Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 7

Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 7
FJARÐARFRÉTTIR 7 tjaldi. Fín ferð. Aldrei varð neitt slys þó við hjóluðum eins hratt og hægt var og vegirnir voru oft vondir. Stundum fórum við fram úr bílum og þá gerðum við stundum dálítið grín og sumir urðu fok- vondir. Nú er Lalli dáinn fyrir nokkrum árum. Hann var mikill vinur minn. Ég man líka eins og það hefði verið i dag þegar ég fór fyrir Stebba í Stebbabúð upp í Krísuvík. Þá var þar barnaheimili og frændi minn var þar og hann átti að fá pakka sem hafði orðið eftir í búðinni. Ég af stað eftir vinnu klukkan 7 um kvöldið. Allt í lagi uppeftir og Gummi fékk pakkann. Ég af stað aftur. Springur við Kleifarvatn og engar bætur til. Enginn bíll og komið myrkur. Ég labbaði af stað og oftast með hjólið á bakinu. Kom heim kl. 1 um nóttina. Þá var ég dálítið þreyttur. Ég byrjaði að vinna hjá bænum þegar ég hætti á Mölunum. Þá var Leifi verkstjóri, góður maður. Þor- leifur Guðmundsson. Það eru nú ekki margir sem eru enn þá frá því að ég byrjaði. Nokkrir samt. Ég var fyrst í hinu og þessu, grafa skurði og leggja gangstéttar og allt mögu- legt. Núna hef ég í mörg ár verið á Strandgötunni og í Norðurbænum og á Holtinu við að hreinsa og sópa göturnar. Það er alveg hroðalegt hvað sumir eru miklir sóðar. Teygja sig bara út um bílgluggann og hella úr öskubökkunum. Það þarf sko að ná í hnakkadrambið á þeim og hrista þá til. Svo eru brotnu flösk- urnar um allt eftir helgarnar. Ég skil ekki hvað krakkarnir og full- orðna fólkið er að hugsa sem hendir bara flöskunum frá sér og svo geta krakkar stórslasað sig. Það á að sekta fólk sem gerir svona. Ég er alltaf að segja lögreglunni að fylgjast með þessu. Ég fékk nýtt hjól um daginn. Það er örugglega honum Árna Gunnlaugssyni og Bergsveini verkstjóra að þakka. Ég nota það í vinnunni, því ég þarf að hendast um allan bæinn til þess að sópa ruslinu sem er hent á göturnar. Ég nennti ekki að vera alltaf á mínu hjóli svo að mér finnst rétt að bær- inn láti mig hafa hjól. Það er með gírum og alveg besta sort. Fyrir langa löngu fékk ég svona vélsóp. Það var fínt að vera á honum. Svo fór hann að bila og þeir nenntu ekki að gera við hann og núna er hann víst á öskuhaugunum. Það var tóm vitleysa að hafa hann ekki áfram. Það er sko nóg að gera að hreinsa ruslið og það þyrfti að hafa annan mann með mér. Ég er stundum hálfslappur eftir að ég var laminn í fyrra. Ég lagði höndina á öxlina á einum manni og hann sló mig svo með olnboganum að það sprakk í mér nýrað. Ég var fluttur inn á Borgarspítala og skorinn upp í hvelli. Það þurfti að taka úr mér nýrað og síðan er ég bara með eitt. Það munar nú um það. En ég finn alltaf til í skurðinum síðan og get ekki reynt eins mikið á mig. En það er þetta með ruslið. Ef ég væri bæjarstjóri einn dag þá myndi ég láta auglýsa vel að allir sem köstuðu rusli á götuna yrðu sektað- ir um mörg hundruð krónur. Úti í löndum er þetta alveg bannað og ef einhver hendir rusli er hann sektað- ur eða honum bara stungið í stein- inn. Svona ætti að gera hérna. Þetta er bara ekki hægt, svona vitleysa. Maður er orðinn dauðleiður á að vera alltaf að hreinsa það sama. Rétt búinn með smáa hluta af götunni og allt orðið eins aftur. Það þarf að taka myndir af þessum krökkum sem hjóla í blómabeðinu og grasinu og spæna allt upp og líka af krökkunum og fullorðna fólkinu sem hendir rusli. Og svo eru það helv. Iitlu pakkarnir utan um svalann og djúsið. Þá ætti nú að banna meðan verið er að kenna fólkinu hvað ruslakassar eru. Núna er ég alveg hættur að fara á skemmtanir eins og í gamla daga. Ég fer samt alltaf á árshátíð hjá áhaldahúsinu. Það eru fínar skemmtanir. Stundum lætur maður Bergsvein plata sig til þess að syngja nokkur lög fyrir fólkið. Mér finnst alltaf gaman að syngja. Ég nenni ekki lengur að fara í bíó. Við Lalli fórum oft í bíó. Við hjól- uðum inn í Reykjavík eða fórum í strætó og einu sinni fórum við þrisvar í bíó sama daginn. Annars hvílir maður sig bara þegar vinnan er búin. Ég geri við hjól fyrir nokkra krakka og svo fer maður alltaf einu sinni og stundum tvisvar á dag til pabba upp á spítala. Hann er búinn að vera þar nokkuð lengi. Svo fer alltaf tími í að hugsa um hjólið. Ég hef átt mörg hjól og það þarf að hugsa vel um hjólið ef það á að endast. Það er skömm að því þegar hjólum er hent bara af því að það er eitthvað smotterí að þeim. Sumir nenna heldur ekki að gera við og hjólin lenda í drasli og enda út á öskuhaugi. Það á ekki að skilja hjól eftir úti í hvernig veðri sem er. En ég er ánægður með lífið. Heilsan er nokkuð góð fyrir utan nýrað. Og þá er engin þörf að kvarta. Það þarf bara að muna að vera í góðu skapi og þá gengur allt vel“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.