Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 8

Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 8
8 FJARÐARFRÉTTIR Matthías Á. Mathiesen — Stutt endurminning „Niður bryggjuna gekk hægt en öruggt sjálfur lögregluþjónninn " Sjórinn hafði mikið aðdráttarafl. Við vorum ekki háir í lofti, þegar við lögðum leið okkar niður í fjöru. Við vorum tengdir sjónum og því sem þaðan kom. Þannig hafði það verið með þá sem við Fjörðinn höfðu búið allt frá landnámi íslands. Sumir áttu föður sinn á sjónum og þannig var því varið með „Dússa“ vin minn Svavar Bene- diktsson. Benedikt Ögmundsson faðir hans var skipstjóri í togaran- um Maí, afburðasjómaður og mikill fiskimaður. í fjörunni fyrir neðan Böðvars- húsin, húsin sem Pétur Thorsteins- son hafði látið byggja, var afar góð aðstaða. Stundum fórum við sunnar og þá út á klettana út af Vesturhamrinum og renndum færi. Það var lítinn afla að fá, einstaka smáufsa. Þess vegna litum við hýru auga vestur eftir og auðvitað var miklu betri aðstaða til veiða á Einarsbryggjun- um, sem voru fyrir framan verslunarhúsið þar sem það stendur nú. Faðir minn, Árni Mathiesen, sem þar var verslunarstjóri, hafði sagt mér að þangað mættum við ekki fara. Það væri hættulegt því við gætum dottið þar í sjóinn og drukknað. Auðvitað var þetta rétt hjá honum og sagt af umhyggju fyrir okkur, en við vorum nú orðnir 6 og 7 ára og því engin smábörn lengur. Löngu hættir með pela og snuð. Við Dússi ákváðum því að gera tilraun og niður á bryggju komumst við án þess að til okkar sæist. Það versta var að fleiri komu á eftir. Við hófum veiðar og aflinn var góður. Sandkoli, þyrsklingur og af og til marhnútur. Ákafinn var svo mikill að við urðum ekki varir við að þeir, sem til okkar höfðu komið, voru horfnir og við orðnir einir á bryggjunni. Skyndilega gerðum við okkur grein fyrir hvarfi þeirra. Niður bryggjuna gekk hægt en öruggt sjálfur lögregluþjónninn, Stígur Sæland. Einhvern veginn var það nú svo, að við vildum helst ekki verða á vegi hans, allra síst niður á bryggju þar sem við máttum ekki vera. Hvað var nú til varnar, um- kringdir hafinu á þrjá vegu og sjálft yfirvaldið sótti að okkur eins og eftir einstigi. Vinur minn Dússi brotnaði gjörsamlega og fór að gráta og ákallaði móður sína, þá elskulegu og góðu konu Guðrúnu Eiríksdóttur. Hún heyrði bara ekki til hans, hún var heima hjá sér. Ég sem var eldri og ef til vill sá sem hugmyndina átti að ferðalaginu, stóð sperrtur þegar Stígur kom að Matthías Á. Mathiesen. okkur og tilkynnti honum að afi minn, Einar Þorgilsson, hefði byggt þessa bryggju og við mættum vel vera þarna. Slíkar móttökur voru ekki teknar til greina. Stígur þreif í afturendann á okkur Dússa sitt hvorri hendi og hélt okkur út fyrir bryggjuna stutta stund, rétt til að láta okkur sjá vel til botns. Ég sá þó nokkuð af fiskum en vinur minn Dússi sá ekki neitt fyrir táraflóði. Þegar Stígur sleppti okkur hlupum við sem fætur toguðu upp bryggj- una. Dússi beina leið heim til sín en ég faldi mig inn í salthúsi sem þar var nálægt. Þegar ég svo sá Stíg lögregluþjón ganga vestur í bæ, læddist ég út. Þá sá ég og skyldi hvað gerst hafði. Faðir minn stóð á tröppum verslunarinnar ásamt verkstjóranum Þorbirni Eyjólfs- syni og báðir skellihlæjandi. Mér varð þá ljóst hver stóð á bak við komu Stígs lögregluþjóns niður á bryggju. Ekki skal ég fullyrða að við „Dússi“, Svavar Benediktsson, færum ekki oftar niður á bryggju. Hann gerði sjómennsku að lífs- starfi sínu og hefur gegnt skipstjórn við góðan orðstír um langan tíma og dregið björg í bú, en mitt hlut- verk hefur verið þátttaka í stjórnun þjóðarskútunnar í ólgusjó stjórn- málanna. VEL MALAÐUR BILL ER AUGNAYNDI og auk þess er vönduð sprautun framUrskarandi fjárfesting! ■ Al-málun g - ■ Blettun BIIAMÁLUN Vönduð vinna I Úrvals efni ALBERTS KAPLAHRAUN115 HAFNARFIRDI SÍMI 54895
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.