Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 13

Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 13
FJARÐARFRÉTTIR 13 skipti ég í fargjald til New York og 800 dollara ávísun á banka vestra, annars hefði ég ekki fengið land- vistarleyfi þar. Þennan farareyri lét ég mér endast árið. Ég tók mér far með Dettifossi á Jónsmessu vorið 1941, eini farþeginn á einu síðasta skipinu sem fékk að sigla eitt þessa leið; siglingar í skipalestum tóku við. Ég átti góðan hauk í horni þegar til New York kom, Steingrím heit- inn Arason kennara. Hann hafði verið kennari minn í Kennaraskól- anum og tók mér opnum örmum og þau hjónin bæði. Var ég brátt eins og fóstursonur þeirra þarna vestra. Þórarinn Reykdal frá Setbergi, bekkjarbróðir minn úr barnaskóla, sat á hafnarbakkanum í New York þegar Dettifoss lagðist að landi hinn 4. júlí. Vorum við mikið sam- an fyrstu dagana í stórborginni og kom það mér að miklu gagni fyrir utan ánægjuna. Ég hafði ætlað mér sumarið til að komast betur niður í enskunni áður en ég settist á skólabekk um haustið. Að ráði Steingríms og konu hans komst ég í sumarbúðir fyrir fjölskyldur uppi í Vermont skömmu eftir að ég kom vestur. Þarna vann ég öll þrjú sumurin sem ég dvaldist vestra að þessu sinni. Veturinn 1941-42 stundaði ég svo nám í kennaradeild Kólumbíahá- skólans í New York. Ég lagði stund á kennsluhætti, uppeldisfræði og hegðunarviðbrögð barna. — En þegar líða tók á vetur langaði mig einhvern veginn ekki heim til íslands að svo búnu. Ég sótti um styrk til ensku og bókmenntanáms einhvers staðar í Bandaríkjunum. Ég fékk styrk í Carleton College í Northfield í Minnesota. Þar stund- aði ég nám veturinn 1942-43 og lagði hart að mér, tók nærri tvöfalt nám fyrir. Um vorið lauk ég B.Ar prófi — og var nú orðinn bók- menntafræðingur eins og nú kall- ast. Haustið 1943 kom ég svo heim og tók við starfi mínu við barnaskól- ann. En átta árum síðar, veturinn 1951-52, dvaldist ég eitt háskólaár við bókmenntanám í Cornellhá- skóla í íþöku í New York. Ég fékk styrk frá Bandaríkjastjórn til þess- arar námsdvalar og það átti ég skáldsögu minni Leiðin lá til vestur- heims, að þakka. Eru það bestu skáldalaun sem ég hef fengið! Ég réðst í að skrifa þessa skáldsögu fljótlega eftir að ég kom heim 1943. Hún er byggð á reynslu minni vestra og sögusviðið er í raun heimavistar- háskólinn vestur á sléttunum. Ég fékk frábæra dóma fyrir söguna og stjórn Íslensk-ameríska félagsins sem úthlutaði námsstyrkjum vestra samþykkti fljótlega að veita mér styrk. Ég birti þessa sögu undir dul- nefninu Sveinn Auðunn Sveinsson vegna þess að ég kærði mig ekki um að henni yrði blandað saman við barnabækur mínar sem þá voru orðnar þó nokkrar. Það urðu miklar deilur um skip- un skólastjóra við Barnaskóla Hafnarfjarðar á sínum tíma. Mönnum sýnist þú fjalla um þetta í skáldsögu þinni „Pólitískur farsi“. Breytti þessi stöðuveiting miklu í lífshlaupi þínu? Já, ekki get ég neitað því. Þegar ég kom heim frá námsdvöl minni vestra haustið 1943 var ég umsvifa- laust og eiginlega óforvarandis gerður að yfirkennara við barna- skólann. Ég lagði mig mikið fram í því starfi, ungur og kappsamur innan um mér eldri starfsbræður sem sumir höfðu verið kennarar mínir í barnaskóla. Þetta gekk allt saman furðu vel. Mér hafði alltaf þótt vænt um þennan skóla og sam- starf mitt við foreldra og samstarfs- fólk var yfirleitt mjög gott. Ég var yfirkennari í áratug áður en skóla- stjórinn, Guðjón Guðjónsson, fór í orlof. Þá var ég settur skólastjóri orðalaust enda hafði ég áður stýrt skólanum um stuttan tíma i fjar- veru Guðjóns og að sjálfsögðu með honum frá því ég kom að vestan. Ég hef sjaldan sinnt starfi sem ég kunni betri skil á. Þegar skólastjóri hætti þótti mér og flestum öðrum sjálfsagt að ég fengi stöðuna. En það fór á annan veg. Og það fór líka á annan veg árið eftir þegar staðan losnaði aftur. Auðvitað hlaut þetta að hafa áhrif á líf mitt, það þarf minna til en maður sé skotinn í kaf tvö ár í