Studia Islandica - 01.06.1986, Page 36
34
með því að þvinga og ofsækja þegna sína á einn eða annan
hátt. Stöðugleiki þess er háður því að menn bæli tilfinning-
ar sínar eða lifi í andstöðu við þær; hið félagslega samræmi
krefst tilfinningalegs misræmis. Hins vegar iýsir það þörf
einstaklingsins fyrir líf: frelsi: ást. Mótsetningin virðist
ósættanleg því félagsleg samlögun krefst tilfinningalegrar
sjálfseyðingar, sjálfsútrás á hinn bóginn þýðir brottrekstur
úr samfélagi og jafnvel líkamlegan dauða. Sigurður Ieysir
ekki þessa mótSögn á röklegan hátt heldur upphefur hana
með rómantískri ummyndun. Hann stækkar persónur sínar
svo þær rísi yfir aðstæðurnar, skapar með ímyndunaraflinu
nýjan heim, þar sem allt er mögulegt og manneskjan lifir í
samræmi við sjálfa sig, aðra menn og samfélagið.
Ástfólk Sigurðar gerir uppreisn - enda er elskhuginn
uppreisnarseggur í tvennum skilningi. í fyrsta lagi er ást
hans uppgjör við „hið normala“. Viðleitni hans gengur í
berhögg við umhverfi, þar sem öllu skiptir að hver og einn
lifi nægjusömu og reglubundnu lífi, striti og virði tiltekin
trúaratriði og félagsbönd. Háttur hans á að lifa brýtur í
bága við þá kröfu að einstaklingarnir lifi fyrir samfélagið
og semji sig að háttum þess. Elskhuginn segir sig oftar en
ekki úr lögum við samfélagið og myndar sérstakt smásam-
félag með öðrum einstaklingi. Aðskilnaðurinn er fyrst og
fremst andlegur en á stundum getur hann tekið á sig líkam-
legt form eins og í Ieikriti Sigurðar. í öðru lagi er ást hans
tilvistarlegt uppgjör. Hún er þrá eftir lausn úr þeirri ein-
veru sem öllum er búin en fæstir geta unað í. Um leið er
hún tilraun til að komast út úr tímanum, eða öllu heldur, til
að safna andránum saman í eitt varanlegt augnablik. Ástin
er m. ö. o. uppreisn gegn tilvistarkjörum: samhengisleys-
unni, skortinum, einsemdinni; hún er tilraun til að aflétta
spennuástandi, leit að frumeiningu, þar sem eru engar
mótsagnir, þar sem lífið er varanleiki og tilurð í senn. Elsk-
andi einstaklingar leitast við að eyða öllum aðskilnaði,
verða eitt til sálar og líkama. í raun dreymir þá um að gera
ástaralgleymið að lífshætti, þenja það út svo það verði