Börn og menning - 01.02.1997, Side 33

Börn og menning - 01.02.1997, Side 33
BÖRN 06 MENNiNG veruleika, þá geti hann boðið þeim upp á myndlist, tónlist, dans, handmennt, leiklist, framsögn og fleira. Ekki þannig að öll böm eigi að verða lista- menn og einleikarar heldur að þau fái tækifæri til að kynnast sem flestu og velja svo út frá því. Sérðu almenningsbókasafn tengjast starfsemi heilsdagsskóla á einhvern hátt? Þegar allt er komið á eina hendi hjá sveitar- félögunum þá finnst mér að það megi alveg gera kröfu um einhverskonar samnýtingu. Erum við barnabókaverðir þá á réttri leið í starfinu? Eg vona það. Ef við fáum góðar hugmyndir eigum við að prófa þær og koma þeim síðan á framfæri til hinna safnanna. Menningarstarf með bömum er þess eðlis að það er sifellt að breytast og við verðum að fylgjast vel með. Kristín Birgisdóttir Efni næsta blaðs Eitt og annað áhugavert verður í næsta blaði og má meðal annars nefna grein um Menningarmiðstöðina Gerðuberg, Aðalsteinn Ásberg / rithöfundur skrifar pistil, við heimsækjum Arbæjarsafn og skoðum sýningu sem er tileinkuð bernskunni fyrr og nú, talað verður við Sjón og Gunnhildi Hrólfsdóttur rithöfunda um barnabókmenntir, gerð verður úttekt á jólabókaflóðinu - og margt, margt fleira ... 31

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.