Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 38

Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 38
38 FJARÐARFRÉTTIR Sinn er siður í landi hverju Við fengum til liðs við okkur fimm börn og unglinga, sem öll eiga það sameiginlegt að hafa dvalist erlendis um jól. Það eru þau Jóhanna Árna- dóttir sem bjó eitt ár í Bandaríkjunum. Hún er 11 ára. Steinar Páll Landrö, en hann átti heima í Noregi í 7 ár. Steinar er 10 ára. Halldór Fannar Guðjónsson, 13 ára, bjó 5 ár í Svíþjóð, og loks systkinin Gabriel Espí Mao 15 ára og Maria Celeste Espi Mao, 13 ára, en þau eru Spánverjar og fluttu til íslands fyrir rúmu ári. Þau segja okkur hér frá jólaundirbúningi og jólahaldi í þessum löndum. Jólin í Bandaríkjunum hengja börnin jólasokkana sína yfir arininn svo að jólasveinninn sem heitir Santa Claus geti komið niður um strompinn og sett eitthvað gott í þá en hann kemur á sleða sem 12 hreindýr draga. Á jóladags- morgun fara krakkarnir snemma á fætur, kikja í sokkana sína og borða góðgætið sem Santa Claus kom með um nóttina. Þá eru líka jólagjafirnar afhentar. Seinna um daginn er haldið fjölskylduboð. Okkur var boðið í boð hjá fólki sem við þekktum. Jólamaturinn var kalkúnn með sætum kartöflum. Ég kveið fyrir að smakka kalkúninn og hélt mér mundi finnast hann vond- ur en ég hefði ekki þurft að kvíða neinu, mér fannst hann góður. Um kvöldið var gengið í kringum jóla- tréð og sungið. Á annan í jólum eru búðir opnar aftur og fólk fer í vinn- una. Á gamlárskvöld eru haldin fjölskylduboð og sums staðar eru haldnar flugeldasýningar. Þegar ég átti heima í Banda- ríkjunum fannst mér jólaundirbún- ingurinn þar byrja snemma. Strax í byrjun nóvember eru víða komnar skreytingar í búðarglugga og út á götu. Rétt fyrir jólin fara krakkar og syngja jólalög fyrir utan glugga í nágrenninu. Á aðfangadagskvöld Mikið er um heimsóknir um jólin Jól og jólaundirbúningur í Svíþjóó Halldór Fannar Guðjónsson Svíar virtust halda mun meira uppá aðventuna en við vorum vön að gera heima á íslandi. Strax á fyrsta sunnudegi í aðventu loguðu aðventuljós i svo að segja hverju húsi. Þrettánda desember er Lúcíu- dagurinn sem allir halda hátíð- legan. Sjónvarpið hefur þá útsend- ingu klukkan sjö um morguninn og flytur okkur sjónvarpsupptöku frá Lúcíuhátíð. í mörgum skólum og barnaheimilum leika börnin Lúcíu, þernur hennar, stjörnustráka og jólasveina sem fylgja henni. Á þessum degi er boðið alveg sér- stakt kaffibrauð sem er kallað „lússíkettir" og líkist litlum snúð- um. Piparkökurnar tilheyra auð- vitað jólunum líka og ekki hvað síst aðventunni. Sjónvarpið gerir mikið fyrir börnin í desember. Á hverju ári er fluttur þáttur sem kallast jóladaga- tal sjónvarpsins. Út frá sjónvarps- þættinum er búið til sérstakt jóla- dagatal sem selt er í öllum verslun- um. Krakkarnir opna síðan glugg- ana á dagatalinu sínu jafnóðum og þættirnir eru sýndir í sjónvarpinu og þá er þeim sýnt hvaða glugga skal opna. Á aðfangadag er síðasti þátturinn sýndur og þá opna krakk- arnir síðasta gluggann. Öllum þykir sjálfsagt að baka piparkökur fyrir jólin. Krakkarnir búa gjarnan til stóra piparköku sem getur verið svín, hjarta, kall eða kerling að lögun en svo er kakan skreytt með glassúr og hengd með rauðum borða í eldhúsgluggann. Aðal jóla- steikin er svínakjöt, svokölluð jóla- skinka. Þeir borða hana kalda svo að á Þorláksmessu er hún oftast soðin (eða steikt). Skinkan er borin fram með kartöflum og rauðkáli. Rauðkálið hafa þeir bara á jólun- um. Einu sinni vorum við boðin til sænskrar fjölskyldu á Þorláks- messukvöld, til þess að bragða á ný- soðinni jólaskinkunni. Þar voru allir í sínu fínasta jólapússi og til- búnir að taka á móti jólunum. Þetta fannst okkur hálf skrýtið og eins og verið væri að taka forskot á sæluna. Á aðfangadag borða þeir jólamat- inn oftast fyrr en við — þeir setjast kannski að jólaborðinu rétt upp úr hádeginu. Við strákarnir hjálpuð- um mömmu oft við að steikja klein- ur. Fengum við stundum að fara með kleinur í poka út til leikfélag- anna og gefa þeim með okkur. Öll- um krökkum finnast kleinur góðar, en þá komumst við að því að Sví- arnir þeir hafa bara kleinur um jól- in. Við bjuggum í Stokkhólmi og fengum alltaf hvít jól. Snjórinn lá kyrr á greinum trjánna því þar er ekki stöðugt rok eins ,og hér. Ná- grannarnir skiptust á að vera jóla- sveinar svo að við fengum alltaf jólasvein í heimsókn á aðfangadag sem færði okkur pakka. Luciuhátíð. Gít'óiícg jót! Forsceft nyár! Pökkum viðskiptín d árinu sem er aó [ióa. Strandgötu 11 - Pósthólf 266 - 222 Hafnarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.