Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 32

Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 32
32 FJARÐARFRÉTTIR „Ég reyni að hjálpa mönnum að finna það góða í sjálfum sér" Haraldur Magnússon ræöir um hæfileika sína til að hjálpa sjúkum og sjá fyrir óorðna atburði. Haraldur Magnússon, múrari, er eflaust þekktastur meðal bæjarbúa fyrir uppbyggingu frjálsra íþrótta í Hafnarfirði. A því sviði hefur hann unnið þrekvirki sem lengi verður minnst innan íþróttahreyfingar- innar. En Haraldi er margt fleira til lista lagt. Þótt hann sé sjálfmennt- aður á því sviði, hefur hann náð ótrúlegum árangri sem sjúkra- nuddari, og segist reyndar ekki síður lækna andlega kvilla en líkamlega. Til þeirra hluta telur hann sig búa yfir krafti sem fæstum öðrum er gefinn, og með tilstilli þeirra afla hefur honum einnig tekist að sjá fyrir óorðna atburði og stundum getað afstýrt slysum. Um þetta forvitnuðumst við Fjarðar- fréttamenn í viðtali sem við áttum við Harald nýverið. Eru það fyrst og fremst íþrótta- menn sem leita til þín í meðferð vegna meiðsla? Það koma oft til mín íþrótta- menn, enda er ég þekktastur innan þeirra raða, vegna þátttöku minnar í íþróttahreyfingunni. Til mín hafa leitað margir knattspyrnumenn. Ég get nefnt vin minn Janus Guðlaugs- son, Ómar Torfason og sjálfan meistarann Ásgeir Sigurvinsson sem leitaði til mín þegar hann átti hvað erfiðast uppdráttar hjá Bayern Múnchen. Hann var mjög miður sín um þetta leyti, og ég tel mig hafa veitt honum sálræna hjálp ekki síður en líkamlega. Hann þurfti að auka viljastyrkinn og eyða tor- tryggni sem virkilega var fyrir hendi í herbúðum Bæjaranna. Það er staðreynd að sterkur íþróttamaður getur orðið óvígur ef hugur og hönd eru ekki samstíga, og þannig var ástatt með Ásgeir. Nýlegt dæmi um íþróttamann sem kom til mín í meðferð er Pálmar Sigurðsson, körfuknatt- leiksmaður. Hann kom hingað á tveimur hækjum eftir slæm meiðsli, en hélt á þeim í hendinni þegar hann fór. I hverju er meðferðin fólgin? Yfirleitt er um að ræða nudd- meðferð, en jafnframt einbeiti ég mér að því að komast í andlegt sam- band við sjúklinginn. Þá geri ég mér oft grein fyrir hlutum sem leynast í hugsskoti hans, án þess að hann finni það sjálfur. Ég reyni þá að eyða þeirri fyrirstöðu sem veldur vanlíðaninni, hvort sem hún er andleg eða likamleg. Oft er ég i svo sterku sambandi við viðkomandi að áhrifin eru lengi að hverfa á eftir. Sem dæmi get ég nefnt að eitt sinn komu til mín hjón, sem ég tók til meðferðar. Þegar ég hafði lokið við að nudda manninn og ræða við hann á meðan eins og mér er tamt, tók ég strax til við konuna. Eftir skamma stund segir hún: „Það sem þú ert að segja á ekki við mig, heldur manninn minn“ Þá áttaði ég mig á því að áhrifin frá honum sátu enn í mér. Nú eru það ekki einungis íþrótta- menn sem leita til þín. Geturðu nefnt dæmi um aðra? Já, því er ekki að neita að oft kemur til mín fólk með ýmiss konar kvilla og ég reyni að hjálpa því. Hins vegar hef ég reynt að halda fjölda þeirra í lágmarki. Ég er ólærður í þessu fagi og er því stund- um litinn hornauga af fagmönnum. Sem iðnaðarmaður þekki ég vel hve það er óvinsælt þegar menn eru að vinna störf sem þeir hafa ekki rétt- indi til. En ég get sagt ykkur frá Stefáni Skaptasyni háls- nef- og eyrna- lækni. Hann kom til mín fyrir 3 eða 4 árum, afskaplega illa farinn af bakveiki. Hann sagðist vera búinn að gefa læknum tækifæri