Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 49

Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 49
FJARÐARFRÉTTIR 49 er oft um að ræða einhver mál sem varða ákveðna hópa. Ég verð að segja að áheyrendur eru undan- tekningarlaust mjög prúðir. Ég man varla eftir því að hafa þurft að vísa manni burt, nema þá vegna ölvunar, en slíkt er að sjálfsögðu algjörlega óheimilt og slíkir menn nær alltaf stöðvaðir við útidyr. Hér er heldur ekki heimilt að hafa með sér töskur eða annan farangur. Ég er ekki viss um að allir viti að þegar flaggað er við Alþingishúsið, þá standa yfir þingfundir. Eitt af því sem ég geri hér er einmitt að flagga. Oft er hér gífurlegur fjöldi frétta- og sjónvarpsmanna og þá er sannarlega hægt að segja að „hér sé þröng á þingi“. Hér kynnist maður mjög mörgum og alþingismenn eru ákaflega þægilegt fólk sem skemmtilegt er að umgangast. Ég sagði áðan að ég hefði gaman af snörpum orðasennum og ég held að mér finnist Sverrir Hermannsson einn sá skemmtilegasti að hlusta á af mörgum mjög góðum. Ég er bara ráðinn í 8 mánuði árs- ins, þ.e. meðan þing stendur yfir. Mér finnst best að hafa þetta þann- ig, því þá gefst mér góður tími til þess að sinna ýmsum hugðarefnum mínum öðrum. Hér ganga menn vaktir, meðan þingfundir standa yfir, en oft er hér verið á fundum langt fram eftir kvöldi og mörg dæmi eru um næturfundi ef mikið liggur við. Ég er sem sagt mjög ánægður með starfið og það andrúmsloft sem hér líkirí* Guðmundur Guðbergsson: „Ég er nú nánast nýliði hér innan dyra. Það eru fjórir mánuðir síðan ég hóf störf. Áður var ég lögregluþjónn í Reykjavík í mörg ár og þar áður vann ég sem smiður í Hafnarfirði, en þar hef ég alltaf verið búsettur. Það kann vel að vera að reynsla mín innan lögreglunnar hafi að ein- hverju leyti haft áhrif á ráðningu mína. Starf mitt hér er fyrst og fremst fólgið í gæslustörfum og svo ýmsum erindum sem til fellur. Mér finnst starfsandinn hér vera sér- staklega góður og þrátt fyrir sí- felldan eril þá verður maður ekki var við neina spennu eða taugatitr- ing hjá mönnum. Mér hefur verið tekið mjög vel af starfsfélögum mínum, en það má vel orða það svo að ég sé á skólabekk ennþá. Hér þarf að kunna skil á mörgu og leið- beina þeim gestum sem hingað leggja leið sína. Hér er gæsla allan sólarhringinn og ávallt dyravörður við báða innganga. Sem betur fer búum við ekki hér á íslandi við það óöryggi sem margar aðrar þjóðir búa við, þar sem ýmis hemdarverk eru nánast daglegt brauð. Við þurf- um samt að vera vel á verði og Al- þingi er æðsta stofnun þjóðarinnar. Ég hef enn ekki getað hlustað neitt að ráði á það sem fram fer í þing- sölum því það er nóg að gera við að setja sig inn í eitt og annað sem til- heyrir starfinu. En þó starfstíminn sé ekki langur þá finnst mér starfið ánægjulegt og eins og ég sagði fyrr, starfsandinn mjög góður" Þetta spjall fór fram þann dag sem sendiferðabílstjórar og vöru- bílstjórar mótmæltu hækkun þungaskatts og olíugjalds. Lífið virtist samt ganga sinn vanagang innan dyra. Við vorum drifnir í kaffi og áfram var haldið spjallinu þó ekki verði meira skráð. Þeir þremenningar lumuðu á ýmsum smellnum sögum, greinilegt að oft er slegið á létta strengi innan dyra þá málefnin séu alvarleg og þýð- ingarmikil. Og ekki bar á öðru en að sverðin hefðu verið slíðruð, því á næsta borði sátu tveir alþingismenn í bróðurlegum samræðum sem deildu hvað harðast þegar við fylgdumst með umræðum af áheyr- endapöllum. Og nú var ekki til setunnar boðið lengur. Þeir Stefán, Gunnlaugur og Guðmundur hurfu til sinna skyldu- starfa og við þökkum þeim nota- lega stund í húsakynnum Alþingis. VAXTAREIKNINGUR ávaxtar fé þitt áaióbæran hátt Útibú Hafnarfirði: Strandgötu 33, Sími: 53933
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.