Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 35

Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 35
FJARÐARFRÉTTIR 35 Stundum var það jafnvel þannig að ég varð að kíkja í dagþlöðin til að athuga hvort ég væri með þátt á dagskrá þá vikuna. — Einhver eftirminnileg atvik í útvarpinu? Á Skúlagötunni voru þættirnir lengst af teknir upp fyrirfram og þá eru öll óvænt atvik óhugsandi. Það eftirminnilegasta í tengslum við fyrstu þættina mína er e.t.v. þegar 4 ára fjölskylduvinur kom ásamt foreldrum sínum í heimsókn á sama tíma og verið var að útvarpa „Hlöðuballi“. Þau höfðu kveikt á útvarpinu í bílnum og komu að mér þar sem ég var eitthvað að dútla fyrir utan húsið. Sá stutti gat alls ekki skilið hvernig ég gat staðið þarna á sama tíma og ég var að tala í útvarpið. í beinni útsetningu eru hins vegar alltaf að gerast óvænt atvik, oftast skemmtileg, en stundum leiðinleg. Það kemur fyrir að fólk mismælir sig og þá er oft spennandi að fylgj- ast með hvort því tekst að bjarga sér út úr því. Á Rás 2 skapast líka stundum vandamál vegna þess hve mikill skortur er á tæknimönnum. Þótt við séum með nákvæm hand- rit, gefst ekki alltaf tími til að fara nógu vel yfir þau með viðkomandi tæknimanni og þá verða stundum vandræði. Um daginn vorum við í miðri „Poppgátu“, þegar ég þurfti að standa upp og útskýra ákveðið atriði fyrir tæknimanninum. Á meðan var leikinn hálfrar mínútu lagbútur. Þegar ég settist aftur og átti að halda áfram þar sem frá var horfið, gat ég ómögulega áttað mig á þvi hvar í handritinu ég var stadd- ur. Þetta var óhenju pínleg aðstaða, en sem betur fer komst ég á sporið og slapp með skrekkinn. Þarna hefði allt getað riðlast. Glæddum jassinn nýju lífi. — Jassinn skipar ríkan sess íþín- um áhugamálum. Þú áttir m.a. þátt í stofnun Jassvakningar á sínum tíma. Hver voru dldrögin að stofn- un þess félagsskapar? Jassvakning var stofnuð hér í Hafnarfirði fyrir 10 árum af 38 mönnum sem vildu auka veg og virðingu þessarar tónlistar. Fyrir utan mig og Halldór Árna Sveins- son voru hinir flestir gamalreyndir jassáhugamenn. í hópnum voru a.m.k. 30 Hafn- firðingar og í upphafi átti þetta að verða Jassklúbbur Hafnarfjaðrar. Ég man að það urðu miklar um- ræður um nafnið og margar til- lögur komu fram. M.a. vildi Guð- mundur Steingrímsson, trommu- leikari, að félagið héti Jassáhuga- mannafélagið, skammstafað JAM en við atkvæðagreiðslu fékk Jass- vakning flest atkvæði og þar við sat. Það nafn þótti henta vel því aðaltilgangur félagsins var að vekja jassinn af áralöngum Þyrnirósar- svefni. Fyrsti formaður Jassvakn- ingar var Hermann Þórðarson, en ég lenti i stjórn og átti síðar eftir að vera formaður í 3 ár. Fyrst reyndum við að hafa jass- kvöld hér í Hafnarfirði, en það var svo slök mæting að við vorum komnir á fremsta hlunn með að gefast upp. Þá ákváðum við að prófa jasskvöld á Hótel Loftleið- um, og það þarf ekki að orðlengja það — að við stútfylltum kofann. I kjölfarið fylgdu svo föst mánaðar- leg og síðan vikuleg jasskvöld sem m.a. urðu til þess að við náðum til unga fólksins. Þá tóku veitinga- húsaeigendur að sýna jassinum áhuga og eftir það þurftum við ekki að örvænta. Síðan hefur starf Jassvakningar fyrst og fremst verið fólgið í því að fá hingað góða erlenda jassleikara. Varðandi það verkefni hefur verið starfrækt sérstök framkvæmda- stjórn og í henni hef ég setið lengi. Meðal þeirra sem komu inn í fram- kvæmdastjórnina var Vernharður Linnet, núverandi formaður, en hann hafði ekki starfað í Jassvakn- ingu áður. Nú störfum við Vern- harður oftast saman að heimsókn- um erlendra tónlistarmanna á þann hátt að hann sér um að koma þeim á framfæri opinberlega, en ég sé gjarnan um samningamálin og skipulegg ferðalögin. Öll þessi samskipti við erlenda jassleikara hafa veitt mér ómælda ánægju. Ég hef á þessum árum kynnst ótal framúrskarandi hljóðt færaleikurum og finnst þeir yfír- leitt vera mun skemmtilegri og manneskjulegri en poppararnir. Áður en við hættum að tala um Jassvakningu vil ég geta þess sem dæmi um áhrif þessa framtaks okkar á unga íslenska tónlistar- menn, að hljómsveitin Mezzoforte er beinlínis afleiðing þessarar vakn- ingar. Plötusafn að verðmœti 3.5 milijónir! — Snúum okkur þá að plötu- safninu þínu. Hve margar plötur áttu? Því get ég ekki svarað nákvæm- lega. Ég giska á að þær séu milli 5500 og 6000. Við veltum fyrir okkur hve lang- an tíma það taki að hlusta á þœr ali- ar og komumst að þeirri niðurstöðu að það yrðu hátt í 6000 klukku- stundir, eða um 250 sólarhringar!! Er þetta e.t.v. stærsta hljómplötu- safn á Islandi í einkaeign? Ég hef ekkert spáð í það. Þó veit ég af tveimur sem eiga fleiri plötur, en þar sem margar þeirra eru 78 snúninga er varla hægt að bera þetta saman. Mínar plötur eru lang- flestar svonefndar LP plötur (12 laga). — Hvenœrhófst svo hljómplötu- söfnunin? Ég byrjaði fyrir 21 ári. Þá fékk ég foreldra mína til að samþykkja, að fjölskylduvinur, sem var farmaður, keypti fyrir mig plötuspilara erlend- is. Þetta var síður en svo sjálfsagður hlutur árið 1964, en þar sem ég hafði sjálfur safnað mér fyrir þessu með blaðburði og því um líku, og þar sem að móðir mín studdi mig heilshugar, var leyfið veitt. Þannig eignaðist ég fyrsta plötuspilarann. Fyrsta platan sem ég eignaðist var „A hard days night“ með Bítl- unum. Ég á þessa plötu ennþá, gat- slitna. Eftir þetta hafði ég allar klær úti við að eignast plötur, og að sjálfsögðu voru plötur Bítlanna í mestu uppáhaldi. Síðan fékk ég áhuga á fleiri hljómsveitum, svo sem Family, Led Zeppelin, Cream, Yes, o.fl. — Fara ekki óhemju miklir pen- ingar í plötukaupin? Jú, svo sannarlega. Einhver sagði við mig um daginn að ég gæti verð- lagt safnið mitt á a.m.k. 3,5 milljón- ir. Þegar ég var í skóla fóru mestallir vasapeningarnir í plöturnar. Á vet- urna var ég svo oftast í reikningi hjá Huldu í Músík & Sport og borgaði þegar ég fór að vinna í fríum. Hulda var mér mjög hjálpleg og greiðvikin. Frank Zappa er minn maður! — Eru einhverjir tónlistarmenn sem þú tókst ástfóstur við í bernsku, enn í uppáhaldi hjá þér? Já, ég get nefnt nöfn eins og John Lennon, Bob Dylan, Mick Jagger og síðast en ekki síst Frank Zappa. Ég keypti fyrstu plötuna með Frank Zappa árið 1967, og þótti skrýtinn fyrir vikið, því þá hafði enginn gaman af þessum furðu- fugli. En ég hafði lesið viðtal við Zappa í ensku blaði, þar sem hann sagði m.a.: „Reynið ekki að hlusta á tónlistina mína fyrr en 19741“ Svona maður hlaut að vera snill- ingur, og ég ákvað að fylgjast með honum, aðallega fyrir þrjósku. Ég hef staðið við það, og á nú allar plötur sem hann hefur sent frá sér, sumar mjög fágætar. Frank Zappa var einn þeirra sem vöktu athygli fyrir fáránleg uppá- tæki, og svoleiðis menn voru aldeil- is að mínu skapi. Eitt sinn átti hann að koma fram á hljómleikum með súkkulaðihljómsveitinni Monkies. Þegar röðin kom að honum, gekk hann inn á sviðið og gerði sér lítið fyrir og meig á söngvarann, David Jones. Þetta var toppurinn! Frank Zappa var óumdeilanlega minn maður. Fleiri slíkir, eins og t.d. Keith Moon, trommuleikari Who, sem tók upp á mörgu í þessum dúr, voru einnig í uppáhaldi hjá mér á unglingsárunum. — Voru þessir kappar þá fyrir- myndir þínar? Ég held að flestir af minni kyn- slóð hafi reynt að líkjast þessum goðum, a.m.k. í útliti, með hár- og skeggsöfnun. Stundum voru líka einhver skrýtin uppátæki reynd, en þau voru aldrei annað en smámunir í samanburði við „afrek“ meistar- anna. En maður var hippi á þessum árum, og innan við tvítugt fór ég að búa einn í kofa vestur í hrauni. Þar bjó ég við frumstæðar aðstæður, m.a. kalt vatn og kamar, í 3-4 ár. Um þetta leyti kynntist ég konu minni, og við hófum búskap okkar þarna vestur frá, en fluttum fljót- lega inn í bæ. Þótt ég byggi þarna við erfið skil- yrði, leið mér vel í nábýli við óspillta náttúruna. Á þessum tíma var Norðurbærinn ekki risinn og því enn meiri einangrun frá þéttbýlinu en nú er. Heilu dagana gat ég rölt um í hrauninu eða legið óáreittur í lautum eða bollum, í skjóli fyrir vindum og afskiptum óviðkomandi aðila. Þetta svæði var hreinasta para- dís, en nú hefur mestur hluti þess verið eyðilagður af byggðinni, sem var látin ná alltof langt niður að sjónum. Þetta hraun áttum við að vernda, því hvergi í nágrenni Hafn- arfjarðar var hraunið jafn fallegt og á þessum slóðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.