röð! Menn verða að lesa út úr Pólitískum farsa það sem þeir vilja og hafa gaman að en skáldsaga er aldrei raunveruleiki þótti hún byggi á lífsreynslu höfundar eða annarra. Skáldsagnaflokkur minn úr bænum, Stríðandi öfl, Átök og einstaklingar og Pólitískur farsi er í raun þroska- og lífsreynslusaga tveggja manna sem kynnast í barnaskóla og verða traustir vinir þau fimmtíu ár sem sagan spannar. Menn mega lesa allt inn í þessa sögu að eigin vild en hún er hvorki ævi- saga mín né annarra. Hún er lífs- reynslusaga tveggja vina sem eru skáldsagnapersónur. Nei, ég neita því ekki að ég sá mikið eftir skóla- stjórastöðunni; ég hafði lengi ætlað að leggja mig allan fram við að stýra Barnaskóla Hafnarfjarðar og mér urðu það mikil vonbrigði að fá ekki að takast á við það verkefni. Og þá gerðist þú kennari í Flens- borg? Já, haustið 1955 breytti ég um skóla og var kennari í Flensborg í 8 ár, þar af 5 ár yfirkennari. Ég hafði lækkað í launum við að skipta um starf og því leitaði ég á önnur atvinnumið jafnhliða kennslunni, tók að sinna ritstörfum af meira kappi og stundaði blaðamennsku í frístundum. Mér féll ágætlega að kenna í Flensborg engu síður en í barnaskólanum. Ef satt skal segja hefur mér aldrei liðið betur í starfi en inni í bekk í hópi nemenda hvort sem þeir voru það sem kallað er ekki mikið upp á bókaramennt eða duglegir námsmenn. Oftast naut ég þess að kenna. Ég var líka ánægður í starfi sem yfirkennari í Flensborg og samvinna við samstarfsfólk og nemendur var snurðulaust og oft mér til mikillar ánægju. Sumir nemendur mínir úr Flensborg eru meðal bestu vina minna þótt aldar- fjórðungur sé liðinn síðan ég kenndi þeim. Og svo tekurðu við forstöðu Fræðslumyndasafns ríkisins. Já, árið 1963 braut ég enn í blað og hætti í Flensborg. Margir hafa spurt mig hvers vegna ég hafi hætt i Flensborg. Svarið hefur aldrei verið mjög einfalt. Auðvitað lang- aði mig í svolítið betur launað starf og að takast á við ný verkefni. En undir niðri var sjálfsagt önnur ástæða: Ég var talsvert yngri en skólastjórinn, ég var yfirkennarinn, hvað yrði þegar hann hætti? Mig langaði sannarlega ekki að ævintýr- ið úr barnaskólanum endurtæki sig. Betra að hasla sér nýjan völl. Og það gerði ég. Ég lærði mikið í starfi mínu sem forstöðumaður Fræðslumyndasafnsins og reyndi að standa í stykkinu eins og fé frekast leyfði en því miður var það af skornum skammti alla tíð. Samt reyndi ég að þjóna skólunum af bestu getu. Bækur hafa á margvíslegan hátt verið tengdar lífi þínu og starfi. Þú varst í fjölda ára í bókasafnsstjórn, bókavörður um skeið og svo gerðist þú bókafulltrúi ríkisins. Það hlýtur að vera margt minnisstætt úr þess- um störfum. Ja, hvar skal byrja? Kannski allar götur svo óralangt til baka þegar ég var í þriðja bekk í Flensborg og var kosinn bókavörður bókasafns skól- ans. Það er vafalaust eitt mesta ábyrgðar- og heiðursstarf sem ég hef tekist á hendur á ævinni eða mér hefur verið trúað fyrir. Þetta var gott safn og hét Skinfaxi. Þegar hér var komið var það í fjórum loft- háum skápum í kennslustofu þriðja bekkjar. Ég hafði lyklavöldin. Því- lík upphefð fyrir ungling sem hafði hungrað og þyrst í bækur frá því að hann gat stautað! Ekki síst vegna þess að hann átti svo langt að sækja skóla að hann gat ekki farið í mat — en þá var alltaf klukkustundar matarhlé í Flensborg. Ég plægði skápana í matartímunum og las allt sem að kjafti kom. Já, það voru forréttindi að vera bókavörður Skinfaxasafnsins með lyklana í vas- anum! Á árunum 1938-41 vann ég í Bókasafni Hafnarfjarðar með kennslunni og var bókavörður síð- asta árið. Bókasafnið var þá til húsa á efstu hæðinni í Flensborg í rúm- góðu húsnæði með góðum lestrar- sal. Ólafur Þ. Kristjánsson var bókavörðurinn í tvö ár og ég að- stoðarbókavörður. Flensborgarar og nemendur okkur úr barnaskól- anum notuðu lestrarsalinn óspart og þar kynntist ég strax þýðingu skólabókasafna þótt ég fengi enn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.