Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 23

Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 23
FJARÐARFRÉTTIR 23 TELEFÓNFÉLAGIÐ OG PÉTUR í FÓNINUM Nokkrir skemmtilegir hlutir eru hér sem tengjast símasögu Hafnar- fjarðar. Hér er t.d. klukka frá tím- um Telefónfélagsins sem var eins- konar fyrirrennari Póst og Síma. Það félag lagði síma á milli Hafnar- fjarðar og Reykjavíkur og hér í Hafnarfirði annaðist maður sem ávallt var nefndur Pétur í fóninum umsjón með símanum hér. Hann notaði sérstaka klukku til þess að mæla viðtalsbilin og sú klukka lenti hjá Jóel heitnum Ingvarssyni. Jóel gaf síðan Ingibjörgu Ögmundsdótt- ur klukkuna og hún síðan símasafn- inu og því er klukkan nú hér komin. Hér má einig finna nær allar símaskrár sem stofnunin hefur gefið út og einnig fjölmarga pésa og rit önnur sem út hafa komið á vegum Pósts og Síma. Hér er nokkurt safn korta sem tengjast póst og símasögunni og stimpla- safn stofnunarinnar er mikið að vöxtum og ætlunin að setja það hér. Hver hlutur segir sína sögu. Hér má t.d. finna gamlan lúður sem afi Adolfs Björnssonar, Egill póstur, blés í þegar hann kom á móts við þann stað sem Sjónarhóll stendur nú. Með þeim blæstri lét hann bæjarbúa vita að pósturinn var kominn í bæinn. SAFNIÐ OPNAÐ NÆSTA SUMAR Ég vona að við getum opnað safnið a.m.k. að hluta á næsta sumri. Hér á að vera hægt að skyggnast í merka sögu fyrri alda og einnig gætu tæknisinnað fólk svalað forvitni sinni að einhverju marki, því eins og fyrr sagði þá 1 oi ^rphodalíP®' £tftn>?Imtd; an9<iam£>f <1 3 n ( « ð tíl f« ( ubi 3Sl#nb. Tilskipun frá Kristjáni konungi um stofnun „ postvesens" hér á landi. blandast hér saman gamli og nýi tíminn. Safninu er bæði ætlað að varðveita það gamla og einnig að sýna það nýjasta á markaðnum og þannig að sýna samanburðinn. Okkur er að sjálfsögðu skorinn stakkur eftir húsnæðinu, en ég vona að þetta verði áhugavert safn. Ekki er farið að ræða ákveðið um á hvaða tímum safnið verður opið, en hingað getur skólafólk að sjálf- sögðu komið og þá eftir samkomu- lagi henti ekki hinn almenni opnun- artími. Ég er ánægður með það að þetta safn verði í Hafnarfirði. Það er vel staðsett fyrir höfuðborgarsvæðið og mér finnst vel við hæfi að bæjar- yfirvöld stuðli að því að hér rísi sem flest söfn á ýmsum sviðum. Hér er byggðasafn og sjóminjasafn og talað hefur verið um kvikmynda- safn. Ég vona að Póst- og síma- minjasafninu verði vel tekið af bæjarbúum og að þeir hafi ánægju af að kynnast því sem hér verður að sjá“ Ljósm. ASA Óskum Hafnfirðingum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. 5PARI5JÓÐUR HAFNARFJARÐAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.