Studia Islandica - 01.06.1986, Page 37
35
veruleiki þeirra allur. Rómantíkerar trúðu, eins og fyrr
segir, á slíka lausn. Nútímamenn fæstir. Engu að síður
halda þeir áfram að velta sínum sysifosarsteini í von um al-
kyrru og fró á hæðarbrún; von, sem þegar allt kemur til
alls er ekki annað en draumur um meðvitundarleysi, nir-
vana.
Eins og fram kemur í þessari bók leiðir uppreisn elsk-
hugans yfirleitt til niðrunar. Honum er útskúfað úr stétt
sinni eða samfélagi og hann niðurlægður af dómhörðu al-
menningsáliti. Uppreisnin gerir hann að utangarðsmanni,
útlaga. En samtímis má segja að tilvist hans aukist og
fyllist. Líf, sem áður var forskrifað form, öðlast uppruna-
legt inntak. Með öðrum orðum: elskhuginn fellur sem fé-
lagsvera en rís sem einstaklingsvera. Þessu fer að sjálf-
sögðu ekki fram árekstralaust. Elskhuginn er eins og aðrir
mótaður af siðferði samfélagsins og rís því gegn hluta sjálfs
sín í uppreisninni. Af þeim sökum hefur hún oft á tíðum í
för með sér tilvistarkreppu, sem getur, í sumum tilvikum,
tortímt viðkomandi. Slíkt er hlutskipti Sigríðar í Gömlu og
nýju eftir Þorgils gjallanda, svo dæmi sé tekið.
Nú má spyrja: Hvað veldur? Hvers vegna fórna menn
áliti, efnum og andlegri ró fyrir eitthvað, sem kannski er
aðeins stórt, fáránlegt ævintýri, svo notuð séu orð Höllu í
Fjalla-Eyvindi? í sögunni um Tristan og ísolde drekka
ungmenni töfradrykk og missa við það skynsamlegt ráð. í
þjóðsögum stíga selmatseljur inn í álfheim, heillast og
verða aldrei aftur samar. í báðum tilvikum eru töfrarnir
tákn fyrir afl, sem menn strita við að beita í sjálfum sér,
sem voldugar stofnanir reyna að halda í skefjum og drepa.
Samfélagið hefur í gegnum tíðina ummyndað þetta afl í
sína þágu, sniðið því form, göfgað það. Samt hefur því
ekki tekist að leggja það í læðing, sem haldi. Líkt og Loki
brýst það úr fjötrinum og lætur til sín taka svo um munar
í lífi hinna „siðmenntuðustu“ einstaklinga. Þetta afl hefur
í sjálfu sér ekkert form, það aðeins er og sækir gildi sitt í
sjálft sig, markmið þess útrás, svölun. Við getum kallað
það lífsorku eða eros.