Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 36

Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 36
36 FJARÐARFRÉTTIR Kórdrengur hjá kaþólskum Davíð við messu í kaþólsku kapellunni ásamt kaþólska prestinum. Hann heitir Davíð Viðarsson, 13 ára gamall, og er kórdrengur við guðsþjónustur kaþólska safnaðar- ins í Hafnarfirði. Sjálfur er hann ekki kaþólskur og tók þetta hlut- verk að sér fyrir tilviljun. En hvern- ig atvikaðist það? Við gefum Davíð orðið. „Þetta byrjaði allt fyrir rúmu ári síðan. Amma mín lá þá á St. Jósefs- spítalanum og ég heimsótti hana oft. Eitt sinn sagði hún mér frá kaþólsku kirkjunni í spítalabygg- ingunni og í forvitnisskyni fór ég þangað í messu. Eftir messuna bauðst presturinn til að keyra mig heim, og á leiðinni spurði hann hvort ég vildi ekki aðstoða sig við guðsþjónustur. Ég var strax til í það, en amma var ekki með á nót- unum í fyrstu, hélt að ég yrði að verða kaþólskur" En langar þig að verða kaþólskur? „Það hafa margir spurt mig að því, en ég er á báðum áttum. Mamma og pabbi segja að ég ráði því sjálfur, en ég veit að amma er á móti því og ég myndi ekki gera það án hennar samþykkis. Ég ætla alla vega að sjá til og hugsa mig vel um. Ég þarf líka að kynnast kaþólsk- unni betur. Maður fer nú ekki að flana út í neina vitleysu“ Hvert er hlutverk þitt sem kór- drengur við kaþólska messu? „Ég mæti tímanlega til að aðstoða við undirbúninginn. Það þarf hver hlutur að vera á sínum stað. Ég sé um að setja hveiti- töflurnar (obláturnar) í skálar. Síðan blanda ég messuvínið og set það ásamt bikörunum á sérstakt borð við altarið. í sjálfri messunni klæðist ég sérstökum búningi og þjóna prestinum. Meðal annars sé ég um að hringja bjöllum á vissum stöðum í athöfninni. Þegar ég var að byrja ruglaðist ég stundum og hringdi á vitlausum stöðum. Þá varð presturinn alveg gáttaður, en hann varð að taka tillit til þess að ég var byrjandi. Nú orðið ruglast ég aldreií1 Hve oft þarftu að vera við messur? „Alltaf þegar einhverjar meiri- háttar athafnir fara fram. Á hverjum sunnudagsmorgni eru messur sem ég aðstoða við, og á stórhátíðum eru þær margar. Stundum er ég beðinn að hjálpa til við messur uppi í Klaustri. Þangað fór ég í fyrsta sinn í sumar, í heim- sókn með kaþólska söfnuðinum. Nunnurnar tóku á móti okkur með góðgerðum og gáfu okkur gjafir. I síðasta mánuði aðstoðaði ég þar við heilmikla athöfn. Þá var stelpa á svipuðum aldri og ég skírð til kaþólskrar trúar. Það var mikið um dýrðir, kór Flensborgarskóla söng og fjöldi manns var við messunaí* Ertu mjög trúaður? „ Já mér finnst það. Ég hef Iært mikið um trúna hjá ömmu minni. Svo hef ég í nokkur ár stundað sam- komur hjá K.F.U.M. Ég fer líka stundum í messur, bæði í þjóð- kirkjunni og Fríkirkjunni!1 Hvað gerirðu fleira í tóm- stundunum? „Mér finnst mjög gaman að teikna og dunda við það tímunum saman. Stundum fer ég á skóla- skemmtanir, en annars fer mestur tíminn í skólanámið og að hjálpa til heima. Ég leik mér sjaldan úti við nú orðið, enda þekki ég fáa krakka í grennd við Álfaskeiðið, þar sem ég bý núna. Ég byrjaði í Öldutúns- skóla þegar ég var lítill og vildi ekki skipta um skóla, þegar ég flutti. Ég kann vel við mig í skólanum og líkar prýðilega við bekkjarfélaga mína. En ég hitti þá sjaldan nema í skólanum, því þeir eiga flestir heima suður á Holti!1 Davíð hefur verið tíðrætt um ömmu sína, sem reyndar er lang- amma hans. Hjá henni býr hann núna og er henni hjálplegur í ell- inni. Um sambandið við ömmu segir Davíð: „Strax þegar ég var pínulítill þótti mér gaman að koma til ömmu og afa, og ég fór þangað eins oft og ég gat, jafnvel stundum í leyfisleysi. Fyrir nokkrum árum varð afi veikur og þurfti að vera marga mánuði á spítala áður en hann dó. Um þetta leyti flutti ég alveg til þeirra og hef verið hjá ömmu síðan. Sumum þótti þetta óráðlegt, en ég var ákveðinn sjálfur og mamma og pabbi gáfu samþykki sitt. Ég heim- sæki þau samt alltaf reglulega og bý hjá þeim þegar amma þarf að fara á sjúkrahús. Hún er núna orðiri dálítið heilsulaus og getur sjaldan farið út. Ég fer því í allar sendi- ferðir, í búðir, bankann og þess háttar!* Hér sláum við botninn í þetta spjall við Davíð Viðarsson, góð- legan og broshýran dreng, barna- legan og fullorðinslegan í senn, með sitt óvenjulega tómstundastarf og uppeldisaðstæður sem í nútíma þjóðfélagi eru varla lengur til. Honum og hans fólki óskum við velfarnaðar í komandi framtíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.