Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 42

Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 42
42 FJARÐARFRÉTTIR Stefán Júlíusson: Taktar og tilsvör Eins og frá var sagt í jólablaði Fjarðarfrétta fyrir tveimur árum hefur Stefán Júlíusson haft þann sið í meira en hálfan annan áratug að senda vinum sínum og kunn- ingjum smábækling sem hann hefur tekið saman fyrir jólin. Þetta eru ýmist ferðasöguþættir, smásögur eða frá- sagnir af mönnum og atburðum. Þátturinn sem hér birtist, TAKTAR OG TILSVÖR, er jólakort Stefáns árið 1976. Hefur hann góðfúslega leyft Fjarðarfréttum að birta þátt- inn og aukið við hann nokkrum frásögnum, en sleppt öðrum. Ýmsir halda því fram að með auknum samskiptum og lifnaðarhátt- um í þéttbýli hverfi sérkenni manna í háttum, andsvörum og atferli. Þótt ekki sé þetta víst leikur ekki á tveim tungum að meira bar á skrýtn- um náungum og kyndugum kerlingum hér áður fyrr. Vera má að hinir kynlegu kvistir hafi verið meira áberandi áður en byggð þéttist og bæir stækkuðu. Svo mikið er víst að meira lifir af sögum um sérkennilega persónuleika og eftirminnileg tilsvör manna sem uppi voru áður á tíð. Nú skera fáir sig úr um málfar og framgangsmáta, flestir reyna að feta í annarra fótspor og hirða lítt um að vera sjálfum sér líkir. Mér er í minni Guðjón á Langeyri sem engum var líkur í talsmáta. Hann hnykkti geysilega á lokaorðum setninga og ávarpaði menn alltaf með „Kjú, lapp“ í upphafi eða enda setningar. Ýtti hann þá oft þéttings- fast með hnefanum í síðu viðmælanda síns. Því er sú saga um hann sögð að eitt sinn gengu þeir vestur Strandgötu saman, Páll Einarsson bæjarfógeti í Hafnarfirði og hann, en þá rann Lækurinn meðfram götunni á parti. Sýslumaður imprar á því við Guðjón að sumir segi að hann telji ekki fram alla fjáreign sína. Hefur sýslumaður vafalaust haft gaman af töktum Guðjóns og málkækjum og viljað heyra hvernig hann brygðist við. Guðjón bregst hart og títt við þessum áburði sýslumanns og gellur við: „O, nú held ég þú ljúgir, lapp“ —Um leið rak hann hnefann í síðu sýslumanns svo hann hrökklaðist út í læk. Jónas í hvalnum Einn eftirminnilegasti vinnufélagi minn í Akurgerði þegar ég var milli fermingar og tvítugs var norðlenskur karl sem Jónas hét og ævinlega var kallaður Jónas í hvalnum. Aldrei vissi ég hvernig hann fékk þetta viðurnefni en vafalaust hefur það verið vegna nafna hans í biblíunni. Jónas var meinleysiskarl, seinlátur og hægfara og enginn afkastamaður við störf enda mun hann ekki alltaf hafa gengið heill til skógar. Hann hafði eitt fram yfir flesta aðra á eyrinni, hann var talsvert hagmæltur og lét það ljós sitt ekki undir mæliker, sérstaklega ef eftir var innt. Ég hafði þá þegar gaman af vísum og lét hann því stundum leysa frá skjóð- unni. Frægasta vísa Jónasar var um þá Jón og Gísla sem voru miklir verktakar og verkstjórar í Hafnarfirði á þriðja og fjórða áratugnum. I fastaliði þeirra voru einungis dugnaðarþjarkar og kraftakarlar enda urðu þeir sumir illa slitnir þegar líða tók á ævi. Stundum tóku þeir Jón og Gísli menn í vinnu þótt ekki væru þeir neinir sérstakir afkastamenn. Einn þeirra var Jónas í hvalnum. Mun Gísli hafa haft gaman af kveðskap hans og því tekið hann oftar í vinnu en efni stóðu kannski til. Vísan um þá Jon og Gísla og menn þeirra er vafalaust þannig til komin að Gísli hefur verið að mana hann að yrkja. Vísan er svona: Þrœlar púla þrælum hjá. Þrœlar um það hvísla að þrælum öllum þekkist frá þrælar Jóns og Gísla. Jónas fylgdi Framsóknarflokknum að málum og var aðdáandi nafna síns frá Hriflu. Eftir að hann kom til Hafnarfjarðar mun hann þó hafa kosið með Alþýðuflokknum eins og margir framsóknrmenn gerðu meðan flokkurinn bauð ekki