Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 31

Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 31
FJARÐARFRÉTTIR 31 Ómar hlustar mikið á tónlist og í herberginu sínu á hann fín hljómflutningstæki. Hann heldur mest upp á Ladda, en Ómar Ragnarsson er líka í miklu uppáhaldi hjá lioinim. Við sjáum mörg nöfn í bókinni og spyrjum Arngrím hvort hann þekki marga Hafnfirðinga. „Já, ég þekki mjög marga, en ekki alla með nafni. Ég vann lengi við að hreinsa göturnar í bænum og þá kynntist ég svo mörgumí* Við könnumst við það. Fyrir nokkrum árum gátu allir sem leið áttu um Reykjavíkurveginn átt von á því að ungur maður sem þar var við vinnu sína, liti upp og veifaði brosandi til þeirra. Okkur er nú boðið að skoða húsið, þar sem hver íbúi hefur sitt sérherbergi. .Lengst verður að sjálf- sögðu viðdvölin í herbergjum Ómars og Arngríms, og þeir sýna okkur persónulega muni og hús- gögn sem þar er haganlega fyrir komið. Kaffiilmur berst nú um húsið og við þiggjum kaffibolla í eldhúsinu áður en við kveðjum. Á meðan við njótum þess, fræðir Sigríður Krist- jánsdóttir, okkur nánar um sam- býlið en hún veitir því forstöðu. „Þetta sambýli er hugsað fyrir fólk sem býr við andlega eða líkam- lega fötlun. Það er rekið af ríkinu, en 70% af fastri tekjutryggingu íbúanna rennur til heimilisins. Hér verða 7 manns í heimili þegar allir verða komnir, þar af 5 Hafnfirð- ingar. Af þeim verða þeir Ómar og Arngrímur einu karlmennirnir a.m.k. fyrst um sinn. Allt heimilis- fólkið stundar vinnu eða er í ein- hvers konar dagvistun. Þetta er svo- nefnt þjálfunarsambýli, þar sem fólk er þjálfað í því að hjálpa sér sem mest sjálft og í framtíðinni eiga þau að geta bjargað sér á léttari sambýlum. Hér er starfsfólk í 5 stöðugildum, þar af tvennt á nætur- vakt“ Þegar við sýnum á okkur farar- snið fylgja íbúar og starfsfólk okkur út á hlað. Við lítum yfir lóð- ina og til bílskúrsins. Hvaða mögu- leika gefa þessir hlutir starfsfúsum höndum? Sigríður svarar: „Það verður gaman í vor og sumar að vinna í lóðinni, auk þess hve slík störf eru heilsusamleg og þroskandi. Bílskúrinn langar okkur að nýta til einhverra minniháttar föndurstarfa og e.t.v. líkamsþjálf- unar. í heildina finnst mér þetta sam- býli vel staðsett. Hér er rólegt og lítil umferð, og nágrannarnir hafa tekið okkur mjög vel. í fyrstunni held ég að einhverrar tortryggni hafi gætt í okkar garð, en eftir að við buðum nágrönnum okkar í kaffi og kynnt- um þeim sambýlisformið, var allt slíkt úr sögunni. Við formlega opnun sambýlisins fylltist hér allt af blómum frá þessu ágæta fólki“ Nú kveðjum við alla með handa- bandi og höldum af stað, léttari á sálinni en áður en við knúðum dyra, klukkutíma áður. Starfstúlkurnar: Hrönn Harðardóttir, Guðríður Hjaltadóttir, Sigríður Kristjánsdóttir og Katrín Sveinsdóttir. AS- húsgögn SIML50564 * HELLUHRAUNI 10 ~ * HAFNARFIRO ffl Við óskwn Hajnjlrðingum gíeðUegra joía, árs og jriðar. Þökkum viðsfápún á íiðnn áril Verið veKotnin á nýja árinu! Við tnunum áfram kCœða fiúsgögnin. ÁS — HÚSGÖGN Helluhrauni 10 i j KFNWOOP^ inn" er allt annaö meira en venjuleg hrærivél Kynniö ykkur kosti hennar og notkunar möguleika
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.