Börn og menning - 01.04.2013, Page 5

Börn og menning - 01.04.2013, Page 5
Svangir bræður sitja á síðum vorheftis Barna °9 nienningar og dást að tönnum lesenda. Ekki að nokkra sérstaka átyllu hafi þurft til að fjalla um verk Thorbjorns Egners, en þeir bræður Karíus og Baktus hafa nú fylgst gaumgæfilega með tannheilsu íslendinga í bráðum 60 ár og á síðastliðnu ári hefði Egner orðið 100 ára. Dagný Kristjánsdóttir fjallar um föður drengjanna og afkvæmin sJálf í greininni Thorbjorn Egner og þýðendur hans. Helga Birgisdóttir rekur tilurð og sögu Karíusar og Baktusar en Sigurður H. Pálsson sá uppfærslu Þjóðleikhússins á leikritinu um þá bræður og segir af henni. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir hendir sér yfir stöðu furðusögunnar á íslandi og skoðar sérstaklega barnabækur ' Því samhengí. Hún kannar upprunann °g hvernig furðusagan hefur þróast hér á landi. Ármann Jakobsson fjallar um formgerð frásagna og notar söguna um Líneik og Laufey til að útlista hugmyndir Vladimirs Propp og Algirdas Greimas í greininni Fræði °9 frásögn. Greimas, Propp og ævintýrið. Þá veltir Magnea J. Matthíasdóttir fyrir sér upplýsingaveitum barna og kosti þess að láta sér leiðast. í Börnum og menningu er svo að venju að finna margs háttar aðra umfjöllun um barnabókmenntir. í blaðinu er að þessu sinni einnig viðtal við Önnu Pellowski sagnaþul og IBBY-konu sem ritstjóri blaðsins tók víð hana á dögunum þegar hún hélt námskeið í Gunnarshúsi á vegum IBBY á íslandi. Ég óska lesendum blaðsins gleðilegs sumars og notalegra lestrarstunda. Helga Ferdinandsdóttir

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.