Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Qupperneq 6

Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Qupperneq 6
6 FJARÐARFRÉTTIR „Viö kunnum skoá hjóli" Cunnar Guðmundson segir f rá Gunnar Guðmundsson er líklega sá sem flest sporin á um götur Hafnar- fjarðar. Árum saman hefur hann annast hreinsun á Strandgötunni og fleiri götum bæjarins. Flesta vinnudaga ársins má sjá hann við vinnu sína, með kústinn að vopni og ef til vill að kveikja í pípunni sinni, sem er jafn sjálf- sögð og kústurinn. Fjölmargir sem leið eiga fram hjá skipta við hann orðum því þeir eru margir sem þekkja Gunnar. Hann er fæddur árið 1917 hér í Hafnarfirði og hefur reyndar alla sína tíð búið í húsinu að Austurgötu 17. „Ég byrjaði fyrst að vinna hjá Lýsi og mjöl þegar ég var smápatti. Ég var þar nú ekki mjög lengi en fór þá á Malirnar. Þar var ég þangað til allt fór á hausinn. Það voru margir fínir kallar sem unnu á Mölunum. Verkstjórar voru þar Guðmundur Jónsson og hann Jóakim Péturs- son, gott að vinna hjá þeim. Ég man að fyrst var engin gata þangað. Maður labbaði ofan í stóra gjótu rétt hjá Sundhöllinni og svo með- fram sjónum. Stundum fór allt fólkið í ferðalög og það var oft gaman á Mölunum í gamla^daga. Svo vann ég hjá Jóni Gísla. Fínn kall hann Jón. Ég var þar í mörg ár með Adda Jóns og Sigga Bedd og þessum köllum. Ég vann líka á Geirsstöðinni með Magga, Janusi og fleirum. Ég fór oftast á hjóli í vinnuna. Ég var alltaf á hjóli þegar ég gat. Við vorum oft saman ég og hann Lalli lóðs. Hann var líka flinkur á hjóli og við gerðum margt sem strákarnir gætu sko ekki gert núna. Þeir þykjast geta hjólað bara á aftur- hjólinu og haldið stýrinu uppi með báðum höndum. Við Lalli lékum okkur að því að halda stýrinu uppi með annarri hendi og réttum hina beint út og fórum svo í marga hringi. Ekkert mál. Einu sinni fór ég efst í Öldugötuna. Þá var ekkert búið að malbika. Svo stóð ég á bögglaberanum á annarri löppinni og hafði hina beint út í loftið og fór svona niður alla Öldugötuna. Ég var víst heppinn að það komu engir bílar. Maður hefði getað drepist. Stundum fórum við Lalli upp á kolabinginn hjá Einarsbræðrum. Hann var snarbrattur og hár. Þar fórum við niður á hjólinu og gerð- um alla skithrædda. En við meidd- um okkur aldrei. Við kunnum sko á hjóli. Einu sinni munaði þó litlu. Við höfðum hjólað niður Flens- borgartröppurnar og það var nú ekkert. Það var náttúrlega mikill hossingur en það var allt í lagi. Við fórum niður. Svo héldum við áfram og fórum niður litlu götuna og fram hjá húsinu sem hann Siggi T. býr í núna. Ég veit ekkert hver bjó þar þá. Heldurðu ekki að það sé snúra yfir götuna. Fyrst fór Lalli og rétt slapp. Snúran skrapaði eitthvað á honum hausinn. Svo kom ég og snúrufjandinn fór á hálsinn á mér. En sem betur fór slitnaði hún og ég fékk bara mar og ekkert meira. Við Lalli brölluðum nú margt og vorum víst prakkarar. Einu sinni man ég að við hjóluðum út í hólm- ann í læknum við Lækjarskóla. Þar lágum við í rólegheitum þegar Gísli pól og Stígur komu á harða hlaup- um og skipuðu okkur að koma í land. Við þorðum það ekki og þá fór Gísli heim að ná í stígvél. Þá leið okkur ekki vel. Þegar hann kom aftur og ætlaði að fara að vaða út í þá benti ég á Einarsbræðrahúsið og kallaði: „Það er kviknað í. Sjáið þið reykinn.“ Þeir hlupu niður eftir en við þutum með hjólin upp á Hamar og földum okkur. Nú er Stígur dáinn fyrir löngu og Gísli dó í vetur. Báðir fínir kallar. Já, ég var alltaf á hjóli. Við Lalli vorum fyrstir með nagladekk á hjól. Já, já. Við seldum þau hjá honum Skafta í Gunnarssundinu, þar sem Bókabúð Olivers Steins er. Við settum svona naglasaum í gegn- um dekkið og skárum svo annað dekk til og settum yfir hausana og svo slönguna inn í. Fínt nagladekk. Gerðum mörg svoleiðis. Oft fórum við í ferðalög á hjól- um. Einu sinni fórum við austur í Grafning á einum degi. Við vorum saman Gauji Gísla og Kalli Júl. Við lögðum af stað kl. 7 um morguninn og fórum upp hjá Álafossi, gegnum Þingvöll um Grafninginn og rétt hjá Selfossi og upp Kambana. Ég gat hjólað upp í miðja Kambana. Við komum heim kl. eitt eða tvö um nóttina. Svo var maður mættur að breiða fisk kl. 7 morguninn eftir hjá Guðmundi verkstjóra á Mölunum, sem púaði alltaf dálítið. Engin harðsperra eða neitt. Maður var vanur að hjóla í gamla daga. Ég held að það hafi verið í þeirri ferð sem sprakk hjá mér. Við vorum auðvitað með límtúpu og ég gat gert við. En svo sprakk aftur og í þriðja sinn hjá Skíðaskálanum. Þá voru nú vandræði, allt lím búið. En maður varð sko að bjarga sér. Ég tók slönguna úr og henti henni út í móa. Svo fór ég að tína mosa. „Ertu vitlaus, maður“, sagði Kalli. „Nei, nei“, sagði ég. Svo setti ég mosann inn í dekkið og hjólaði í bæinn. Gekk fínt. Maður þurfti sko oft að bjarga sér. Stundum þurftum við að gista. Við hjóluðum einu sinni að Gull- fossi og Geysi og þá sváfum við í

x

Fjarðarfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.