Studia Islandica - 01.06.1986, Page 11
FYLGT ÚR HLAÐI
Á tímabilinu 1850-1920 varð til ný bókmenntagrein
hérlendis. íslenskir höfundar hófu að rita skáldsögur. Þeim
fyrstu er um margt áfátt, hugsun þeirra grunnfærin, sál-
fræðin einföld, formsköpunin lítil. Margar hverjar eru
fremur frásögur en skáldskapur og skortir þá miðlægni sem
er forsenda þess að texti rísi í hæð listaverks. Mikið vantar
og á listræna meðvitund og veruleik enda afþreyingarmiðið
ríkjandi. Engu að síður er þessi skáldsagnagerð til muna
merkilegri en ráða má af bókmenntasögum. Höfundar eins
og Jón Thoroddsen, Jón Mýrdal, Torfhildur Hólm, Páll
Sigurðsson og síðar Þorgils gjallandi, Guðmundur
Friðjónsson, Jón Trausti og Einar H. Kvaran voru braut-
ryðjendur. í stað þess að skrifa sögur sínar í vindinn
skráðu þeir þær á bók og tóku með því upp þráð gömlu
meistaranna. Fæstir höfðu að vísu erindi sem erfiði - en at-
höfnin sjálf, það að skrifa, skipar þeim heiðurssess í ís-
lenskri bókmennta- og menningarsögu. Verk þeirra eru og
mikilsverðar heimildir um bókmenntagrein í deiglu.
Séu verk frumherjanna lesin saman kemur í ljós undar-
leg einhæfni. Nærri getur að bók vaxi af bók og sömu hug-
myndir sækja á einn höfund af öðrum. Listræn togstreita
þessara sagna skapast jafnan af andstæðu reglu og öng-
þveitis. Lýst er samfélagi, sem stirðnað hefur í ákveðnum
formum, einstaklingum, sem reyna að rjúfa formfestuna,
lifa. Þeir stefna leik, hlátri og ást gegn reglunni, ógna á
þann hátt jafnvæginu innan frá. Þessi andstæða, á milli
bælingar og ástríðu, valdboðs og uppreisnar er eitt höfuð-
einkennið á prósabókmenntum 1850-1920. Efnisþráður
sagna að jafnaði ofinn um baráttu elskenda við andsnúið