Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 16

Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 16
16 FJARÐARFRÉTTIR og spurði hvort ég vildi taka sæti í framkvæmdastjórn. Eftir nokkra umhugsun játti ég því, taldi rétt að fórna einhverjum tíma í þágu svo góðs málefnis. Skömmu seinna fór framkvæmdastjóri Hjartaverndar, Jóhann H. Níelsson lögmaður, að hafa orð á því að hann vildi hætta. Hann var í hálfu starfi. Við vorum tregir að sleppa honum en þegar það varð uppvíst að ég ætlaði að hætta sem bókafulltrúi til að hafa meiri tíma til eigin starfa talaðist svo til að ég tæki við af Jóhanni. Þetta varð haustið 1977 og síðan hef ég verið eins konar fram- kvæmdastjóri Hjartaverndar í hálfu starfi og ritstjóri tímaritsins. Eins og kunnugt er rekur Hjarta- vernd rannsóknarstöð með um 15 manna starfsliði og hefur með höndum margháttaða fræðslu- starfsemi auk tímaritsins svo að hér braut ég enn í blað og haslaði mér völl á nýjum vettvangi. Mér hefur fallið það mæta vel og þessi siðustu átta ár hafa orðið mér lærdómsrík og skemmtileg. „Alltaf má fá annað skip“ stendur þar! Það kom fram í viðtali við forseta Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar að Stefán Júlíusson yrði umdæmis- stjóri hreyfingarinnar árið 1987. í hverju felast þau störf? Ég varð rótarýfélagi árið 1948 og hef alla tíð kunnað vel við mig innan klúbbsins. Þegar félagar mínir höfðu orð á þvi við mig að ég yrði umdæmisstjóri íslenska um- dæmisins játti ég því eftir nokkra umhugsun. Umdæmisstjóri er starfsmaður alþjóðsamtakanna og umboðsmaður þeirra á íslandi. Hann á að vera leiðbeinandi og stjórnandi klúbbanna hér á landi og ekki síst jákvæður tengiliður. Þessu fylgja ferðalög, bæði til stöðva alþjóðasamtakanna í Bandaríkjunum og milli hinna 24 rótarýklúbba víðs vegar á landinu. Þetta er því talsvert starf og þarf umdæmsistjóri að hafa allgóðan tíma og vera sjálfstæður í störfum því að þetta er að sjálfsögðu ólaun- að. Hins vegar hefur íslenska um- dæmið opna skrifstofu hálfan daginn. Ég vona hið besta hvað þetta viðfangsefni snertir. Þú hefur alla fíð verið maður heilsuhraustur, Stefán. Sagt er að þú eigir sóknarmetið í Sundhöll Hafnarfjarðar, ekki hafi fallið úr dagur ef þú hafir á annað borð ver- ið á landinu. Allt má nú ýkja. En satt er það, ég á mörg sundtökin í sundlauginni frábyrjun. Og heilsuhraustur hef ég verið, svo er fyrir að þakka. Ég byrj- aði að synda daglega vestur í Bandaríkjunum, í fjallavatninu í Vermont. Eftir vinnu að deginum var gott að fá sér sundsprett í glóð- volgu vatninu eftir hlýtt sólskin dagsins. Þetta varð að venju. Stundum var líka synt í tunglsljosi undir miðnættið. Það var kallað að fá sér mánadýfu og þótti róman- tískt! Það hittist svo á að þegar ég kom heim í septemberlok haustið 1943 var nýbúið að opna sundlaugina, hún var vígð 2. ágúst það ár. Okkur kennurunum, a.m.k. þeim yngri, var falið það verkefni að fara með bekki okkar vestur í sundlaug til að kynna þeim þessa nýju kennslu- stofnun. Þannig kynntist ég fyrst við sundlaugina og nú eru þau kynni orðin býsna löng, meira en 42 ár. Aður fyrr synti ég á ýmsum tím- um dagsins en síðan ég hætti kennslu