Börn og menning - 01.04.2013, Síða 24
24
Börn og menning
sem ég kynntist - Moses Serwadda frá
Úganda - gaf út bók sem ég er mjög stolt
af að hafa stuðlað að, fyrst og fremst
vegna þess að ég kom honum í kynni við
bandarískan tónlistarfræðing og þeir urðu
síðan samstarfsmenn. Þeir skrifuðu saman
bók sem fékk stórkostlegar viðtökur og er
enn álitin besta safn af sögum og söngvum
fyrir börn frá Afríku sem gefið hefur verið
út í Bandaríkjunum. Hún heitir Songs and
stories from Uganda. Ég sagði börnunum í
Alþjóðaskólanum á Islandi eina af þessum
sögum og þau voru mjög hrifin af henni.
Höfundurinn átti mjög erfitt. Hann sat í
ríkisstjórninni en var hent út þegar Idi Amin
komst til valda. Sem betur fer fékk hann
síðan stöðu við háskólann í Ghana. Hann
var mjög hæfileikaríkur og hafði numið
þjóðfræði, en tónlistin var fjölskylduhefð
og flesta söngvana og sögurnar lærði hann
af ömmu sinni. Svo gerðist það að til mín í
UNICEF kom tónlistarfræðingur sem starfaði
við háskólann í New York og hafði fengið
styrk til Afríkudvalar. Hann sagðist vera að
leita að fólki sem kynni skil á tónlistarhefðinni
þar og gæti orðið honum innan handar við
að skrifa bók um hana. Og ég sagðist einmitt
þekkja rétta manninn! Ég kynnti þá og þeir
hófu samstarf og settu saman afskaplega
fallega bók. Ég talaði við útgefanda sem
ég þekkti og vann hjá forlaginu Thomas Y.
Crowell og sagði henni að hún yrði að gefa
bókina út. Hún gerði það og bókin fékk
fjölda verðlauna og er enn talin besta bókin
af þessu tagi."
William Moses Serwadda var bónda-
sonur frá héraðinu við strendur
Viktoríuvatns í Úganda sem lagði
stund á tónlist frá barnæsku og lauk
síðar námi frá háskólanum í Ghana.
Hann þykir helsta fyrirmynd þeirra
sem leggja stund á hefðbundna
tónlist í Úganda og stýrði um árabil
sjónvarpsþætti fyrir börn með efni
sem byggðist á hefðbundinni tónlist
landsins. Hann kenndi síðar við
Makerere-háskóla í Úganda.
„Það eru hlutir eins og þessi - að hafa getað
tengt fólk saman á þennan hátt, eiginlega á
bak við tjöldin - sem ég er stoltust af. Það að
færa fólkið með hæfileikana saman."
„Svo get ég nefnt starfið sem ég vann með
dásamlegum sagnaþul frá Mongólíu. Hann
langaði afskaplega mikið til að birta eitthvað
í Bandaríkjunum og ég bauðst til að vinna
með honum. Hann talar ekki mikla ensku og
þess vegna varð úr að þeir feðgarnir - sonur
hans vinnur líka á þessu sviði - söfnuðu
efninu saman og grófþýddu það á ensku. Ég
lagfærði svo málfarið og loks leiðréttu þeir
textann. Hann var mjög nákvæmur. Með
þessu móti gat hann komið bókinni út og
mér finnst mjög gaman að hugsa til þess að
við skyldum geta gert þetta saman."
Mongólski sagnamaðurinn heitir
Jambyn Dashdondog og bókin, sem
Anne Pellowski talar um, ber heitið
Mongolian Folktales og kom út árið
2009.
Dashdondog hefur skrifað tugi bóka
fyrir börn og ungmenni og átti mikinn
þátt í að setja á stofn IBBY-deild í
Mongólíu. Hann hefur sömuleiðis
stuðlað að þýðingum á erlendum
barnabókum á mongólsku. Verðlaunin
IBBY-Asahi Reading Promotion Award
voru veitt árið 2006 fyrir vinnu
sem Dashdondog átti frumkvæði
að og snýst um að koma börnum
í kynni við bækur með starfrækslu
ferðabókasafna.