Börn og menning - 01.02.1997, Blaðsíða 30

Börn og menning - 01.02.1997, Blaðsíða 30
BÖRN 06 /AENNiNG „...tvterkílegSLSta fólkíð..." Sigríður Matthíasdóttir barnabókavörður á Bæjar- og héraðs- bókasafninu á Selfossi hefur byggt upp bamastarfið þar frá gmnni, eða frá 1984. A þessu ári hlaut hún viðurkenningu frá Islandsdeild IBBY fyrir gott og mikilsvert starf í þágu bamamenningar á Islandi. Hún er kennari að mennt og eftir að hafa kennt í fimm ár ákvað hún að láta ekki þar við sitja heldur hóf nám í bókasafnsfræði við H.I. og er nú að leggja drög að BA-ritgerð. Þegar undirrituð hóf störf á Bókasafninu í Mosfellsbæ var mér oftar en ekki vísað á Sirrý ef ég var að velta einhverju fyrir mér varðandi nýjungar í bamastarfinu. Metnaður hennar og atorka hefur verið okkur hinum góð fyrirmynd. Nýlega heimsótti ég Sirrý austur og ræddi við hana um þær hugmyndir sem hún hefur um barnastarf á bókasöfnum. Hverjir eru helstu stólparnir íharnastarfiþínu? Þar sem ekkert bamastarf hafði verið áður í safninu hafði ég nokkuð frjálsar hendur og sneri mér fyrst að reglulegum sögustundum. Annað var oft eitthvað sem til féll. Ef staðið er fyrir sérstökum vikum og dögum sem tengjast bókmenntum nota ég tækifærið og býð upp á getraunir fyrir krakkana og fleira í þeim dúr. Fyrir nokkrum ámm byrjuðum við að útbúa bókmenntagetraun mánaðarins sem er miðuð við níu til tólf ára börn og stendur yfir vetrarmánuðina. Safnkynning fyrir 5. bekk er orðin fastur liður og einnig upplestur úr nýjum barna- bókum í desember. Síðan hefur Sumarlesturinn fest sig í sessi hjá okkur og var núna í fimmta skipti. Hvað er Sumarlestur? Þessu verkefni er ætlað að hvetja börn til að halda áfram að lesa í sumarleyfinu og koma í veg fyrir að þau tapi niður þeirri fæmi í lestri sem þau öðluðust um veturinn. I Bandaríkjunum er algengt að bókasöfn hafi lestrar- hvetjandi dagskrá á sumrin. Sumarlesturinn hefur ákveðið þema sem gengið er út frá þegar safnið er skreytt og efni útbúið. I eitt skiptið fjölluðum við til dæmis um hafið og festum net upp í loftið og fiskur úr pappa eða annað sjávardýr var tákn fyrir hverja bók sem lesin var. Börnin kepptust við að lesa og með því að horfa á netið fyllast áttuðu þau sig betur á hvað þau höfðu lesið mikið. Verðlaun em notuð til að auka áhugann og reynslan af þessu verkefni hefur verið mjög góð og lífgað heilmikið upp á safnið. Það nýjasta hjá okkur í bamastarfinu er síðan krakkakvöldið sem var haldið hér síðast liðinn vetur í tengslum við bókavikuna „Bók er barna gaman“. Við höfðum í fyrstu mjög háleitar hugmyndir um að fá einhvern til að lesa fyrir bömin og fleira í þeim dúr, en til allrar hamingju skiptum við um skoðun og bjuggum í staðinn til nokkrar stöðvar hér í safninu þar sem bömin gátu spilað, búið til bækur eða lesið. Við auglýstum kvöldið í skólanum fyrir aldurshópinn sjö til tólf ára og fengum upp undir tvöhundruð börn í heimsókn. Við urðum rosalega hissa á þessum fjölda. En þetta tókst mjög vel, auk þess sem við lánuðum út geipilegt magn af bókum. Úr því börnin vom komin á safnið fannst þeim upplagt að fá sér skírteini og bækur. Mér fannst lfka gaman að sjá hvað margir foreldrar komu og hjálpuðu til. En allt þetta er auðvitað ekki hægt nema í samvinnu við gott starfsfólk sem er tilbúið að vera með. Snúum okkur aðeins aftur að sögustundinni: lestu hvað sem er fyrir „Þarna er konan sem er alltaf að segja mér svo jjótar sögur..."

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.