Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 47

Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 47
FJARÐARFRÉTTIR 47 Þjóðdansar skipuðu ávallt veglegan sess á skemmtunum í Bæjarbíói. Þessi mynd er tekin 1950. Fremsla r«A t'rá vinstri: liulda SigurAardóttir, Nikólína Kinardóttir, (iuórún Kristófersdóttir. Önnur rört: Aurtur Hauks- dóttir, ída Nikulásdóttir, Klín Ösp Jónsdóttir, Mínerva Jónsdóttir, Hrafnhildur Þórrtardóttir. Þrirtja riirt: íris Sigvalda- dóttir, Hanna M. Kjeld, Þrogerrtur M. Gísladóttir, Jóhanna Þorbjörnsdóttir og Gurtrún Jónsdóttir. — Manstu ekki eftir einhverju spaugilegu frá þessum tímum? Jú, jú, sitthvað kom nú fyrir. Fyrsta veturinn kenndi ég Flens- borgarstelpunum í Kató og varð að hlaupa í frímínútum niður í Lækjarskóla. Hallsteinn kenndi strákunum næsta tíma á undan og stundum voru strákarnir að hrekkja stelpurnar. Einu sinni, þegar ég kom niður eftir, stóð strák- ur vörð fyrir utan húsið og kallaði: „Strákar, strákar, kellingin er að koma, passið ykkur,“ og strákarnir þutu úr húsinu. Ég var 19 ára! — Og þá hafa strákarnir hætt öll- um hrekkjum? Nei, nei, bara í þetta sinn. Eigin- lega hættu þeir ekki hrekkjunum fyrr en þeir fengu að horfa á. Einu sinni faldi einn strákurinn sig í kist- unni. En ég lét sem ekkert væri, og lét stelpurnar stökkva yfir kistuna með miklum hraða, hvað eftir annað. Auðvitað glumdi geysilega í kistunni, og það var ekki hátt risið á piltinum, sem skreiddist að lokum upp úr kistunni. — Hvernig var aðbúnaður nem- enda og kennara á þessum tíma? Gamla íþróttahúsið við Barna- skóla Hafnarfjarðar var nú ekki stórt. Búningsherbergin voru tvö, sitt á hvorri hæð. Neðra herbergið var um leið leiksvið fyrir barnaskól- ann. Kennararnir notuðu sama búningsherbergi og nemendurnir. íþróttakennarar urðu að vera hús- verðir, baðverðir og umsjónarmenn svo þú sérð, að breytingin er mikil. — Þú kenndir líka að dansa? Jú, jú, við æfðum oft dans, aðal- lega þjóðdansa, já og vefaradans. Þetta miðaðist við að krakkarnir sýndu dans á skólaskemmtununum á vorin, nú og svo var oft dansað í leikritunum sem þá voru sýnd. Fyrst voru þessar skemmtanir haldnar í leikfimihúsinu. Til þess var leiksviðið, en frá 1945 í Bæjar- bíói, alltaf um helgina í byrjun dymbilviku, á pálmasunnudag og laugardaginn fyrir páska. Þessar skemmtanir voru tilhlökkunarefni allra bæjarbúa, enda mikil vinna lögð í þær, jafnt af nemendum og kennurum. Þú manst nú eftir því? en i Helsingfors. Nú og svo hef ég verið á fjölda námskeiða erlendis og hér heima. Það er afar mikil- vægt, að fylgjast með öllum nýj- ungum í íþróttakennslu, eins og öllu kennslustarfi. Sem sagt, vera í fínu formi! (Og Þorgerður lilær). Þegar ég var 13 ára, þá gekk ég í FH og æfði fimleika og var svo í handknattleiknum alveg til tvítugs. Já og svo var ég seinna í Glímu- félaginu Ármanni. — Glímufélaginu? Já, ég æfði þar fimleika undir stjórn Jóns Þorsteinssonar og seinna Guðrúnar Nielsen. Við sýndum víða, innanlands og utan. — Segðu mér eitthvað frá Björk- unum hér í Hafnarfirði. Þú komst þar mikið við sögu. Já, haustið 1949 fóru nokkrar stúlkur að æfa fimleika og ég kenndi þeim. Við sýndum fyrst 17. júní 