Studia Islandica - 01.06.1986, Page 24
22
félags. Áður hafði þjóðfélagið, hagur þess og viðhald, ver-
ið mikilvægur þáttur í trúarlífinu. Prestarnir voru ekki að-
eins andlegir leiðtogar heldur og veraldlegir valdsmenn,
fulltrúar status quo; kirkjan og ríkið höfðu dregið jafnaðar-
merki sín á milli. Á fyrstu áratugum nýrrar aldar, með
myndun þéttbýlis og breytingu á atvinnuháttum, misstu
þeir tök sín á skoðanamyndun fólks. Um leið og kyrrstað-
an rofnaði lét hugmyndafræði kyrrstöðunnar undan síga,
hlutverk trúarinnar breyttist og einstaklingurinn komst í
fyrirrúm. Þetta hugmyndalega ro/birtist einkum í vexti og
viðgangi dultrúarhugmynda annars vegar og efahyggju
hins vegar. í báðum tilvikum var hefðbundnum trúaratrið-
um hafnað og lögð megináhersla á sálarlíf manneskjunnar.
1.3 Formgerðir
Gildiskerfi 19du aldar byggðist á því hvað ætti sér stað í
örheimi einstaklingsins: Geri hann uppreisn, verður keðju-
verkan og hin „ídeala“ samfélagsbygging hrynur, snúist
hún ekki til varnar. Þrjóti önnur ráð verður að „fórna“ ein-
staklingnum til að jafnvægi komist á að nýju; bælingin
breytist í opinskátt ofbeldi. í íslenskum prósaskáldskap
1850-1920 er slíku oft lýst enda er uppreisn mannsins gegn
kjörum sínum eitt af höfuðviðfangsefnum hans. Elskhug-
inn er, líkt og einyrkinn, fulltrúi hins endalausa mannlega
stríðs og oftar en ekki birtast þeir í einni og sömu persónu.
Báðir tjá, hvor á sinn hátt, þjáninguna, sem hin opinbera
hugmyndafræði breiðir yfir, og um leið vonina, sem aldrei
deyr í mannssálinni.
í þeim bókmenntum sem hér eru til umræðu eru þrj úfrá-
sagnarsnið algengust. Eitt þeirra einkennist af kyrrstöðu
og sátt við ríkjandi þjóðskipulag, kristilegri og íhaldssamri
lífsskoðun. Annað aftur á móti af andstöðu og baráttu við
ríkjandi skipan. Pau tvö mynda andstæð skaut en tengjast
saman af þriðja sniðinu, sem sækir jafnt til beggja.
Þessum sniðum má lýsa með ummyndunarlíkani líkt og
þjóðsögunum að framan: