Fréttablaðið - 06.03.2021, Page 10

Fréttablaðið - 06.03.2021, Page 10
FERÐAÞJÓNUSTA Norræna siglir frá Hirtshals í dag og kemur til Seyðis- fjarðar á þriðjudag, í fyrstu sigling- una eftir miklar breytingar. Smyril Line, útgerð skipsins, ákvað að nýta tímann í faraldrinum til allsherjar andlitslyftingar á skipinu fyrir tvo milljarða króna, bætti við káetum, veitingastað og fleiru ofan á það. Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi, segir framkvæmdirnar hafa gengið mjög vel og staðist allar áætlanir, bæði hvað varðar tíma og kostnað. Að bæta heilli hæð ofan á skip er ekki einfalt mál og því hafi þurft að hyggja að mörgu. En verkið var framkvæmt í Fayard- skipasmiðjunni í Mynkebo nálægt Óðisvéum. „Þetta gekk betur en við þorðum að vona og skipið er f lott í sjó,“ segir Linda. Alls var 50 káetum bætt við, svítu og 49 tveggja manna herbergjum. Ofan á þær var sett kaffihús og bar með góðu útsýni. Samfara stóru breytingunum var farið gagngert yfir skipið og ýmislegt uppfært svo sem ný teppi, gardínur, innréttingar á veitingastaðina og móttaka. Þá var stíllinn yfirfarinn og komið fyrir mörgum myndum frá Íslandi og Færeyjum á gangana. Linda segir að Seyðfirðingar og fleiri muni taka eftir miklum breyt- ingum þegar skipið siglir í höfn á þriðjudag. „Vitaskuld hefðum við vilja halda viðburð og bjóða fólki að koma að skoða. Vegna faraldursins verður það að bíða að við getum haft opið skip,“ segir hún. Áætlunarsiglingar hinnar nýupp- færðu Norrænu hefjast um helgina, en á meðan skipið var í slipp sinnti afleysingaskip siglingunum. Vegna aðstæðna eru farþegarnir ekki mjög margir þessa dagana en eitthvað um bókanir, meðal annars hjá Pól- verjum búsettum á Íslandi. „Við höfum væntingar til þess að seinnipartur sumarsins og haustið verði gott út frá farþegaflutningum séð,“ segir Linda. „Það sem heldur uppi leiðinni núna eru fraktflutn- ingarnir. Við flytjum meðal annars ferskan fisk og lax að austan, vestan og norðan. Þetta er mjög mikilvæg leið í ferskútf lutningi. Skipið fer héðan á miðvikudagskvöld og fisk- inum er dreift í Evrópu aðfaranótt mánudags.“ Linda segir þær miklu aurskriður sem féllu í desember síðastliðnum ekki hafa haft áhrif á starfsemi Norrænu. Skrifstofan og vöruhúsið séu hinum megin við höfnina og aðkoman og farþegahúsið hafi sloppið við skriðurnar. „Starfsfólk okkar hefur hins vegar orðið fyrir tjóni og skriðurnar voru mikið áfall fyrir Seyðisfjörð,“ segir Linda. „Bær- inn er núna að rísa upp úr þessu. Þetta er duglegt fólk.“ kristinnhaukur@frettabladid.is Nýuppgerð Norræna hefur siglingar Allar tíma- og kostnaðaráætlanir stórframkvæmdanna á ferjunni Norrænu hafa staðist og skipið kemur að höfn á Seyðisfirði á þriðjudag. Vegna faraldursins eru farþegarnir fáir um þessar mundir en fraktflutningar á ferskum fiski og laxi halda leiðinni uppi. Seyðfirðingar munu taka eftir miklum breytingum á ferjunni þegar hún kemur í höfn á þriðjudag. Fimmtíu káetna hæð og kaffihúsi með útsýni hefur verið bætt ofan á hana. MYND/SMYRIL LINE Að setja hæð og kaffihús ofan á ferjuna var ekki einfalt verk en það tókst. Stíl ferjunnar var breytt og komið fyrir myndum frá Íslandi og Færeyjum. Þetta gekk betur en við þorðum að vona og skipið er flott í sjó. Linda Björk Gunn- laugsdóttir framkvæmda- stjóri Smyril Line á Íslandi FJÖLMENNING Í ÍSLENSKU ATVINNULÍFI Nánari upplýsingar veitir: Jóhann Waage Markaðsfulltúi Fréttablaðsins johannwaage@frettabladid.is eða 550-5656 Miðvikudaginn 31. mars gefur Fréttablaðið út sérblaðið Fjölmenning í íslensku Atvinnulífi. Hefur fjölmenning styrkt þitt fyrirtæki? Mjög hefur borið á því að fyrirtæki hérlendis taki upp yfirlýsta stefnu í samfélagsmálum og innleiði samfélagsábyrgð eins og þekkist víða á alþjóðamarkaði og teljum við innleiðingu fjölmenningar(cultural diversity) vera hluta af samfélagsábyrgð. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum ferming rgjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagbl ði la dsin . Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is 6 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.