Börn og menning - 01.04.2013, Blaðsíða 33

Börn og menning - 01.04.2013, Blaðsíða 33
Alþjóðlegt og norrænt samstarf IBBY-deildanna 33 Norrænt samstarf Það er Ijóst að IBBY-deildir í smærri löndum eru atkvæðaminni en deildir stórra og fjölmennra þjóða, aðallega vegna smæðar tungumálsins. Bækur útgefnar á ensku, frönsku eða spænsku hafa átt meiri möguleika á H.C. Andersen-verðlaununum, en bækur eyþjóðar ritaðar á tungumáli sem rúmlega þrjú hundruð þúsund manns tala mega sín lítils. Fyrir margt löngu tóku Norðurlandaþjóðirnar sig saman og stofnuðu óformleg samtök norrænu IBBY-deildanna. Markmiðið var að standa við bakið hvert á öðru og eiga um leið sterkari rödd innan alþjóðlegu samtakanna. Eitt af því sem norrænu deildirnar komu sér saman um var að tilnefna sameiginlega einn aðila frá einhverju Norðurlandanna til setu í EC, til að styrkja stöðu Norðurlandanna. Guðlaug Richter var tilnefnd og sat í alþjóðlegu IBBY-stjórninni 2000-2002. Þá tók hinn danski Vagn Plenge við sætinu en Finninn Niklas Bengtsson var fulltrúi norrænu deildanna 2006-2008. Síðan hefur enginn norrænn fulltrúi setið í stjórninni. Norrænu deildirnar hafa líka keppst við að eiga fulltrúa í dómnefnd H.C. Andersen- verðlaunanna. Nú situr f henni Svíinn Erik Titusson og mun hann taka þátt í valinu 2014. Um árabil hittust fulltrúar stjórna norrænu deildanna árlega á fundi sem haldinn var til skiptis í einhverju landanna. Þegar stjórn IBBY á íslandi skiptir með sér verkum tekur einn stjórnarmaður að sér hlutverk hins norræna fulltrúa en undirrituð hefur gegnt því síðan 2008. Fundirnir, sem m.a. hafa verið haldnir í Osló, Kaupmannahöfn og Helsinki, hafa verið skemmtilegir, fróðlegir og sérstaklega gagnlegir til þess að deila hugmyndum um alls konar verkefni og uppákomur. Síðast en ekki síst ber að nefna útgáfu Nordisk blad sem norrænu IBBY-deildirnar hafa séð um allt frá árinu 1994. Deildirnar skiptast á að gefa út blaðið sem inniheldur 1-2 greinar frá hverju landanna, á dönsku, norsku eða sænsku, með stuttri samantekt á ensku. IBBY á íslandi sá um útgáfuna 1997, 2002 og 2009 en það ár var ákveðið að hætta að prenta blaðið því kostnaður var of mikill og gefa það út í rafrænu formi. Árið 2010 var boltinn hjá Norðmönnum og 2011 hjá Finnum en nú hefur verið ákveðið að blaðið muni koma út annað hvert ár og muni þá ávallt tengjast þema heimsþings IBBY. Fundur norrænu deildanna mun þá einnig fara fram á heimsþinginu, til þess að spara ferðakostnað. Nú er í undirbúningi umsókn frá norrænu deildunum um styrk frá „Kulturkontakt Nord" en formaður dönsku IBBY-deildarinnar hefur tekið að sér gerð hennar. Sótt er um 150.000 evrur til þriggja ára starfs, fundahalda og útgáfu Nordisk blad. Sem fráfarandi stjórnarmaður °g norrænn fulltrúi vona ég að sú umsókn verði samþykkt. Höfundur er kennari við HÍ og ríthöfundur

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.