1950. Þegar við höfðum æft í tvo vetur, vildum við gefa hópnum nafn. Var leitað til ýmissa og feng- um við uppástungur um 11 nöfn. Skrifuðum við nöfnin niður og daginn eftir ætluðum við að halda fund og veljaeitt nafnið. Um kvöld- ið sat ég heima í Hagakoti og horfði á björkina sem mamma hafði gróð- ursett fyrir utan gluggann minn. En að láta félagið heita Björk? Varð mér að orði. „Því ekki þaðý sagði mamma. „þér hefur alltaf þótt svo vænt um hrísluna, enda fylgst með henni síðan hún var svolítill angi.“ Nú svo þegar á fundinn kom skrifaði ég „Björk“ neðst á blaðið og það nafn var valið. Og þá var ég ánægð! Ég tók svo við formennsk- unni, Hanna Kjeld var ritari og Hrafnhildur Þórðardóttir gjald- keri. — Hvað varstu lengi formaður? 27 ár, frá 1951 til 1978. — Er ekki eitthvað sérstakt, sem þú vilt minnast á, frá þínu mikla Bjarkarstarfi? Ja, tildæmis, hvað erfitt var að fá húsnæði til æfinga. En starfið með þeim var allt mjög ánægjulegt og mér kært. Það gleður mig mikið hvað þeim vegnar vel. Hugur minn er alltaf hjá þeim, þó ég sé hætt að starfa með þeim. Það gleður mig innilega að sjá hvað þessi litli bjarkarsproti er orðinn stórt og blómlegt tré. Megi „Bjarkar“-starf- ið blessast í nútíð og framtíð. — Já, ég veit þér verður að ósk þinni. Og hvað viltu segja að lokum? Ekkert, nema það að nú er ég farin að kenna fullorðnum konum á Hrafnistu sund. Mér finnst það skemmtilegt, að ég byrjaði mitt kennslustarf með því að kenna full- fullorðnum konum sund og nú er ég aftur byrjuð á sama hátt. Þetta starf hefur alltaf veitt mér mikla I ánægju. Ég vona að íþróttastarfið blessist og blómgist í framtíð og nútið. Og sá sami íþróttaandi sem okkur var innrættur á Laugarvatni fylgi því starfi í bráð og lengd. Dansarnir voru ómissandi þáttur í skemmtananna í Bæjarbíói. — Því trúi ég. íþróttir hafa víst alltaf átt hug þinn allan. Þú fórst til framhaldsnáms eftir að þú varst á Laugarvatni? Já, sumarið 1947 var ég á Snog- höj Gymnastik höjskole í Dan- mörku og haustið 1949 hjá Jalkan- — Já, hvort ég man. Þetta voru oft 4 skemmtanir, þessa tvo daga. Leiðinlegt að þessi siður skyldi leggjast niður. — Þú kenndir dans annars staðar en innan skólans, Þorgerður? Jú, jú, ég kenndi dans í stúkun- um, bæði Morgunstjörnunni og Danielsher. Ég kenndi t.d. hirð- dansinn franska, Lanche. Þar voru við dansnám Þorbjörn Klemensson og Ólafur Jónsson svo einhverjir séu nefndir. En stundum vissi nú nemandinn betur en kennarinn! — En íþróttakennslan? Kennd- irðu eingöngu í Hafnarfirði? Nei, ég kenndi 4 ár í Reykjavík við M.R. og Verzlunarskólann og tvö sumur úti á landi, á Bíldudal og Ólafsfirði. Það var geysilega skemmtilegt, sérstaklega á Bíldu- dal. Gagnfræðingar 1945. Fremst situr: Sigurveig Magntisdóttir. Onntir rört frá vinstri: Sigrírtur Gurtrún Magnúsdóttir oj> Arndís Þor- valdsdóttir. Þrirtja rört: Hrefna Kyjólfsdóltir, Asta Arnórsdóttir ojj Klsa Gurtjónsdóttir. Fjórrta rört: Gurtrún Árnadóttir, Torfhildur Steinj>rímsdóttir, Valgerrtur Krisljánsdóttir oj> lnj>a Dóra llúbertsdóttir. Fimmta rört: Sjöfn Maj>núsdóttir, Þorgerrtur M. Gísladóttir oj> Sólveig Gurtbjartsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.