fram í bænum. Árið 1937 voru einhverjar hörðustu alþingiskosningar í bænum meðan hann var sérstakt kjör- dæmi. Þá fór Bjarni Snæbjörnsson læknir fram í þriðja sinn fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og bar sigurorð af Emil Jónssyni þingmanni bæjarins. Sjálfstæðismenn voru að vonum býsna ánægðir með árangurinn en hinum arminum þótti súrt í broti að tapa. Jónas var þar í flokki. Nokkrum dögum eftir kosningar kemur Jónas í Einarsbúð en þar var Árni Mathiesen kaupmaðurinn. Hann var mikil kosningakempa sjálf- stæðismanna og var því að vonum býsna kátur yfir úrslitunum. Fer hann að minnast á þetta við Jónas, er málhress og drjúgur yfir sigrinum og mun hafa sagt sem svo að þetta væri nú efni í eina stöku. Jónas þegir við lengi vel en um leið og hann fer út varpar hann fram þessari vísu. Bjarna kusu margir menn — meðal þeirra Árni skrattinn hirðir sína senn og svíður þá með járni. Hann var „að poka“ Eitt sinn var ég á gangi á götu í Hafnarfirði með kunningja mínum. Mættum við þá manni sem kalla má Grím. Hann gengur hratt og heldur á snyrtilega samanbrotnum strigapoka undir hendinni. Nú, segir félagi minn, hann er þá í þessum hugleiðingum núna, gamli maðurinn. Ég gat ekki séð neitt sérkennilegt við Grím og spurði hvað hann ætti við. Grímur er túramaður þótt hann fari vel með það og oft líði langt á milli túra, svaraði félagi minn. En þegar hann fer að hugsa til að fá sér í gogginn labbar hann um með strigapoka undir hendinni. Stundum getur liðið töluverður tími áður en hann fær sér eitthvað í pokann, það er eins konar tilhugalíf hjá honum. Aldrei fékk ég vitneskju um hvar eða hvenær Grímur hafði tileinkað sér þessa pokavenju en upp frá þessu fannst mér tilvalið að kalla þetta athæfi hans og það sem á eftir fór að poka. Þórður Vestfirðingur og Sigurgeir Gísla Þórður hét maður sem lengi bjó í litlu húsi við Merkurgötu. Húsið var raunar stór skúr allur klæddur svörtum tjörupappa að utan. Var hann næsta hús ofan við hús Sigurgeirs Gíslasonar verkstjóra, sömu megin við götuna. Þórður var Vestfirðingur og hélt ýktum vestfirskum framburði og orðatiltækjum þótt hann byggi Iengi í Hafnarfirði. Hann var lítill vexti, snaggaralegur í hreyfingum og snerist oft á hæli í miðju samtali og skundaði burt. Sagt er að eitt sinn hafi Þórður komið niður á bryggju þar sem Guðmundur sonur hans stóð í hópi verkamanna, sennilega að snapa eftir vinnu. Þórður strunsar fram hjá hópnum, snýst á hæli og segir við son sinn: Fardu nú heim að rída, Gvendur. Vert 'ekki hanga þetta í heilu lagi. Munu þeir feðgar hafa verið að ríða net fyrir vertíðina og karl viljað að sonurinn héldi áfram. Þeir voru nágrannar Sigurgeir Gíslason verkstjóri og Þórður og mun Sigurgeir oft hafa haft gaman af tilsvörum Þórðar og töktum. Hefur þá vafalaust hvor étið sitt. Þegar verið var að leggja Hverfisgötuna í Hafnarfirði kom Þórður einn daginn til Sigurgeirs þar sem hann var við verkstjórn. Þetta var allvestarlega í götunni. Þórður segir við Sigurgeir: Heyrdu mig, Sigurgeir, nú skal ég sýna þér nokkuð merkilegt. Komdu nú með mér. Síðan strunsaði karl á stað eftir ruðningnum undir götuna. Sigurgeir var jafnan til með að fá vitneskju um eitt og annað og því rölti hann á stað á eftir karli. Ganga þeir þannig drjúga stund, Þórður á undan og Sigurgeir á eftir. Sigurgeir er öðru hvoru að spyrja karl hvað í vændum sé en hann þegir eins og steinn. Þegar þeir eru komnir suður undir Læk snarstansar Þórður, lítur kankvís á Sigurgeir, bendir niður fyrir fætur sér og segir snöggt: Hérna stóð ég þegar Katla gaus og þarna stóð strákur. Síðan strunsaði hann burt og glotti og lét Sigurgeir eftir með undrið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.