Börn og menning - 01.02.1997, Blaðsíða 11

Börn og menning - 01.02.1997, Blaðsíða 11
BÖRN 06 MENN|N6 IFLA IFLA (International Federation of Library Associations) hélt ársþing sitt í Bella Center í Kaupmannahöfn í september s.l. A þessari fagráð- stefnu bókavarða frá öllum heimshornum voru þúsundir manna og mikið framboð á ýmsum varningi til sýnis og sölu. Sú hugmynd kom fram að bamabókaverðir fengju afmarkað svæði til að sýna það besta sem börnum er boðið upp á á bókasöfnum Norðurlanda. Myndi það kærkomin tilbreyting frá fræðilegum fyrirlestrum, tölvum og hillubúnaði. Hamborg I ársbyrjun 1996 var skipuð nefnd á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn til að undirbúa og fylgja eftir samnorrænni kynningu á bókmenntum í Þýskalandi árið 1997. Fulltrúi Islands í nefndinni og formaður hópsins var Jónína Michaelsdóttir. Afrakstur þeirrar vinnu var meðal annars vegleg kynning á íslenskri bamamenningu í Hamborg. Menningarstofnunin Katholische Akademie í Hamborg stóð fyrir kynningunni í samvinnu við íslenska menntamálaráðuneytið, en Sigrún Valbergsdóttir hafði mestan veg og vanda af framkvæmdinni. Kynningin hófst 6. nóvember ‘97 og stendur hún til 16. janúar ‘98. Björn Bjarnason, menntamálaráðherra var viðstaddur opnunina og heiðursgestur var Vigdís Finnbogadóttir, sem flutti erindi um böm og mikilvægi menningarsamskipta. Sýning var haldin á 300 íslenskum bamabókum og 80 myndskreytingum, og verður í tengslum við hana gefin út bók með greinum eftir Silju Aðalsteins- dóttur um íslenskar barnabækur og Margréti Tryggvadóttur um mynd- skreytingar í íslenskum barnabókum. Sérstök kynning var á Listasmiðjunni Gagn og gaman á vegum Menningar- miðstöðvarinnar í Gerðubergi og rithöfundarnir Guðrún Helgadóttir, Kristín Steinsdóttir og Olga Guðrún Árnadóttir ásamt Áslaugu Jónsdóttur hittu nemendur á ýmsum aldri úr grunnskólum Hamborgar, röbbuðu við þá og lásu úr bókum sínum. Á málþingi um bamamenningu mættust þýskir og íslenskir sérfræðingar á því sviði og fyrir Islands hönd töluðu þar m.a. Sigrún Klara Hannesdóttir, Sifja Aðalsteinsdóttir, Elísabet Þórisdóttir, Olöf Sigurðardóttir og Sigrún Valbergsdóttir. Auk þess lásu rithöfundamir Iðunn og Kristín Steins- dætur og Guðrún Helgadóttir upp úr verkum sínum víða um Þýskaland. Það lítur út fyrir að norrænar bækur hafí meðbyr í Þýskalandi eins og er. Vonandi tekst okkur að nýta hann til að kynna íslenskar bama- og unglingabækur og auka útgáfu á þeim í Þýskalandi. Starfshópar vom myndaðir í hverju landi til undirbúnings og fjáröflunar, og var það starf unnið í frístundum af áhuga- sömum bamabókavörðum. Frá íslandi hélt hópur sjö bókavarða til að kynna framlag íslands og í för var einnig Hallveig Thorlacius með brúðuleikhús sitt Sögusvuntuna. Áttu Islendingar heiðurinn af miðpunkti sýningarinnar, sem var „Hliðskjálf‘, listaverk Hörpu Bjömsdóttur myndlistarmanns, og stóð á miðju sýningarsvæðinu í sterkum ljós- geisla og hrafnar Óðins sögðu sögur gestum til ánægju. Nýjustu íslensku bamabækumar vom sýndar ásamt myndskreytingum úr bókum eftir Brian Pilkington, Guðrúnu Hannesdóttur og Ragnheiði Gestsdóttur. Auk þess var sýning ljósmynda af íslenskum börnum eftir Grétu S. Guðjónsdóttur og vakti hún mikla athygli. Of langt mál yrði að telja upp framlag grannlanda okkar, en sýningin var í heild bæði fjölbreytt og litskrúðug og margt að sjá svo sem myndabækur fyrir blind börn, myndbönd, bækur og kvikmyndir, hreiður ljóta andarungans og heimili Einars Áskels. Gestgjafamir, Danir, höfðu styrkt stóran hóp bókavarða frá „þriðja heiminum“ til að komast á þingið, og ekki var laust við að andvörp heyrðust hér og þar, einkum voru fullbúnir bókabílar skoðaðir með andagt, og ein kona frá Guatemala táraðist yfir dýrðinni enda var hún bókavörður yfir „átta bókum í kassa“. 9

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.