Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 12

Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 12
12 FJARÐARFRÉTTIR Stefán Júlíusson, rithöfund, þarf vart að kynna fyrir Hafnfirðingum. Þeir eru fjölmargir sem nutu handleiðslu hans sem kennara og yfirkennara í Barnaskóla Hafnarfjarðar og síðar í Flensborg. Skáldsögur hans skipta orðið tugum auk fjölda greina og bæklinga. Stefán er borinn og barn- fæddur Hafnfirðingur. í bókinni „Byggðin í hrauninu" segir Stefán nokkuð frá uppvaxtarárum sínum, og margir álíta að skyldleiki sé með atburðarás í þremur skáldsögum hans um vinina Bjarna og Asgeir og ýmsum atburðum í lífi Stefáns. Stefán lét til leiðast að spjalla við okkur um ýmislegt það sem á dagana hefur drifið og við hefjum spjallið á náms- árum hans. Þú lýkur gagnfræðaprófi í Flens- borg á seytjánda árinu, Stefán, varstu þá ákveðinn í að fara í Kenn- araskólann? Nei, alls ekki. Það var langur vegur frá. Þetta var árið 1932 og kreppan farin að sverfa hart að hér í bænum, ekki síst hjá verkamanna- fjölskyldum, og ég sá enga leið til að halda áfram námi. Ég vann tvö ár á eyrinni áður en ég fór í Kenn- araskólann haustið 1934, en þá var atvinnuleysi árvisst langtímum saman og ástæður næsta erfiðar á mínu heimili. Ég hef einhvers staðar sagt að sennilega hefði ekki þótt til- hlýðilegt að láta mig fara í Flens- borg nema fyrir þá sök hvað ég var köttur lítill um fermingu, lítil von var um vinnu fyrir slíkan grisling þegar kapphlaup var um hvert handtak. Satt best að segja var ég rekinn í Kennaraskólann og til þess lágu ákveðnar ástæður. Þannig var að veturinn sem ég var átján ára var ég beðinn að vera kennari uppi í Kjós um þriggja mánaða skeið. Þetta var í ársbyrjun 1934. Bændur af fjórum bæjum vildu ekki láta börn sín fara í kennslu á þá bæi sem kennt var á, vildu víst fá kennarann til að vera um tíma í bæ sunnan ár ég setti mig aldrei inn í þá deilu. Einn þessara bænda og sá barnflesti var uppeld- isbróðir föður míns og vissi að ég var gagnfræðingur úr Flensborg og áreiðanlega ekki kaupfrekur eins og allt var í pottinn búið. Hann falað- ist eftir mér til kennslunnar og ég sló til. Ég kenndi þessa þrjá mánuði á sama bænum, Þúfukoti, þar sem ég hafði raunar fæðst þótt foreldrar mínir væru þá þegar búsettir í Hafnarfirði. Ég var í Þúfukoti þennan tíma og þangað gengu börn af tveimur bæjum skammt frá, tvö börn voru fyrir á bænum og öðrum tveimur var komið þar fyrir meðan á kennslutímanum stóð. Þetta voru tíu börn á ýmsum aldri. Auðvitað var ég hreinn græningi í kennslunni en þetta blessaðist þolanlega og krakkarnir stóðu sig víst ekki sem verst á prófi hjá ráðna kennaranum um vorið. Þetta varð til þess að vinum mínum datt í hug að reka mig í Kennaraskólann. Ég hlýddi því að auðvitað langaði mig að læra meira. Og með hjálp góðra manna, miklum sparnaði og sæmilegri sumarvinnu tókst mér að ljúka skólanum. Þá voru þær reglur að gagnfræðingar þurftu ekki að vera nema tvo vetur í skólanum sem þá var þriggja vetra skóli. Fyrri vetur- inn hálfleiddist mér; í öðrum bekk var verið að stauta í sömu greinum og í Flensborg, hann var eiginlega bara gagnfræðabekkur. En í þriðja bekk fékk ég áhugann og það má segja að sá bekkur hafi gert mig að kennara, æfingkennslan, kennslu- fræðin og uppeldisfræðin. Á loka- prófi lagði ég meira að segja á mig að taka upp