Fréttablaðið - 06.03.2021, Side 2
Ég var búinn að
taka nánast allt
húsið í gegn, smíða svefn-
loft, klifurveggi og ég veit
ekki hvað og hvað.
Jóhann Ingi Helgason
Eldgos talið ólíklegt
Keilir séður vestan megin frá á dulúðugu Reykjanesinu. Þótt kvikuhreyfingum sé ekki lokið telja vísindamenn ekki miklar líkur á eldgosi þegar
þetta er skrifað. Ef til goss kemur benda öll fyrir liggjandi gögn til þess að það verði á svæðinu milli Fagra dals fjalls og Keilis. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
STRÆTÓ Bæjarráð Mosfellsbæjar
hefur samþykkt beiðni Strætó
bs. um að sækja um 300 milljóna
króna yfirdrátt, í öryggisskyni, til
að tryggja fjárstreymi fyrirtækisins
út árið.
Á fundi samtaka sveitarfélaga
á höfuðborgarsvæðinu í byrjun
febrúar var fjárhagsleg staða og
rekstraráætlun kynnt, þar sem var
samþykkt að fyrirtækið fengi leyfi
til að sækja um yfirdráttinn.
Á fundinum kom fram í máli
Jóhannesar Rúnarssonar, fram-
kvæmdastjóra Strætó, að gert væri
ráð fyrir að tekjur ársins yrðu 80
prósent af tekjum ársins 2019.
Tekjur fyrir COVID-árið 2020 hefðu
verið 800 milljónum lægri en áætl-
anir gerðu ráð fyrir. Taka þurfi lán
til að mæta þessu tekjufalli. – bb
Strætó bs. fær
stóran yfirdrátt
vegna faraldurs
COVID-19 lék Strætó afar grátt á
síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
SAMFÉLAG Jóhann Ingi Helgason
starfaði á sínum tíma sem yfirf lug-
stjóri hjá WOW air og nú er hann
f lugmaður hjá Play. Vegna heims-
faraldursins hefur síðarnefnda
f lugfélagið ekki náð að komast
á f lug, ef svo má að orði komast.
Jóhann Ingi situr þó ekki auðum
höndum og smíðar nú útistóla
undir nafninu jHandmade.
„Ég var ráðinn sem f lugstjóri hjá
Play árið 2019 og út af COVID-19 er
náttúrulega ekkert búið að gerast.
Við sitjum því bara og bíðum eftir
því að hlutirnir lagist. Í millitíðinni
hefur maður verið á fullu að finna
sér eitthvað að gera.
Ég var búinn að taka nánast
allt húsið í gegn, smíða svefnloft,
klifurveggi og ég veit ekki hvað
og hvað. Svo núna um áramótin
eru öll þessi verkefni búin. Þá fór
maður að spyrja sig hvað maður
ætti að taka sér næst fyrir hendur,“
segir Jóhann Ingi.
Hann segir það hafa hjálpað
mikið að hafa nóg fyrir stafni til
að halda sönsum.
„Ég veit ekkert hvernig þessi hug-
mynd kom til mín en ég ákvað að
smíða útistól fyrir pallinn. Ég fór
aðeins að líta í kringum mig og
skoða ýmsar tegundir stóla. Síðan
fann ég þessa tegund sem kallast
Adirondack og er mjög vinsæl í
Bandaríkjunum og Kanada. Þetta
er svo svokölluð „Cape Cod“-útgáfa
af stólum sem ég er að smíða. Ég
fékk nokkurs konar uppskrift á
netinu og byrjaði á fullu að smíða
í bílskúrnum,“ segir hann.
Jóhanni Inga langaði til að gera
veglegan en jafnframt þægilegan
stól.
„Svo þegar ég er búinn að smíða
stólinn þá hafa margir orð á því við
mig að þeim langi í svona stól. Þá
fer ég af stað með nokkurs konar
fikt og þróun, til að þeir henti fyrir
íslenskt veðurfar. Hugsunin hjá
mér var sú að stóllinn geti staðið
úti allan ársins hring, öðruvísi en
með baststólana með pullunum
sem enda úti um allt í veðrum og
vindum.“
Stólarnir koma í nokkrum teg-
undum og hefur Jóhann Ingi gefið
þeim virðuleg nöfn á borð við Jarl
og Hertogi.
„Þetta eru náttúrulega frekar
massífir stólar úr þungum við. Ég
smíða stólinn og unnustan mín
sér um kynningarmálin, þú hefðir
kannski átt að tala frekar við
hana,“ segir hann og hlær.
Jóhann Ingi hefur alltaf verið
handlaginn, í það minnsta að sögn
móður hans.
„Mamma segir það allavega. Mér
hefur alltaf þótt sérstaklega gaman
að vinna úr timbri. Það er stundum
eins og það hafi sprungið poki af
sagi hérna og allt undirlagt af sagi,
ryki og drullu.
En þetta er eins mikil heima-
framleiðsla og hugsast getur. Ég
smíða þá og mála úti í bílskúr, svo
eru þeir teknir hérna inn í stofu til
að þorna. Þetta er eins heimilislegt
og hugsast getur,“ segir hann léttur
í bragði. steingerdur@frettabladid.is
Stólar á handverkið
Flugstjórinn Jóhann Ingi var ráðinn til Play, sem hefur ekki enn hafið flug-
starfsemi vegna COVID. Hann hugsar í lausnum og handsmíðar nú útistóla.
Flugstjórinn Jóhann Ingi situr ekki auðum höndum heldur smíðar nú
Adiron dack-stóla sem henta vel íslensku veðurfari. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SAMGÖNGUMÁL Kef lavíkurf lug-
völlur hlaut viðurkenningu fyrir
þjónustu við farþega hjá Alþjóða-
samtökum flugvalla, ACI. Er hann
meðal átta f lugvalla í Evrópu sem
taka við 5 til 15 milljónum farþega
árlega sem hlutu viðurkenninguna.
Hinir eru í Lundúnum, Belgrad,
Portó, Möltu, Kraká, Faro og Sotsji.
Viðurkenningin hefur verið veitt
síðan árið 2004 og Keflavíkurflug-
völlur hefur áður verið með þeim
efstu.
Að þessu sinni var bætt við sér-
stökum hreinlætisf lokki í ljósi
heimsfaraldursins. Hlaut Kef la-
víkurflugvöllur viðurkenningu þar
einnig ásamt 14 öðrum flugvöllum í
Evrópu. – khg
Hreinlæti gott
á flugvellinum
Keflavíkurflugvöllur
hlaut einnig viðurkenningu
fyrir hreinlæti á COVID-
tímum.
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja-
víkur hafnaði í gær kröfu Lilju
Alfreðsdóttur, mennta- og menn-
ingarmálaráðherra, um að ógilda
úrskurð kærunefndar jafnréttis-
mála um að ráðherrann hefði brot-
ið lög með því að vanmeta konu í
samanburði við karl.
Málið var höfðað gegn Hafdísi
Helgu Ólafsdóttur sem kærði ráðn-
ingu Páls Magnússonar í embætti
ráðuneytisstjóra.
Íslenska ríkið mun bera 4,5
milljónir króna í málskostnað en
ráðherra hefur þegar tilkynnt að
dómnum verði áfrýjað til Lands-
réttar. Mun hún ekki tjá sig um
málið meðan það er til afgreiðslu
hjá dómstólum. – ilk, ókp
Dómur hafnar
kröfu ráðherra
Málinu verður áfrýjað
til Landsréttar.
25%
AFSLÁTTUR AF
ÖLLUM VÖRUM
6 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð