Studia Islandica - 01.06.1986, Síða 17
15
and-félagsleg því hún knýr einstaklinginn til að snúa baki
við öllu öðru. Hann „sameinast“ öðrum einstaklingi og lít-
ur á umheiminn sem truflun; fullnægingin verður honum
eitt og allt, krafan afdráttarlaus: frelsi. Öll vera hans sog-
ast inn í ástríðuna. Um þetta hefur Freud sagt:
[. . . ] modsætningen mellem kultur og seksualitet (afledes) deraf, at den
seksuelle kærlighed er et forhold mellem to personer, hvor en tredje kun
kan være overflödig eller forstyrrende, medens kultur beror pá et storre an-
tal menneskers forhold til hinanden. Pá hpjdepunktet af et kærlighedsfor-
hold bliver der ingen interesse for omverdenen tilbage, det elskende par er
sig selv nok og har heller ikke brug for det fælles barn for at være lykkeligt.6
Ásthneigðin gerir einstaklinginn meðvitaðan um bæling-
una og starfar sem sundrunarafí frá félagslegu sjónarmiði.
Af þeim sökum hefur hin opinbera hugmyndafræði ávallt
ofsótt hana. Kirkja og almenningsálit hafa litið stranglega
eftir henni, göfgað markmið hennar og hagnýtt þau í þágu
annars en sjálfrar hennar. í frávikum hefur hið opinbera
séð hættu á glundroða, og kristindómurinn: dýrslega sví-
virðu, lögleysu, synd.
Pjóðsagan að framan geymir andóf gegn opinberum og
viðteknum hugsunarhætti. Söguhetja hennar hverfur inn í
heim vellíðunarlögmálsins, leysir úr læðingi forboðnar
ástríður, erótískar, og rís með því gegn skipulagi mannfé-
lagsins. í selinu upplifir hún útópíska sælu, mótsagnalaust
líf, jarðneska paradís. En, eins og brotalína líkansins að
framan sýnir, þá auðnast henni ekki að varðveita frelsi sitt.
Hún reynir árangurslaust að hverfa aftur inn í heim veru-
leikalögmálsins, samlagast, en tekur ógleði mikla og sveifl-
ast inn í dimma nótt, sem linnir ekki fyrr en á dauðastund.
Líf hennar sem félagsveru einkennist af óleysanlegri mót-
sögn því að hún getur hvorki lifað frjálsu lífi né bældu lífi.
Dauðinn er eina lausnin. Af framansögðu er því ljóst að
brotið er lífsháskalegt athæfi, sem ekki verður aftur tekið;
hin sameinandi ástríða tekur á endanum það líf sem hún
leysti úr læðingi.