Börn og menning - 01.02.1997, Page 15

Börn og menning - 01.02.1997, Page 15
BÖRN 06 AAENN|N6 prentvélar dag og nótt, hávaðinn var gífurlegur, og gólfið nötraði. Við lærlingamir unnum á hæðinni undir verksmiðjunni, og lætin að ofan vom svo mikil að það mynduðust hringir í vatnsglösunum okkar þegar við vorum að vinna við vatns- litamyndir. Við máluðum myndir á bréfakörfur og bakka úr tini, blómamyndir og litla sæta kettlinga. Ég var orðinn ansi lipur í þessu! Þetta var mér í raun góður skóli, því ég lærði heilmikið af praktískum hlutum og tæknilegum atriðum sem komu sér vel seinna þegar ég hóf listnám. En erfiður tími engu að síður og að þessum fimm árum loknum fannst mér ég eiga skilið frí. Svo ég fór í listaskóla, og þá leið mér eins og ég væri í fríi - þetta var eins og þriggja ára sumarbúðir! Þama var enginn fastur skólatími og mikið svigrúm til að leika sér og skreppa á pöbbinn í hádeginu - en þrátt fyrir það, eða kannske vegna þess, unnum við mikið og vel. Fyrsta árið var helgað grafík, letur- fræði og myndskreytingum, en eftir það var hægt að velja um svið og það val var auðvelt fyrir mig. Ég hafði alltaf viljað leggja stund á myndskreytingar og það gerði ég næstu tvö árin. Við skólann voru ekki fastir kennarar heldur komu kennarar einu sinni til tvisvar í viku og litu til með okkur. Þeir voru allir í öðrum störfum og litu líka á þennan dag sem nokkurs konar frí fyrir sig, allt mjög afslappað! En það var mikil samkeppni milli nemenda, ekki vegna ytri þrýstings, heldur reyndum við að slá hver öðrum við og gera betur. Ég var svo heppinn að með mér á ári voru fjórir til fimm mjög hæfi- leikaríkir nemendur og við lærðum meira hver af öðrum en af kennurunum. Að skólanum loknum var ekki auðvelt að fá góða vinnu. Fyrst var ég atvinnulaus í sex mánuði, en fékk þá vel launað starf hjá dagblaði í nágranna- bæ. Ég var klukkutíma á leiðinni í vinnuna og annan til baka, en verra var að starfið var heldur deyfðarlegt og ég fékk engin viðfangsefni sem mér þótti varið í. Ég hélt út í eitt ár vegna launanna, og að því loknu hafði ég nóga peninga til að leggjast í ferðalög. Þannig komst ég til íslands. Hér þekkti ég fólk, en ég var á leiðinni lengra m.a. til Banda- ríkjanna. Þetta átti að vera stutt stopp en það hefur nú varað í tuttugu ár! Þegar fór að sneiðast um peningana, fékk ég mér vinnu á auglýsingastofu í Reykjavík. Það var margfalt betri vinna en sú sem ég hafði haft á Bretlandi, skemmtilegt og gefandi starf og alltaf teygðist úr dvölinni. Hvenœr kom þín fyrsta bók út hér á íslandi? Eftir þriggja ára dvöl fór ég með verk til útgefanda hér, honum leist vel á og vildi eiga mig að þegar eitthvað ræki á hans fjörur - og það var Ástarsaga úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur sem kom út árið 1981. Þá hætti ég á auglýsingastofunni og fór að vinna á eigin vegum. Mér fellur það ágætlega — að vísu eru hugmyndir manna um frelsið sem því fylgir ekki alveg í takt við veruleikann. Maður leikur ekki eins lausum hala og virðist, því í stað eins yfirmanns geta þeir verið allt upp í fimmtíu og allir vilja þeir að maður hoppi og skoppi eftir þeirra nótum. Hvernig var fyrir myndskreytingarmann að koma hingað fyrir tuttugu árum? Hverjir voru hér að störfum á því sviði og vakti einhver þeirra áhuga þinn? Já, en illu heilli náði ég ekki að kynnast Halldóri Péturssyni. Ég hafði verið hér í um það bil eitt ár þegar hann dó en aldrei hitt hann. Ég hef síðar séð myndirnar hans og mér finnst hann alveg stórkostlegur. Ýmsir aðrir íslenskir listamenn hafa fengist eitthvað við myndskreytingar en Halldór er sá fyrsti, og kannske sá eini sem tókst á við myndskreytingar í alvöru og var stoltur af því. Ég held að margir álíti myndskreytingar á einhvern hátt „óæðri“ tegund myndlistar en ég er alls ekki sáttur við þá skoðun. Þetta er að mínu mati háþróað listform. Hvað með praktísku hliðina, voru til dœmis einhver vandkvœði á að útvega efni, liti og slíkt? Ójú og er reyndar enn! Það eru enn vandkvæði á að útvega almennilegan pappír, hér er úrvalið mjög

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.