Studia Islandica - 01.06.1986, Page 47
45
„móttakandi“. En sé vel að gáð verður þó ljóst að faðirinn
hefur aðeins myndbreyst. Þannig er meðbiðillinn, sem
venjulega fyllir þriðja hornið, yfirleitt ekki annað en
skuggi hans. Hann gætir sömu hagsmuna og fylgir sömu
siðareglum, krefst auðsveipni og hollustu auk þess sem
hann getur með efnum sínum tryggt stúlkunni stöðu í sömu
eða æðri stétt. Hann er, með öðrum orðum, fulltrúi fyrir
status quo í þjóðlífi og sálarlífi, framlenging föðurins. Hinn
ástríðufulli elskhugi er á hinn bóginn fulltrúi hins bælda til-
finningalífs, sem leitar sér útrásar og ógnar valdi föðurins
/ samfélagsboðsins yfir stúlkunni. Með öðrum orðum:
frumform ástarþríhyrningsins er sonur-faðir-ástmœr eða
dóttir—faðir—elskhugi, og má það til sanns vegar færa. Gild-
ir einu þótt hornið sé fyllt af ráðríkri móður, ágjörnum
ættingja, auðugum meðbiðli eða öðrum. Það eru einungis
myndbreytingar hins upphafslega forms.
Viðkvæmnisskáldsagan úrkynjaðist fljótt eftir daga Ric-
hardsons, Goethes og Rousseaus. Þeir höfðu lagt höfuð-
áherslu á að kryfja sálarlíf söguhetja sinna og siðferðilega
kosti þeirra. Söguþráðurinn skipti sporgöngumennina hins
vegar öllu máli. Þeir stældu frásagnarsniðin en sviptu þau
sálfræðilegri dýpt sinni og margræðni. Verk þeirra áttu líf
sitt komið undir viðburðaríkum fléttum, sterkum hvörfum,
endurkennslum og þess háttar. Sálarlífslýsingar storknuðu
í yfirborðskenndar formúlur, persónurnar einfölduðust og
urðu að flötum formum. Þannig dróst hið margbreytta lit-
róf Richardsons í svartan lit og hvítan: Clarissa týndi þétt-
leika sínum og breyttist í fullkomna og með öllu syndlausa
veru; Lovelace turnaðist í ótínt fúlmenni, satanísk reisn
hans varð að spilltri lágkúru, vitsmunir hans að heimsku-
legri illgirni, erótismi hans að sadískri kynþembu; með
öðrum orðum: karlhetjan varð að tákni fyrir fólskulegan
og jarðbundinn losta samtímis því sem kvenhetjan breytt-
ist í loftkennda og kynlausa veru, eða öllu heldur, einvígi
jarðneskrar gyðju við satanískan Donjúan varð að stríði
engils og púka. Sögurnar um ást og hjónaband einfölduð-