Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 43

Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 43
FJARÐARFRÉTTIR 43 Andrés í Ásbúð Andrés rakari Johnson var um langt skeið einn kunnasti borgari þessa bæjar. Hann keypti Ásbúð, lítið kot í Suðurbænum, og safnaði þangað margs konar munum. Hann var mikill safnari þjóðlegra hluta og ýmissa fleiri gripa eins og sjá má í Þjóðminjasafni. Andrés setti saman vísur og kviðlinga og yfir dyrum í Ásbúð stóð þessi visa með miklu flúri: £g ö' heima utan við ólánskjörin hörðu. Ásbúð heitir heimilið himnaríki á jörðu. Andrés var á margan hátt all sérstæður í töktum og tilsvörum. Rak- arastofa hans var lengi í kjallaranum á Hótel Hafnarfjörður. Þar var oft slegið í slag því Andrés var mikill spilamður. Rakarastofan var því spila- staður jafnframt og spilafélagar Andrésar þar fastagestir. Oft var Andrés að spila þegar viðskiptavinir komu að fá rakstur eða klippingu og þurfti þá annar að hlaupa í skarðið fyrir hann meðan hann sinnti starfi sínu. En hugurinn var þá oft kyrr við spilin og leit hann til með staðgengli sínum meðan hann var að raka eða klippa. Kunnugir voru þessu vanir og fengust ekki um. Eitt sinn kom aðkomumaður í rakarastofuna að fá sig rakaðan. Mun hann hafa gist á hótelinu um nóttina og þótt hæg heimatökin að láta raka sig. Andrés var að spila þegar maðurinn kom og fékk öðrum manni spil sín og tók að sinna aðkomumanni. En það fór eins og fyrri daginn að Andrési varð tíðlitið á spil sín í höndum staðgengilsins og kom það ekki að sök meðan hann var að sápa manninn. Að því loknu bregður hann hnífnum á vanga mannsins en um leið verður honum litið á útslátt félaga síns. Hann gýs þá, stígur aftur á bak og æpir skrækri röddu: Bölvaður asni ertu, maður, ekki tíuna, ekki tíuna, bjáninn þinn. Síðan snýr hann aftur að manninum í stólnum, bregður hnífnum snöggt á háls honum og heldur áfram að þrusa yfir flónsku spilamanns- ins. Manninum í stólnum líst þá ekki á blikuna og spyr með nokkrum þunga hvort hann vilji ekki hafa hugann við raksturinn. Andrés bregst þá ókvæða við, þrífur af manninum hlífðardúkinn og skrækir espur: „Út með þig, mannkerti. Vont barn, djöfuls barn, út, út með þig“ Maðurinn hrökklast upp úr stólnum og skundar til dyra með sápuna öðru megin á andlitinu en Andrés ýtir á eftir honum út og tautar í sífellu: „Vont barn, djöfuls barn, út, útí‘ Jóngeir D. Eyrbekk Ég man vel fyrsta tilsvar Jóngeirs D. Eyrbekks sem fékk mér furðu og e.t.v. nokkurrar hneykslunar. Seinna vandist ég ýmsu frá honum. Þetta var í fyrsta sinn sem ég fór á árshátíð verkamannafélagsins Hlífar. Hef ég þá verið um fermingu. Það var siður í þá daga á öllum árshátíðum að hafa sameiginlega kaffidrykkju og mörg skemmtiatriði og ræðuhöld undir borðum. Þannig var þetta einnig að þessu sinni. Síðasta atriði á skemmtiskránni var svokölluð skrautsýning. Var þetta hátíðlegt atriði úr kvæði og kvæðið flutt af ungri og glæsilegri stúlku með leikaratilburðum. Undir lok sýningarinnar gengu tveir menn í salinn og fóru ekkert sér- lega hljóðlega. Annar þeirra var Jóngeir. Báðir voru þeir eitthvað við skál. Þeir staðnæmdust við dyrnar því að hálfdimmt var í salnum og hvert sæti skipað. Allir voru hljóðir og hátíðlegir. En um það bil sem blómarósin á sviðinu er að Ijúka við að þylja kvæðið gengur Jóngeir að konu sem sat á bekk næst dyrum, ávarpar hana stundarhátt svo vel mátti heyra um allan sal og segir: Æ, færðu þig svona um hálft rassgat, heillin. Má nærri geta hvernig þetta kom heim og saman við andaktugan hátíðleikann í salnum! Séra Þorvaldur og Hermann Guðmundsson Einn eftirminnilegasti kennari minn á lífsleiðinni er sr. Þorvaldur Jakobsson sem kenndi mér alla þrjá vetur mína í Flensborg. Hann var afi Vigdísar forseta. Sr. Þorvaldur var frábær kennari og hef ég alla tíð búið að kennslu hans, sérstaklega íslenskukennslunni. Hann kenndi einnig stærðfræði en við hana lagði ég minni rækt í efri bekkjunum. Sr. Þorvaldur var óneitanlega töluvert sérkennilegur persónuleiki. Hann gat verið hæðinn í athugasemdum