til að fást við sig í 10 ár, án árangurs, og nú væri röðin komin að mér. Þegar hann kom til mín var hann nánast tvöfaldur og þurfti næstum að skríða upp tröppurnar að húsinu. Ég tók hann í svæðameðferð og ræddi við hann. Þegar hann fór var hann hressari og bað um að fá að koma aftur. Hann gerði það og eftir þá heimsókn hljóp hann út frá mér. Daginn eftir stóð hann í 8 tíma í vandasamri skurðaðgerð, sem að hluta til var gerð gegnum smásjá. Skömmu síðar skrifaði hann mér frá Ródos. Hann hafði átt inni veik- indaorlof og nú notaði hann það á suðrænni sólarströnd, í stað þess að leggjast inn á spítala. Ég veit ekki betur en að Stefán sé stálhress enn. Ég gæti nefnt fjölmörg fleiri dæmi um ótrúlega góðan árangur, en í flestum tilfellum vill fólk ekki gera það opinbert svo að ég læt þetta dæmi nægja. Þú talar um að þú lœknir ekki síður sálrœna kvilla en líkamlega. Geturðu skýrt það nánar? Þegar ég fæ fólk til meðferðar reyni ég ætíð að komast inn á sömu bylgjulengd og það er á. Þetta minnir á útvarpstæki þar sem maður leitar þangað til maður finnur réttu stöðina. Þegar það hefur tekist get ég yfirleitt hjálpað, því þá finn ég hver vandamálin eru og get oftast fundið rétt svör. Þannig eru huglægir sjúkdómar oft auðveldari viðfangs en líkamlegir. Því má líka bæta við að með þessu reyni ég líka að þroska með fólki viljastyrkinn, trúna á að því geti batnað. Þegar ég næ góðu sam- bandi við fólk, finn ég oftast hvort árangur næst. Af og til finn ég knýjandi þörf á að fá útrás fyrir þennan kraft, og eftir velheppnaða meðferð líður mér betur. Samt reyni ég að halda aftur af mér, en ef fólk sækir að mér verð ég varnarlaus og verð að hlýða. Stundum sérðu fyrir óorðna hluti, er ekki svo? Jú, það kemur oft fyrir, t.d. eru það yfirvofandi slys sem birtast mér eins og leiftur, annað hvort í svefni eða vöku. Eitt sinn var ég að rabba við vin minn sem var í heimsókn þegar slíkum fyrirboða laust skyndilega niður í mér. Ég gerði mér ljóst að hann ætti eftir að lenda í lífshættu- legu slysi. Vitanlega brá mér stór- lega, en ég segi honum samt strax hvers kyns er. Ég segi honum líka að hann geti bjargað sér með þvi að vera viðbúinn og að hin svonefnda júdó-bylta myndi koma honum að gagni. Það þarf ekki að orðlengja það. Ég kenndi honum byltuna og við æfðum hana rækilega hér á stofugólfinu. Hann hélt svo áfram að æfa hana við ýmsar aðstæður og náði mjög góðum tökum á henni. Mörgum mánuðum seinna er þessi vinur minn í sumarfríi á sólar- strönd. Þar tekur hann á leigu tor- færumótorhjól sem hann leikur sér á við tiltölulega saklausar aðstæð- ur. En eitt sinn er hann að reyna hjólið í háum tröppum, og missir þá gjörsamlega stjórn á því, hendist niður aftur og veit ekki af fyrr en hann sér að hann stefnir á fullri ferð á háan blindvegg. Þá man hann eftir judóbyltunni, kastar sér af hjólinu á seinustu stundu, og þótt hann yrði að láta sig falla öfugu megin tókst hin þrautæfða júdó- bylta svo vel að hann slapp með smáskrámur, öllum viðstöddum til mikillar furðu. Ég get bætt því við til gaman að þessi sami vinur minn fór síðar á fund stjörnuspámanns, sem kvaðst undrandi að hitta hann. Hann hefði átt að vera látinn af slysförum. Þessi spekingur sá að hann hafði ekki verið þarna einn að verki og sagðist geta tekið ofan fyrir þeim manni sem hefði hjálpað honum. Eitt sinn sá ég leifturmynd í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.