Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 22

Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 22
22 FJARÐARFRÉTTIR Minjasafn Pósts og sfma Söfn eru ekki mörg í Hafnarfirði. Fyrir utan Bæjarbókasafnið þá er hér byggðasafn, sem ekki hefur enn þá aðstöðu að almenningur geti skoðað það sem til er, verið er að koma á fót Sjóminjasafni, sem væntanlega verður opið allt árið og síðan er það Hafnarborg sem menn binda miklar vonir við sem menningarmiðstöð í náinni framtíð. Þar verður málverkaeign bæjar- ins til húsa og stöðugar sýningar í gangi. En þá er líka upptalið, þar sem hægt er að telja til sýningarsafna. Hér í Hafnarfirði er þó safn sem er einstætt að mörgu leyti og lítið hefur farið fyrir. Innan veggja gömlu símstöðvarinnar að Austurgötu 11 hefur verið unnið að Póst- og símaminjasafni nú í nokkur ár. Það er Magnús Eyjólfsson, fyrrverandi stöðvarstjóri Pósts og síma hér í Hafnarfirði, sem hefur haft umsjón með og er forstöðumaður þessa safns. Magnús varð stöðvarstjóri í Hafnarfirði árið 1961 og var það óslitið til ársins 1978. Síðan hefur hann unnið að skráningu og skipulagi þessa safns, sem spannar íslenska póst- og símasögu frá upphafi þeirrar þjónustu. Húsið að Austurgötu 11 var reist árið 1922. Áður hafði símstöðin verið að Reykjavíkurvegi 6. Flestir gamlir Hafnfirðingar hafa einhverntíma lagt leið sína í gömlu símstöðina við Austurgötu. Við vonum því að bæði þeir og aðrir hafi gaman af því að kynnast nýju hlutverki þess húss og það gerum við nú í fylgd Magnúsar Eyjólfssonar, sem hefur haft veg og vanda af uppbyggingu þessa safns. Við gefum Magnúsi orðið. ELSTU SKJOL FRA 1873 „Upphaf safnsins má rekja til reglugerðar sem Jón A. Skúlaon, póst- og símamálastjóri setti 31. desember 1979. Þar segir að varð- veita eigi sögulega- muni og minjar úr póst- og símasögunni. Frá þeim tíma má segja að stöðugt hafi verið unnið að því að koma á fót þessu safni. Mjög strangar reglur hafa löng- um verið um varðveislu skjala hér- lendis hjá opinberum stofnunum, en sjaldnast gert ráð fyrir hve pláss- frek slík geymsla getur orðið. Hér eru elstu skjöl og bréfasöfn frá ár- inu 1873 og skjöl og bréf skipta hér mörgum þúsundum. Mörg þeirra eru mjög merkar heimildir og hafa sögulegt gildi. Önnur aftur síður merkileg og hér hefur verið grisjað mjög og má sjálfsagt telja í tonnum því hingað berst gríðarmikið magn skjala og bréfa, og afrit margs konar. Við höfum látið breyta húsinu dálítið og lagað það að nýjum þörf- um en herbergjaskipun heldur sér að mestu. Húsið er að vísu lítið, en því hefur verið haldið vel við. Sýn- ingarkassar eru tilbúnir og búið er að merkja og skrá mikinn fjölda muna. Minnstur hluti safnsins er þó hingað kominn en er í geymslu þar til betur stendur á. Auk bréfa, skjala og ýmissa muna þá er ætlað að hér verði stimpla- og frímerkja- safn og einnig verður unnið að því að koma upp myndasafni úr póst- og símasögunni. Við reynum að ná til sem allra flestra aðila hvarvetna á landinu og ég vil nota þetta tæki- færi að hvetja þá sem eiga myndir eða muni sem snerta póst- og síma- söguna að þeir hafi samband við mig. Víða geta leynst þeir munir og þær myndir sem geta haft mikið sögulegt gildi. NÝI OG GAMLI TÍMINN Þó að þetta sé nefnt minjasafn, þá er ekki svo farið að hér séu ein- göngu gamlir munir. Hér er t.d. nýjasti hlutinn símastrengur sem gerður er úr glerþráðum og er flutn- ingsgeta slíks þráðar margfalt meiri en eldri gerða. Hafist var handa um lagningu slíkra strengja í nóvember 1985. Eins eru hér komnar elstu tölvurnar sem stofnunin tók í notkun en eru nú orðnar úreltar, þó aldur þeirra sé nú ekki hár. En hér er einnig margt muna sem komnir eru til ára sinna. Góð sam- vinna hefur verið við þjóðminja- vörð og höfum við fengið senda muni úr þjóðminjasafninu til varð- veislu. En það er greinilegt að hér verður ekki hægt að hafa annað en brot af þeim munum sem tilheyra eiga Póst- og símaminjasafni. Þróunin er mjög ör hjá stofnuninni og sífellt eru tæki að verða úrelt og önnur þróaðri taka við. Það þýðir að hér þarf stöðugt að vera að endurnýja í sýningarkössum og ætti því safnið að verða fjölbreytt- ara fyrir bragðið. Gamli og nýi tíminn. Ljósleiðarastrengur og símatæki sem komið er til ára sinna.____________________
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.