þá steikti hann lærissneiðar með öllu tilheyrandi. Þá vildu stúkurnar geta þess hve þeir Arngrímur og Ómar stóðu sig vel þegar þau tóku slátur fyrir heimilið á dögunum. Tómstundirnar fara þó ekki allar í heimilisstörfin. Ýmislegt er gert sér til dundurs heima fyrir, og stundum fara allir saman í bíó eða á böllin í Tónabæ, sem eru annan hvern laugardag. Sjónvarpið er líka vinsælt hjá þeim félögum. Þegar við vorum á ferðinni var ekki komið sjónvarp í sambýlið, en þeir Ómar og Addi eiga nána ættingja í ná- grenninu og fara til þeirra í heim- sókn, þegar eitthvað spennandi er á skjánum. Aðspurðir segjast þeir helst aldrei vilja missa af Dallas. Þeim finnast stelpurnar þar svo sætar, en J.R. er hundleiðinlegur. En nú vill Ómar leggja eitthvað til málanna: „Mér finnst líka ofsalega gaman að hjóla og ég er ekkert hræddur í umferðinni. Svo finnst mér ofsa- lega gaman í bingó og fór vikulega í bingó þegar ég var í Keflavíkí' Varðandi hjólreiðahæfni Ómars segja stúlkurnar okkur að strax á öðrum degi á heimilinu hafi hann hjólað til bróður síns sem býr vestur í bæ, og ekki átt í neinum vandræð- um með að rata. Áður en Ómar flutti til Hafnar- fjarðar nú í haust, bjó hann hjá fjölskyldu sinni í Keflavík, og um tíma dvaldi hann á Sólheimum í Grímsnesi. Þekkir hann þá Reyni, göngugarp? „Já, ég þekki hann Reyni. Það var gaman að sjá hann í sjónvarp- inu, þegar Ómar Ragnarsson talaði við hann. Ég þekki Ómar líka. Það er fínn karl, og svo heitir hann sama nafni og ég“ Ómar heimsækir fólkið sitt í Keflavík á sunnudögum, en þykir sjálfsagt að drífa sig heim á Kletta- hraunið þegar líður að kvöldi. Hann vill eiga svolitla stund með vinkonum sínum á næturvaktinni, áður en hann fer að sofa. Ómar vinnur, eins og Arngrímur, á vinnu- stofu Kópavogshælis, og ferðast með strætisvagni á milli. Það er ný reynsla fyrir hann, en hann var fljótur að venjast henni. „Það er gaman að fara í strætóþ segir Ómar. „Ég er líka alltaf til- búinn á réttum tíma“ Að þessum orðum sögðum lítur Ómar til Arn- gríms, félaga síns, og gefur greini- lega í skyn að hann sé ekki eins dug- legur að drífa sig upp á morgnana. Arngrími finnst þetta greinilega óþarfa athugasemd. Hann lítur á sig sem eins konar læriföður Ómars, hvað strætisvagnaferðir varðar. í nokkur ár hefur hann ferðast í vögnunum til vinnu, lengst af frá heimili foreldra sinna við Skúlaskeiðið. Síðastliðið ár féllu daglegar strætisvagnafe'rðir hans þó niður, því þá dvaldi hann á sam- býli í Kópavogi. Arngrímur dregur nú upp minnisbók, sem hann vill leyfa okkur að sjá. „Ég skrifa í hana afmælisdaga fólks sem ég þekki. Þá gleymi ég ekki að mæta í veislurnar. Það eru alltaf svo góðar tertur í afmælis- veislum“ Þeir Arngrímur og Ómar kunna vel til eldhússverkanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.