Börn og menning - 01.04.2013, Page 26

Börn og menning - 01.04.2013, Page 26
26 Börn og menning Auður Halldórsdóttir í rauðu mánaskini Hringurinn sló í gegn þegar hann kom út í Svíþjóð áríð 2011, hlaut lof gagnrýnenda og fjölda verðlauna og hefur bókin nú verið gefin út í tuttugu og fimm löndum. Hringurinn var gefinn út af Bjarti árið 2013 í íslenskri þýðingu Þórdísar Gísladóttur. Sagan er raunsæ lýsing á lífi táningsstúlkna í sænskum smábæ á 21. öld. Raunsæ, fyrir utan það að stúlkurnar eru nornir sem þurfa að standa saman, annars ferst heimurinn. Einfalt mál, ekki satt? Hringurínn er fyrsta bókin sem rithöfunda- dúóið Mats Strandberg og Sara B. Elfgren skrifa saman. Bókin er löng, rúmlega 500 síður, og sú fyrsta i þríleik. Margir lesendur eiga eftir að kannast við tvö kunnugleg þemu: bókaraðir og yfirnáttúruleg fyrirbæri. Bókaraðir hafa notið vinsælda undanfarin ár og má þar nefna sem dæmi Hungurleikana, Harry Potter-bækurnarogTwilight-bækurnar. Tvær síðarnefndu raðirnar fjalla einmitt um ungmenni sem eru gædd yfirnáttúrulegum kröftum, en nornir og galdramenn, draugar, uppvakningar, vampýrur og varúlfar eru tíðir gestir í dægurmenningunni nú um stundir. Sögusvið Hríngsins er fyrrverandi iðnaðar- bærinn Englafoss í Svíþjóð sem hefur mátt muna sinn fífil fegri. Bærinn, þar sem allir þekkja alla, er umkringdur dimmum og þéttvöxnum skógi þar sem menn villast og hverfa. Allar lýsingar á bænum eru hálfdapurlegar og þrúgandi. ída, Minoo, Rebekka, Vanessa, Linnéa og Anna-Karen eru allar á fyrsta ári i menntaskóla. Menntaskólinn, sem ætti að vera nýtt upphaf, er það ekki þar sem skólafélagarnir hafa þekkst síðan í barnaskóla og allir gegna sínum ákveðnu hlutverkum sem ekki má stíga út fyrir. Þar má nefna vinsælu stelpuna, drusluna, fótboltastrákinn og hasshausinn. I byrjun bókar lítur út fyrir að skólabróðir stúlknanna sex, Elías, fremji sjálfsmorð, en lesandinn veit að eitthvað dularfullt er á seyði. Það veit líka Linnéa, „systir Elíasar í öllu

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.