Studia Islandica - 01.06.1986, Side 22
20
skipta henni í fjögur stig eða lög: 1) örheim, þ. e. innsta
verkahring mannsins, sálarlíf hans og tilvistarreynslu; 2)
siðakerfi, þ. e. lög og reglur um skipti einstaklinga sín á
milli og við samfélagið; 3) samfélag, stéttaskipan, ríkisvald
o. fl.; 4) heim, þ.e. hin algildu tilverulögmál, guð. Öll
mynda þessi stig eina heild, hvert og eitt bendir á annað:
maðurinn er limur á samfélagslíkama, sem er hluti heims-
líkama, sem er guð. í lífi sínu hreyfist maðurinn sífellt á
milli stiganna, enda kallar athöfn á einu þeirra á samsvör-
un á öðru. Þannig eru vensl mannsins við sjálfan sig háð
venslum hans við aðra menn, samfélagið sem heild og til-
veruna. Röskun á einu sviði þýðir truflun á hinum.
Tvö andstæð skaut búa innan ofangreinds tilverulíkans:
ídealt og demónskf, hið fyrra einkennist öðru fremur af
samrœmi en hið síðara af samræmisleysi. Þeim má lýsa á
eftirfarandi hátt:
hið ídeala 1—' hið demónska
örheimur: skynsemi, bæling tilfinninga, sjálfsstjórn ástríða, sjálfs- útrás, frelsi tilfinninga
siðakerfi: skylda, skírlífi, auðsveipni, strit, eftiröpun leikur, kynlíf, sjálfsást, sjálf- stæði, sköpun
samfélag: stéttarlegur að- skilnaður, lög og regla. status quo stéttarleg upp- lausn, lögleysa, uppreisn, hreyfing
heimur: samræmi og form (kosmos), guðleg stjórn samræmis- og form- leysa (kaos), guð- leysi
Eins og sjá má jafngildir þetta gildiskerfi að mörgu leyti
andhverfu einstaklingsþarfar: vellíðunarlögmáls og samfé-
lagsboðs: veruleikalögmáls. Það þjónar og þeim tilgangi að