Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 6

Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 6
6 FJARÐARFRÉTTIR „Viö kunnum skoá hjóli" Cunnar Guðmundson segir f rá Gunnar Guðmundsson er líklega sá sem flest sporin á um götur Hafnar- fjarðar. Árum saman hefur hann annast hreinsun á Strandgötunni og fleiri götum bæjarins. Flesta vinnudaga ársins má sjá hann við vinnu sína, með kústinn að vopni og ef til vill að kveikja í pípunni sinni, sem er jafn sjálf- sögð og kústurinn. Fjölmargir sem leið eiga fram hjá skipta við hann orðum því þeir eru margir sem þekkja Gunnar. Hann er fæddur árið 1917 hér í Hafnarfirði og hefur reyndar alla sína tíð búið í húsinu að Austurgötu 17. „Ég byrjaði fyrst að vinna hjá Lýsi og mjöl þegar ég var smápatti. Ég var þar nú ekki mjög lengi en fór þá á Malirnar. Þar var ég þangað til allt fór á hausinn. Það voru margir fínir kallar sem unnu á Mölunum. Verkstjórar voru þar Guðmundur Jónsson og hann Jóakim Péturs- son, gott að vinna hjá þeim. Ég man að fyrst var engin gata þangað. Maður labbaði ofan í stóra gjótu rétt hjá Sundhöllinni og svo með- fram sjónum. Stundum fór allt fólkið í ferðalög og það var oft gaman á Mölunum í gamla^daga. Svo vann ég hjá Jóni Gísla. Fínn kall hann Jón. Ég var þar í mörg ár með Adda Jóns og Sigga Bedd og þessum köllum. Ég vann líka á Geirsstöðinni með Magga, Janusi og fleirum. Ég fór oftast á hjóli í vinnuna. Ég var alltaf á hjóli þegar ég gat. Við vorum oft saman ég og hann Lalli lóðs. Hann var líka flinkur á hjóli og við gerðum margt sem strákarnir gætu sko ekki gert núna. Þeir þykjast geta hjólað bara á aftur- hjólinu og haldið stýrinu uppi með báðum höndum. Við Lalli lékum okkur að því að halda stýrinu uppi með annarri hendi og réttum hina beint út og fórum svo í marga hringi. Ekkert mál. Einu sinni fór ég efst í Öldugötuna. Þá var ekkert búið að malbika. Svo stóð ég á bögglaberanum á annarri löppinni og hafði hina beint út í loftið og fór svona niður alla Öldugötuna. Ég var víst heppinn að það komu engir bílar. Maður hefði getað drepist. Stundum fórum við Lalli upp á kolabinginn hjá Einarsbræðrum. Hann var snarbrattur og hár. Þar fórum við niður á hjólinu og gerð- um alla skithrædda. En við meidd- um okkur aldrei. Við kunnum sko á hjóli. Einu sinni munaði þó litlu. Við höfðum hjólað niður Flens- borgartröppurnar og það var nú ekkert. Það var náttúrlega mikill hossingur en það var allt í lagi. Við fórum niður. Svo héldum við áfram og fórum niður litlu götuna og fram hjá húsinu sem hann Siggi T. býr í núna. Ég veit ekkert hver bjó þar þá. Heldurðu ekki að það sé snúra yfir götuna. Fyrst fór Lalli og rétt slapp. Snúran skrapaði eitthvað á honum hausinn. Svo kom ég og snúrufjandinn fór á hálsinn á mér. En sem betur fór slitnaði hún og ég fékk bara mar og ekkert meira. Við Lalli brölluðum nú margt og vorum víst prakkarar. Einu sinni man ég að við hjóluðum út í hólm- ann í læknum við Lækjarskóla. Þar lágum við í rólegheitum þegar Gísli pól og Stígur komu á harða hlaup- um og skipuðu okkur að koma í land. Við þorðum það ekki og þá fór Gísli heim að ná í stígvél. Þá leið okkur ekki vel. Þegar hann kom aftur og ætlaði að fara að vaða út í þá benti ég á Einarsbræðrahúsið og kallaði: „Það er kviknað í. Sjáið þið reykinn.“ Þeir hlupu niður eftir en við þutum með hjólin upp á Hamar og földum okkur. Nú er Stígur dáinn fyrir löngu og Gísli dó í vetur. Báðir fínir kallar. Já, ég var alltaf á hjóli. Við Lalli vorum fyrstir með nagladekk á hjól. Já, já. Við seldum þau hjá honum Skafta í Gunnarssundinu, þar sem Bókabúð Olivers Steins er. Við settum svona naglasaum í gegn- um dekkið og skárum svo annað dekk til og settum yfir hausana og svo slönguna inn í. Fínt nagladekk. Gerðum mörg svoleiðis. Oft fórum við í ferðalög á hjól- um. Einu sinni fórum við austur í Grafning á einum degi. Við vorum saman Gauji Gísla og Kalli Júl. Við lögðum af stað kl. 7 um morguninn og fórum upp hjá Álafossi, gegnum Þingvöll um Grafninginn og rétt hjá Selfossi og upp Kambana. Ég gat hjólað upp í miðja Kambana. Við komum heim kl. eitt eða tvö um nóttina. Svo var maður mættur að breiða fisk kl. 7 morguninn eftir hjá Guðmundi verkstjóra á Mölunum, sem púaði alltaf dálítið. Engin harðsperra eða neitt. Maður var vanur að hjóla í gamla daga. Ég held að það hafi verið í þeirri ferð sem sprakk hjá mér. Við vorum auðvitað með límtúpu og ég gat gert við. En svo sprakk aftur og í þriðja sinn hjá Skíðaskálanum. Þá voru nú vandræði, allt lím búið. En maður varð sko að bjarga sér. Ég tók slönguna úr og henti henni út í móa. Svo fór ég að tína mosa. „Ertu vitlaus, maður“, sagði Kalli. „Nei, nei“, sagði ég. Svo setti ég mosann inn í dekkið og hjólaði í bæinn. Gekk fínt. Maður þurfti sko oft að bjarga sér. Stundum þurftum við að gista. Við hjóluðum einu sinni að Gull- fossi og Geysi og þá sváfum við í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.