hef ég alltaf synt fyrst á morgnana eða í a.m.k. um það bil aldarfjórðung. Áður fyrr vaknaði ég oft klukkan 5, skrifaði til kl. 7 og fór þá í sund. Síðan fór ég í vinn- una. Eftir að ég hætti sem embætt- ismaður fyrir rúmum 8 árum hef ég byrjað daginn á sundinu. Nú syndi ég 5 daga vikunnar, 300 m, fer í heita pottinn (þ.e. þann heita!) sippa ögn og geri fáeinar æfingar. Síðan á ég daginn til hádegis. Þrátt fyrir öll þessi marháttuðu störf fyrir utan ritstörfin skipta bækur þínar tugum. Hvenær kom fyrsta bók þín, Kári litli og Lappi út? Og hvað eru bækur þínar eigin- lega margar? Kári litli og Lappi kom út í des- ember 1938. Ég samdi bókina vet- urinn 1937-38. Kári er því að verða hálfrar aldar gamall og virðist enn vera í fullu fjöri. Það finnst fnér náttúrlega mjög skemmtilegt. Ný útgáfa af Kárabókunum þremur er núna á ferðinni, þ.e. á árunum 1983-85. Annars veit ég ekki vel hvað ég á að segja um fjölda bóka minna; ég hef samið svo marga bæklinga sem sumir telja bækur en ég kalla smárit. Ætli mætti ekki segja að bækur mínar væru upp undir þrjátíu. En þýðingar mínar á barna- og unglingabókum skipta tugum. Ég ætlaði aldrei að verða barna- bókahöfundur, það var kennarinn sem þar kom til sögu. Mig vantaði lestrarbækur handa bekkjunum mínum. Þess vegna samdi ég Kára. Ég ætlaði alltaf að verða skáld- sagnahöfundur þótt fyrsta skáld- saga mín fyrir fullorðna kæmi ekki út fyrr en ég var orðinn 35 ára. En ég byrjaði að skrifa smásögur þegar ég var innan við tvítugt. Það er sanngjarnt að segja frá því að ég hefði ekki komið svona mikl- um ritstörfum í verk ef ég hefði ekki notið konunnar. Við kynntumst fljótlega eftir að ég kom að vestan haustið 1943. Þegar hún sá mig vera að semja á ritvél, auðvitað með tveimur eða þremur puttum, sagði hún: „Þú skalt semja, ég skal vél- rita“. Hún er útskrifuð úr Verzlun- arskólanum og prýðilegur vélritari enda hefur hún kennt vélritun í Flensborg í 20 ár. Við giftum okkur árið 1946 og síðan hef ég ekki snert á ritvél á mínu heimili. Ég get hrað- skrifað eins og mér liggur á og hún les úr öllu krumspranginu og vélrit- ar. Og hún er ekkert að fást um þótt hún þurfi að vélrita tvisvar. Þannig vinnst mér betur. Ég er ekki að segja að ég geti ekki skrifað sæmi- lega en ég þarf ekkert að hugsa um gott handrit þegar Hulda tekur við því — og mér hefur alltaf verið eig- inlegra að semja með penna í hendi. Ekki er rithöfundurinn sestur í helgan stein, ef að líkum lætur. Hvað ertu nú að fást við? Ég held ég hafi verið að ljúka skáldsögu, þ.e.a.s. eins konar skáld- sögu. En þetta eru bara drög. Það kemur seinna í ljós. Framtíðin? Framtíðin? Hún er björt. Er um nokkuð annað að ræða? HAFNFIRÐINGAR-VERIÐ VELKOMNIR í VIÐSKIPTI! VIÐ BENDUMA FJORAR STAÐREYNDIR UMINNLANSREKNING MEÐ ÁBÖT: O FULLIR VEXTIR STRAX frá fyrsta mánuöi eftir innlegg. ® FULL VERÐTRYGGING á tímum mikillar veröbólgu. © FRJÁLS ÚTTEKT AF REIKNINGNUM HVENÆR SEM ER. O ENGIN SKERÐING ÁUNNINNA VAXTA. Önnumst einnig allar tegundir gjaldeyrisviðskipta og leigjum út geymsluhólf. ÚTVECSBANKINN Reykjavíkurvegi 60, Hafnarfirði. Á VEXTI GULLS ÍGILDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.