Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 50

Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 50
50 FJARÐARFRÉTTIR Ásta Jónsdóttir — Ferðaþankar ilulissat — nýr vinabær staða. Siglingin tók tvo sólarhringa, auðvitað með viðdvöl á hverjum stað. Það var stórkostlegt að fá tækifæri til að heimsækja þessar afskekktu byggðir sem hver um sig er ekki fjölmennari en um 100 íbú- ar. Líf fólksins á þessum stöðum stendur og fellur með því hvernig veiðist. Lifnaðarhættirnir hafa lítið breyst í áratugi. Það hvarflar ósjálf- rátt að manni þegar heimsótt eru byggðarlög sem þessi, að úti í hin- um stóra heimi eru leikkonur og aðrir að kippa stoðum undan lífs- afkomu og hamingju þessa fólks með vanhugsuðum aðgerðum sín- um. í hverri byggð er kirkja sem oftast er einnig nýtt sem skóli og samkomuhús. Okkur var alls staðar tekið af hlýju og gestrisni og gefið það besta sem hvert þorp hefur upp á að bjóða. Fengum við m.a. að smakka hert heilagfiski, loðnu í ýmsum myndum og selkjöt sem allt bragðaðist með ágætum, þrátt fyrir ákveðna fordóma okkar. Á fyrsta þjóðhátíðardegi Grænlendinga þann 21. júní var vina- bæjartengslunum formlega komið á í sal bæjarstjórnar. Á myndinni eru bæjarfulltrúar, starfsmenn bæjarins og íslensku gestirnir. Ferðalangarnir á þjóðhátíðardaginn. Sjúkrahúsið í baksýn. Á liðnu sumri var forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra boðið til Græn- lands. Tilgangur ferðarinnar var að stofna til vinabæjarsambands milli llulissat og Hafnarfjarðar og að kynnast að eigin raun lifnaðarháttum í þessum nýja vinabæ okkar Hafnfirðinga. Ásta B. Jónsdóttir eiginkona bæjarstjóra slóst með í förina. Að beiðni blaðsins ritaði hún eftirfarandi grein um heimsóknina. STAÐSETNING Ilulissat eða Jakobshavn eins og bærinn er nefndur á dönsku, er við Diskóflóa og er með nyrstu byggð- um á vesturströnd Grænlands. Bærinn sjálfur er um 290 km fyrir norðan heimskautsbaug. Sveitar- félagið er víðáttumikið og er búið þar á fimm stöðum. Samtals búa þarna um 4500 manns, þar af rúml. 4000 í sjálfum bænum. Langt er á milli byggðanna í sveitarfélaginu og eru um 140 km frá syðstu byggðinni til hinnar nyrstu. Að íbúafjölda er Ilulissat þriðja stærsta sveitarfé- lagið á Grænlandi. SAMGÖNGUR Ekki er hægt að segja að sam- göngur séu greiðar á milli íslands og þessa næsta granna okkar í vestri. Við þurfum að fara fyrst til Kaupmannahafnar. Þaðan er flog- ið til Syðri-Straumfjarðar, sem er herstöð og millilandaflugvöllur Grænlendinga. Þaðan er klukku- stundar flug til Ilulissat. Á flugvell- inum tók bæjarstjórnin á móti okkur. Flugvöllur þessi var opnað- ur í september 1984 og markar tímamót í samgöngumálum Iluliss- at. Áður hafði einungis verið þar þyrluflugvöllur. SÉRSTÆÐ NÁTTÚRA Það sem mesta athygli vakti við komuna var stillt og fagurt veður, berangurslegt landslag og ísinn úti fyrir. Veðráttan á þessum slóðum er stöðug, snjór og frost að vetrinum, en sólríkir og lygnir sumarmánuðir. Gróðurinn minnti okkur á íslensk- an heiðagróður. Lyng og klappir eru mest áberandi en grastoppux sjást varla. Ilulissat stendur rétt við mynni ísafjarðar, en í botni fjarðar- ins eru mestu skriðjöklar Græn- lands og út fjörðinn reka stöðugt tignarlegar breiður af stórum borg- arísjökum, sem brakar og brestur í. ísinn setur því mikinn svip á um- hverfið, lokar hann höfninni allt upp í fjóra mánuði á veturna. ATVINNUMÁL íbúarnir hafa í gegnum aldirnar aðlagað sig þessum erfiðu skilyrð- um og lært að nýta sér það, sem land þeirra hefur upp á að bjóða. Vegna gróðurleysis er enginn land- búnaður stundaður, um 95% íbú- anna hafa atvinnu af veiðum og fiskvinnslu. Þá mánuði sem ekki er hægt að róa fara fiskimennirnir á hundasleðum út á fjörðinn og veiða heilagfiski gegnum vakir á ísnum. Til veiðanna nota þeir langa línu og liggja við þar til þeir hafa fyllt sleðana, en á þeim flytja þeir aflann heim. Með þessari veiði tekst að halda uppi atvinnu allt árið í frysti- húsum bæjarins, sem eru tvö. í bænum er mikill fjöldi smábáta og veiða þeir fyrst og fremst rækju, en einnig heilagfiski. FLEIRI HUNDAR EN ÍBÚAR Við rákum strax augun í aragrúa hunda í bænum, enda kom í ljós að þeir eru yfir 5000 og því fleiri en íbúarnir. Flestar fjölskyldur eiga hundaeiki og hundasleða. Þrátt fyrir aukna tækni og vélsleðaeign treysta Ilulissatbúar enn nær ein- göngu á hundasleðana til veiða og ferðalaga að vetri til. 21. JÚNÍ — MERKUR DAGUR Við vorum svo heppin að vera í Ilulissat þann 21. júní en þá var einmitt fyrsti þjóðhátíðardagur Grænlendinga og nýi fáninn þeirra var dreginn að hún í fyrsta sinn. Þann sama dag var vinabæjarsam- skiptum milli Ilulissat og Hafnar- fjarðar formlega komið á við at- höfn í Ráðhúsinu. Að athöfn lok- inni var boðið til miðdegisverðar í einu af þremur hótelum bæjarins. Borð svignuðu þar sem oftar undan herlegum veislumat, slíkum að ekkert gaf eftir mat á fínustu veit- ingahúsum annars staðar. Þeir reyndust m.a. meistarar í að útbúa góða fiskrétti. Það vakti undrun okkar hversu fjölbreytni var mikil í mat þarna norðurfrá og í verslun- um var talsvert vöruúrval. HEIMSÓKN í AFSKEKKTAR BYGGÐIR Samgöngur við útbyggðirnar fjórar, sem tilheyra Ilulissat, er á sumrin með bátum, en yfir vetrar- mánuðina þegar sjór er frosinn er treyst á hundasleðana. Þar sem við vorum þarna þegar sól er hæst á lofti var siglt með okkur til þessara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.