Börn og menning - 01.04.2013, Blaðsíða 21
21
prófarkalesnar, margar eru skrifaðar undir
miklum áhrifum enskrar tungu, á ís-ensku,
og nokkrar þeirra eru meira að segja skrifaðar
á ensku. Orðaforði furðunnar hér á landi er
enn að byggjast upp, og undur og stórmerki
og forynjur og furðudýr eru enn afkáraleg í
hugum flestra fslendinga.
ísland - furðulegt land
Arið 2010 kom út tímaritið Furðusögur i
ritstjórn Alexanders Dans Vilhjálmssonar og
Hildar Knútsdóttur og þar birtust smásögur,
hrollvekjur og fantasíur eftir höfunda sem
fæstir höfðu fengið efni sitt útgefið áður.
í ritstjórnarpistlinum kallar Alexander á
lesendur og rithöfunda að skapa saman
oýjan og ankannalegan skáldsagnaheim, nýja
íslenska bókmenntagrein sem byggi jafnt á
alþjóðlegum hugmyndum og formgerðum
sem íslenskri sagnahefð og þjóðsagnaarfi.
Hann útskýrir af hverju hann kýs að nefna
tímaritið og smásögurnar „furðusögur":
Furðusögur bírta nokkuð sem ég kýs að
kallafurðuskáldskap...,(e. Weirdfictiorí)
°g -myndlist. Þetta er bastarðshugtak
fyrir bastarðsbókmenntir; lýsir sögum
sem birtust snemma á síðastliðinni
öld í tímaritinu Weird Tales. Sögurnar
voru sannkölluð fantastík, blanda af
vísindaskáldskap, fantasíu og hryllingi.7
Alexander færir okkur hér hundrað ár aftur
1 tímann og eina heimsálfu til vesturs, til
fyrstu áratuga tuttugustu aldarinnar
^egar hinar klassísku formgreiningar á
flJrðuskáldskap voru smíðaðar vestanhafs.
hersla Alexanders á bastarðsskáldskap er
Vel viðeigandi. Núna á fyrstu áratugum 21.
aldar standa íslenskir rithöfundar, lesendur
og bókmenntafræðingar frammi fyrir því að
við eigum enn eftir að koma fastri mynd á
þessar bókmenntagrein og skapa hefð fyrir
henni I íslenskum skáldskap.
En mig langar þó að leggja hér með til
að við leggjumst I smá endurskilgreiningu
á hugtakinu „furðusögur", að við reynum
að skilja það út frá íslenskum veruleika,
fslenskum hugmyndaheimi, íslenskri
bókmenntasögu.
í stað þess að útskýra furðusögur út
frá pölpfiksjón Bandaríkjanna gætum við
leikið okkur aðeins með orðið og litið um
öxl til íslensku sögualdarinnar, til íslenskra
orðsifja. Ásgeir Blöndal Magnússon rekur
orðsifjar orðsins „furða" I Orðsifjabók sinni
og tengir það við endurgerð fornyrðisins
fur-riðon, sá sem rfður á undan, fer á
undan, samanber merkinguna „fyrirboði"
og „svipur" og orðið „forynja". Orðið furða
felur I sér undur og stórmerki, eitthvað
sem kemur á óvart, eitthvað sem rýfur
hversdagslegan veruleikann, fyrirboða um
framtíðina, feigðarboða.
Mig langar að enda þessa grein á einni
hugleiðingu um íslensku furðusöguna. Við
megum ekki gleyma því að ísland var lengi
vel mikið furðuland, ókunnugt land undra
og stórmerkja. I nóvember 1660 var ein
elsta vlsindaakademía Vesturlanda stofnuð,
Konunglega vlsindaakademían I Lundúnum.
Vísindaakademlan byrjaði skjótt að reyna að
grennslast fyrir um hagi manna á íslandi, og
voru tilraunir þeirra til að fá upplýsingar um
land og þjóð alveg einstaklega kostulegar,
sérstaklega þegar tillit er tekið til þess að
enskir sjómenn höfðu fiskað reglulega við
strendur íslands I nokkra mannsaldra.
Furðusögur á Fróni
Það var árið 1662 að John Hoskyns, einn
af stofnmeðlimum Vísindaakademíunnar,
skrifar upp formlegt bréf af hennar hálfu
sem hann sendir I von og óvon til íslands og
biður um upplýsingar um landið. I þessu bréfi
Akademíunnar er beðið um svar við ýmsum
aðkallandi spurningum sem höfðu vafist
fyrir fræðimönnunum. Spýr Hekla virkilega
grænum logum? Eru til stöðuvötn á fslandi
sem breyta timbri I steina og drepa fugla
sem fljúga yfir þá með eitruðum gufum?
Eru til eldfuglar sem synda I sjóðandi heitum
stöðuvötnum? Er það satt að á íslandi sé
pyttur sem kastar aftur I fólk þeim steinum
sem kastað er I hann? Og síðan auðvitað sú
einstaklega aðkallandi spurning: Er það satt
að íslendingar selji vind og tali við drauga?
En nú spyr ég: Hvað gerist þegar viðfangið
umhverfist I skaparann, þegar draumsýnin
tekur sig til og byrjar að hafa draumfarir sjálf,
þegar íbúar furðueyjunnar fara að skrifa sínar
eigin furðusögur?
Nú spái ég því og legg svo á að við eigum
eftir að fylgjast með þessum draumum
verða að veruleika, eða að minnsta kosti
að furðulegum skáldsögum, furðusögum,
næstu árin.
Höfundur er bókmenntafræðingur
Byggt á erindi sem flutt var á Furðusagnahátið
i Norræna húsinu i nóvember 2012
7 Alexander Dan Vilhjálmsson. „Frá ritstjóra".
Furðusögur 1.1 (2010); 3.