Fréttablaðið - 06.03.2021, Side 68

Fréttablaðið - 06.03.2021, Side 68
Símon Helgi Ívarsson var meðal fyrstu Íslendinga til að ljúka framhaldsnámi erlendis sem einleikari á gítar, ef ekki sá fyrsti. Hann vill ekkert full-yrða. „Ég lærði í Vínarborg, í Hochschule für Musik und darstellende Kunst. Flestir hugsuðu til Spánar en á þeim tíma var aðferð skólanna þar svo ströng að fólk þurfti að byrja alveg frá byrjun. Það fannst mér ekki aðlaðandi. Inntökuskilyrðin voru ekki jafn ströng í Vín, þó þar sé gömul hefð fyrir gítar- leik. Ítalir komu þangað mikið, það var ekki hægt að lifa af tónlist á þessu sviði á Ítalíu þannig að menningarborgir eins og Vín og París löðuðu að sér gítarleik- ara sunnan frá.“ Þó að gömlu meistararnir hafi verið þekktari fyrir annað en gítarleik segir Símon Schubert hafa átt gítar. „Það er talið að Schubert hafi samið mörg laga sinna með gítar í hönd. Hafi oft farið út í Vínarskóga og samið þar og þá var hand- hægt að taka gítarinn með. Sá er til sýnis í Schubertsafninu í Vín.“ Símon kveðst hafa laðast að gítarnum sem sínu hljóðfæri. „Gítarinn var til á heimilinu, móðir mín hafði eitthvað spilað sér til gamans. Síðan voru það áhrif frá Bítlunum og því popp-tímabili sem var þá í gangi sem fengu mig til að byrja að spila hljóma eftir einhverjum bókum og slá grip í Bítlalögum,“ lýsir Símon. Hann kveðst aldrei hafa farið í hljómsveitarbransa. „Hins vegar hafði ég upp á gítarkennaranum Gunnari H. Jónssyni sem kenndi við Tónskóla Sigur- sveins. Það var mikill fengur að hitta hann. Þó hann hafi ekki lært erlendis þá hafði hann sterka sýn á hvað var að gerast í heiminum og hafði lag á að vekja áhuga minn fyrir að leita út fyrir landsteinana. Ég fór strax að kaupa mér plötur með stórum meisturum eins og John Williams og Zegovia.“ Spurður hvort hann hafi ekki þurft að fara varlega með puttana á sér sem ungur maður hlær Símon. „Það var nú ekki alltaf í boði því maður lenti í alls konar störfum eins og fiskvinnu og vera handlangari hjá múrara. En þann- ig lærði maður að vinna svo það voru kostir við það.“ Hvernig skyldi svo hafa gengið fyrir klassískan gítarleikara að fá vinnu eftir námið? „Eftir einleikaraprófið í Vín 1980 fór ég fyrst til Sviss og fékk ágæta kennarastöðu í Luzern bæði við tón- listarskóla og framhaldsskóla. En það kallaði á mig að koma heim og ég fékk strax stöðu í Tónskóla Sigursveins. Það var mikið sótt í gítarnám og Tónskóli Sigursveins var staðurinn sem f lestir leituðu til. Þar var gróska og á þeim tíma aðalvettvangur fyrir gítarnemendur. Síðan hef ég kennt þar og er líka við Listaskóla Mosfellsbæjar. Hef haft nóg að gera í tónlistinni, stjórna Kammerkór Mosfellsbæjar og er með hálfgerða fjöl- skylduhljómsveit sem nefnist Fantasía flamenca sem var með tónleika í Hörpu nýlega. Hef samið svolítið í f lamenco- stíl þegar andinn hefur komið yfir mig og líka verið að útsetja þannig að mig vantar ekki verkefni.“ gun@frettabladid.is Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Bjarnadóttir Sléttuvegi 19, lést 28. febrúar á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 10. mars kl. 15. Allir eru velkomnir eins og húsrúm leyfir en gestir eru beðnir að hafa með sér á blaði nafn, kennitölu og símanúmer. Útförinni er streymt á slóðinni: youtu.be/FkkHVxVRASo Guðrún Guðmundsdóttir Grétar J. Unnsteinsson Þorsteinn Guðmundsson Helga Gylfadóttir Erna Guðmundsdóttir Kristján Viggósson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkæra móðir okkar, tengdamóðir og amma, Þorbjörg Pálsdóttir (Bobba) Bakkastöðum 73, Reykjavík, lést á Landspítalanum Hringbraut fimmtudaginn 25. febrúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 10. mars klukkan 13. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á hjartadeild Landspítalans. Kristjana Líndal Sigurður W. Egilsson Páll Líndal Ingdís Líndal Hallur Illugason Unnsteinn Líndal Steinunn A. Guðmundsdóttir Ævar Líndal og ömmubörnin stór og smá. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, Óskar Karl Þórhallsson (Óskar á Arney) Garðatorgi 4c, Garðabæ, lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold, miðvikudaginn 3. mars. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 12. mars kl. 11.00. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á facebook.com/groups/oskarkarl Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Hollvinasamtök Húsavíkurkirkju. Banki 0133-15-602, kt. 640169-5919. Agnes Árnadóttir Lárus Óskarsson Edda Þórðardóttir Hrefna Björg Óskarsdóttir Þórhallur Óskarsson Elín Þórhallsdóttir Karl Einar Óskarsson Anna Pálína Árnadóttir Kristinn Óskarsson Steinþóra Eir Hjaltadóttir og fjölskyldur. Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson síðan 1996 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, Hulda Ágústsdóttir Asparskógum 22, Akranesi, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi, mánudaginn 1. mars sl. Útförin fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 11. mars kl. 13. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar og vinir viðstaddir athöfnina. Streymt verður frá athöfninni á vef Akraneskirkju. www.akraneskirkja.is Sigurbjörg Jóhannsdóttir Ómar Traustason Kristjana Jóna Jóhannsdóttir Sigurður Jóhannsson Árni Jóhannsson barnabörn og barnabarnabarn. Keypti mér strax plötur með stórum meisturum Símon Helgi Ívarsson gítarleikari á merkisafmæli um þessar mundir og hyggst verða að heiman þann dag. Hann lærði á gítar vegna áhrifa frá Bítlunum. Semur stundum lög í flamencostíl enda er hann í fjölskyldubandi sem sérhæfir sig í slíkri tónlist. Símon Helgi laðaðist ungur að gítarnum hennar móður sinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Maður lenti í alls konar störfum eins og fiskvinnu og vera hand- langari hjá múrara. En þannig lærði maður að vinna svo það voru kostir við það. 6 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R36 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.