við nemendur og stundum all- meinlegur, einkum ef honum fannst þeir kasta höndum til úrlausna eða leggja sig minna fram við verkefni en þeir áttu að geta. Hæðni sinni beitti hann mest við nemendur í fyrsta bekk, dró að mun úr henni í öðrum bekk en í þriðja bekk var hann miklu Ijúfari í orðum. Hermann Guðmundsson var bekkjarbróðir minn í Flensborg og hann var sannkallað salt í grautinn. Hef ég oft hugleitt það síðar á ævinni hvað lífið hefði orðið fábreytilegra í Flensborg á tímum kreppu og takmarkaðra möguleika til athafna utan náms ef hans hefði ekki notið við. Það mun ekki fjarri sanni að hann hefði mátt rækja námið betur, en honum var og er hins vegar margt það til Iista lagt sem mörgum svokölluðum námsmönnum er ekki gefið. Tiltektir hans og uppáfinn- ingar í vanagangi daglegra anna voru félögum hans oftlega mikil upp- spretta kátínu og notalegra dægradvala. Ekki má skilja þetta svo að Hermann væri prakkari; hann var bara öðru vísi en þeir unglingar sem gengu eftir fyrirfram Iagðri snúru og framdi ýmis uppátæki sem öðrum komu ekki til hugar. Illkvittinn var hann aldrei og níddist ekki á minni máttar. Þeir Sr. Þorvaldur og Hermann elduðu stundum grátt silfur saman, að sjálfsögðu einungis í orðum. Hermanni varð sjaldan svarafátt. Ég man vel hvernig þeir kynntust hvor öðrum. Það var á fyrstu vikum okkar í Flensborg. Sr. Þorvaldur hafði lagt fyrir okkur málfræðigrein- ingu sem heimaverkefni. Hann hafði þann hátt á að taka einn nemanda upp að kennaraborðinu og fara rækilega í verkefni hans með viðeigandi athugasemdum. Ekki voru þær athugasemdir allar þægilegar og blés hann þá jafnan í yfirskeggið ef hann lagði áherslu á eitthvað sérstakt. Nú kallar hann Hermann upp að kennaraborðinu og tekur að lesa úr verkefnabók hans. Viðtengingar/íöí/m; les hann og púar í skeggið. Hvers konar hattur er nú það? Hermann lítur fyrst niður fyrir sig, réttir svo úr sér og gjóar á sr. Þorvald sínum stóru, opnu sjónum. Viðtengingarhattur, segir hann fljótmæltur. Það hlýtur sko að vera skrýtinn hattur. — Síðan skrimti í honum hláturkjöltur. Sr. Þorvaldur horfir á hann um stund, fær honum svo bókina þegj- andi og það vottaði fyrir brosi undir skegginu. Næst þegar hann skilaði okkur heimaverkefnum rétti hann Her- manni bókina með þessum orðum: Það vantar ekki kommurnar hjá yður núna. Hermann hafði hvorki sparað blek né tilþrif í punkta og kommur yfir stafi í þetta sinn. Jens fisksali Jens Kristánsson var lengi búsettur hér í bænum, málhress maður og oft skemmtilegur í tali, jafnan reiðubúinn að berja í brestina þótt á móti blési. Hann var lengi fisksali og þótti hressilegur og léttur í svörum við viðskiptavinina. Eitt sinn kemur kona í fiskbúðina til Jens og spyr hann hvort ýsan sem á boðstólum var sé ný og góð. Jens bregður snöggt við og svarar: Ég skal segja þér það, frú mín góð, að þetta er úrvalsfiskur, ég borð- aði þessa ýsu sjálfur í gærkvöldi og hún er afbragð. Svarið hentu gárungarnir á Iofti og höfðu að gamanmálum. Hannes hét maður sem þá var búsettur hér í bæ Jónsson og kenndi sig við Spá- konufell. Hann var einnig fisksali um skeið. Hannes var hagmæltur og lét oft fjúka í kviðlingum. Hann orti um þessi tilsvör Jens: Upp úr sjónum er hún glær — innti Jens við frúna — ýsan sem ég át í gœr — er til sölu núna. Jónas í Klofa Og þá má ekki gleyma gömlu sögunni um Jónas í Klofa. Það var siður í Hafnarfirði fyrr á tíð að halda svokölluð pakkhúsböll. Voru það venjulega kaupmenn sem buðu til þessarar gleði og veittu þá starfsmönnum sínum og vinnufólki púns. Urðu þá margir hressir og góðglaðir sem sjaldan dreyptu á dýrum veigum. Það gerðist á pakkhúsballi að Jónas í Klofa hafði orðið helst til þaul- sætinn við púnsámuna svo að loks færðist yfir hann það mikill höfgi að hann valt um sofandi. Félagar hans lyftu honum fljótlega upp af gólfinu og hugðust bera hann heim. En þegar þeir komu út í ferska loftið utan dyra rumskaði Jónas lítið eitt og tautaði: Berið mig þangað sem púnsið er, piltar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.