Studia Islandica - 01.06.1986, Page 40
38
lagsreglunnar. Heimsmynd þeirra var kyrrstæð og samfé-
lagsviðhorfið íhaldssamt. Það þarf ekki að koma á óvart sé
persónulegur bakgrunnur þeirra hafður í huga. Jón Thor-
oddsen var konunglegur embættismaður, Torfhildur Hólm
prestsdóttir, Páll Sigurðsson prestur og Jón Mýrdal lítt
skólagenginn handverksmaður. Það er alkunna að braut-
ryðjendur nýrra hugmynda í bókmenntum og þjóðfélags-
málum hafa oftast nær verið „frjálsir" menntamenn. Eld-
berarnir hérlendis voru af slíku tagi: Jónas Hallgrímsson,
Sigurður Guðmundsson, Gestur Pálsson.
En þrátt fyrir íhaldssemi sína búa verk frumherjanna
hérlendis yfir dulinni andstöðu við ríkjandi gildismat,
andstöðu, sem kemur fram í tilfinningasamri og erótískri
veruleikatúlkun. Hún var hins vegar lítt meðvituð og kall-
aði ekki á opinskátt uppgjör við hugmyndafræði réttrúnað-
arins. Höfundarnir voru, líkt og flestir samtíðarmenn
þeirra, ómeðvitaðir um mótsögnina í lífsskoðun sinni og
héldu fast við löghelgaðar skoðanir án þess að spyrja sjálfa
sig um forsendur þeirra. Heimur þeirra var í föstum
skorðum, þar sem allt fór vel að lokum og illir fengu mak-
leg málagjöld en góðir verðuga umbun. Allir skrifuðu þeir
„kómísk" verk um sigrandi ástir og þó að Torfhildur og
Páll lýstu sorglegum ástamálum fengu sögur þeirra ekki
dýpt harmleiksins. Þau tvö voru, líkt og hinir höfundarnir,
sátt við heim sinn og samfélag í meginatriðum. í huga
þeirra voru móthverfur mannlífsins leysanlegar, svo fremi
einstaklingarnir fylgdu réttum reglum í lífi sínu.
Fyrstu íslensku skáldsögurnar eru nær undantekningar-
laust gleðileikir, sem líkja má við U að formi. Inntak þeirra
og atburðarás geyma útlínur mýþunnar um paradísarmissi
og paradísarheimt. Oft er líkingin ógreinileg og óbein en
samt má telja hana skipulagsreglu þessara sagna. Forsenda
hennar er trú á að ástin sé ósigrandi og að hjónaband útval-
inna jafngildi jarðneskri paradís:
Þau Sæunn og Sighvatur hafa auð og allsgnótt, veg og vinsældir og ríkir
þar guðsblessan, ef hana er á jörð að finna. Þykir sannast á þeim hið forn-