Studia Islandica - 01.06.1986, Page 23
21
halda hinum kaótísku öflum í mannlífi og samfélagi í
skefjum.
Undir lok 19du aldar urðu nokkrar hræringar í andlegu
lífi íslendinga. Efnahagsleg kyrrstaða bændasamfélagsins
var að rofna, embættismenn einokuðu ekki lengur
menntunina og erlendir hugmyndastraumar bárust greiðar
til landsins en áður. Á uppvaxtarárum raunsæisskáldanna,
6ta og 7unda áratugnum, ríkti mikil íhaldssemi í trúarefn-
um. Menn trúðu efunarlaust og hræddust andlega hreyf-
ingu, héngu í bókstafnum og fordæmdu alla túlkun hans. Á
síðustu tveimur áratugum aldarinnar óx hins vegar nýrri
guðfræði og biblíugagnrýni fiskur um hrygg. Frjálslyndir
klerkar höfnuðu rétttrúnaðinum og kröfðust frjálsari túlk-
unar á ritningunni. Gott dæmi um hin nýju viðhorf eru
bækur séra Páls Sigurðssonar í Gaulverjabæ, sem auk
prestsskapar skrifaði skáldsöguna Aðalstein. í Páskarœðu,
1888, og Húslestrabók, 1894, hafnar hann „dogmum“ og
talar öðru fremur til skynsemi manna. Peir eiga ekki að
trúa í blindni á bókstaf, segir hann, heldur rannsaka ritn-
inguna og endurskoða skilning sinn með breyttum tíma.
Undirstaðan er, að hans dómi, „reynslusvið vísindanna“
og „þekkingarsvið mannlegrar skynsemi“. Athyglisvert er
að séra Páll minnist tiltölulega sjaldan á eilíft líf fyrir hand-
an en lætur sér nægja að benda á framtíðina hér á jörð.
Prósaskáldskapurinn varð farvegur hinna nýju hug-
mynda. Höfundar höfðu uppi kirkjuádeilur og víttu presta
fyrir vanaþjónkun og hræsni, yfirvöld fyrir sinnuleysi og
skort á framfarahug, almenning fyrir þrældómsanda.
Gagnrýni þeirra beindist þó sjaldnast gegn guðstrúnni sem
slíkri, og, þegar allt kemur til alls, var hún kristileg í eðli
sínu. Kristnin var ekki meinið í þeirra augum, heldur
stirðnaðir siðir og spilltir prestar sem ekki fylgdu boðum
meistara síns: ágjarnir oflátungar, grimmir hrokagikkir.
Pað var fyrst upp úr aldamótum sem íslenskir prósahöf-
undar brutu af sér ramma hinnar viðteknu heimsmyndar.
Um það leyti stefndi og til aðgreiningar kirkju og þjóð-