Studia Islandica - 01.06.1937, Blaðsíða 48

Studia Islandica - 01.06.1937, Blaðsíða 48
EFTIRMÁLI. Saga Oddaverja er alkunn og víða skráð að meira eða minna leyti. Það sem að framan er rakið af sögu ættarinnar, er ekki sett hér í þeirri veru, að flytja nýj- ungar; flest einstök atriði eru t. d. að finna í hinni merku bók Halldórs Hermannssonar, Sæmund Sigfús- son and the Oddaverjar. Fyrir mér vakti alveg ákveð- inn hlutur: aðstaða, hugsunarháttur og menntun ætt- arinnar var með því móti, að það hlaut nærri því að leiða af sér rit af ákveðnu tagi, og þegar til eru í forn- bókmenntunum slík rit, er í alla staði eðlilegt að hugsa sér þessi rit einmitt skrifuð af Oddaverjum eða í grennd við þá. Af þessu var nauðsynlegt að segja nokkuð fyrst frá ættinni: það var grundvöllurinn. Síðan var reynt að finna sem mest af sérstökum rök- semdum, auk hinna almennu; en það liggur í hlutarins eðli, að slíkt er oft erfitt, enda hér farnar brautir, sem lítt voru troðnar áður. En þó að sérstöku tengslin væru í veikara lagi stundum, þá áttu þó alltaf við orð Snorra: „liggja svá víkr í Leginum sem nes í Selundi“. Og það hef ég þá oft orðið að láta mér nægja, en vona, að ekki sé einskis vert, að vakið sé máls á þessu. Þó að oft sé ekki unnt að gefa öruggt svar, þá getur stundum verið betur spurt en óspurt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.