sum slök próf frá árinu áður sem ég hafði þá vanrækt að búa mig nógu vel undir. Ég lauk kennaraprófi vorið 1936 og fékk stöðu við Barnaskóla Hafnarfjarð- ar um haustið. Síðan var ég kennari hér í tuttugu og sjö ár þótt með hlé- um væri. Já, þú fórst fljótlega í framhalds- nám. Hvernig stóð á því? Fljótlega. Ekki veit ég nú hvort hægt er að kalla það fljótlega. Ég kenndi í fimm ár áður en ég fór utan til náms. Til þess lágu vafalaust margar ástæður að ég fór, löngun til að menntast meira, ævintýraþrá og ótti við að staðna og forpokast. Mig skorti næstum mánuð á að vera orðinn tuttugu og eins árs þegar ég varð kennari við barnaskólann og mér hraus satt að segja hugur við að festast svona ungur í starfi án þess að brjóta í blað. Samt var ég að ég held mjög áhugasamur kennari. En meðan ég var í Flensborg hafði mig alltaf langað til að fara stúdents- leiðina þótt öll sund væru lokuð. Kannski var þetta uppbót. Var ekki erfitt á þessum árum að standa straum af námskostnaði. Jú, vissulega var það erfitt. Kennaralaunin voru lág á þessum árum ekki síður en nú, ég kom skuldugur út úr Kennaraskólanum og átti hvorki borð né bók. Maður lagði ekki fyrir þótt annað en sparsemi væri nánast glæpur. Auð- vitað ætlaði ég fyrst til Danmerkur sem þá var ódýrast en stríðið kom í veg fyrir það. Ég var búinn að fá pláss í Kennaraháskólanum í Kaup- mannahöfn veturinn 1940-41. En Hitler tók Danmörk um sama leyti og pappírarnir frá skólanum komu og þar með var sá draumur búinn. Þær leiðir lokuðust, — og ég kom ekki til Norðurlanda fyrr en tuttugu árum síðar þótt eftir það hafi ég oftast komið þangað árlega og stundum oftar en einu sinni á ári. Nú voru góð ráð dýr. Annað hvort var að setjast aftur og bíða eftir styrjaldarlokum, og hver vissi hvað þá hafði gerst, eða brjótast vestur um haf. Það var að sjálf- sögðu helmingi dýrara en að fara til Kaupmannahafnar. En hér verður að segja þá sögu að Hafnarfjarðar- bær var svo menningarlegur á þess- um árum að veita kennurum árs- leyfi með launum, þ.e. bæjarsjóður greiddi þeim laun meðan þeir voru í námsför erlendis. Ég sótti um árs- leyfi með launum frá bænum og fékk það; bærinn borgaði launin þótt ég væri ríkisstarfsmaður að mestu leyti. Ég var þriðji hafnfirski kennarinn sem fékk svona orlof frá bænum á tíu ára skeiði, fyrstur var Bjarni Bjarnason skólastjóri sem að vísu hvarf til Laugarvatns eftir fríið, annar var Bjarni M. Jónsson síðar námsstjóri og sá þriðji var ég. Fleiri kennarar munu hafa fengið frí með launum til utanfarar i stutt- an tíma. Þetta lagðist svo af með fræðslulögunum frá 1946 þegar ákvæðið um orlof eftir tíu ára kennslustarf gekk í gildi. En ekki var sopið kálið þótt í ausuna væri komið. Launin greidd- ust að sjálfsögðu mánaðarlega en ég þurfti farareyri strax, ýmislegt til undirbúnings og uppgjörs skulda. Með tilstyrk góðra manna tók ég 4000 króna lán gegn tryggingu í líf- tryggingarskírteini og ávísun á mánaðarlegar launagreiðslur en þetta var meira en heil árslaun mín. Auk þess fékk ég 1000 kr. fyrir tvö barnabókahandrit, Þrjár tólf ára telpur og þýðinguna Söguna um Jens Pétur. Um útgáfu þessara handrita stofnuðum við tveir skóla- bræður bókaútgáfuna Björk sem enn er við lýði. Þrjár tólf ára telpur seldist upp á þrem vikum svo þetta gekk allt upp. En peningunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.