Studia Islandica - 01.06.1937, Page 48

Studia Islandica - 01.06.1937, Page 48
EFTIRMÁLI. Saga Oddaverja er alkunn og víða skráð að meira eða minna leyti. Það sem að framan er rakið af sögu ættarinnar, er ekki sett hér í þeirri veru, að flytja nýj- ungar; flest einstök atriði eru t. d. að finna í hinni merku bók Halldórs Hermannssonar, Sæmund Sigfús- son and the Oddaverjar. Fyrir mér vakti alveg ákveð- inn hlutur: aðstaða, hugsunarháttur og menntun ætt- arinnar var með því móti, að það hlaut nærri því að leiða af sér rit af ákveðnu tagi, og þegar til eru í forn- bókmenntunum slík rit, er í alla staði eðlilegt að hugsa sér þessi rit einmitt skrifuð af Oddaverjum eða í grennd við þá. Af þessu var nauðsynlegt að segja nokkuð fyrst frá ættinni: það var grundvöllurinn. Síðan var reynt að finna sem mest af sérstökum rök- semdum, auk hinna almennu; en það liggur í hlutarins eðli, að slíkt er oft erfitt, enda hér farnar brautir, sem lítt voru troðnar áður. En þó að sérstöku tengslin væru í veikara lagi stundum, þá áttu þó alltaf við orð Snorra: „liggja svá víkr í Leginum sem nes í Selundi“. Og það hef ég þá oft orðið að láta mér nægja, en vona, að ekki sé einskis vert, að vakið sé máls á þessu. Þó að oft sé ekki unnt að gefa öruggt svar, þá getur stundum verið betur spurt en óspurt.

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.